Ráðuneytið segir Harald fá 57 milljónir í stað 105 Eiður Þór Árnason skrifar 5. desember 2019 20:30 Frá 1. janúar til 31. mars á næsta ári, mun Haraldur veita dómsmálaráðherra sérstaka ráðgjöf í tengslum við framtíðarskipulag löggæslunnar. Vísir/Vilhelm Kostnaður ríkisins vegna starfslokasamnings Haraldar Johannessens, fráfarandi ríkislögreglustjóra, er talinn vera 56,7 milljónir króna með launatengdum gjöldum. Er sú upphæð sögð nema 54 prósentum af áætluðum launakostnaði hans út skipunartímann sem ráðuneytið áætlar 104,5 milljónir króna með launatengdum gjöldum. Haraldur var síðast endurskipaður í fyrra og var þá ætlað að gegna embættinu til ársins 2023. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn fjárlaganefndar Alþingis vegna starfsloka Haraldar en þar er dómsmálaráðherra jafnframt sagður hafa skort lagaheimild til þess að víkja honum úr embætti að eigin frumkvæði.Á launum fram til 2021 Haraldur óskaði nýlega eftir því við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að fá að láta af embætti. Hann mun hætta sem ríkislögreglustjóri um næstu áramót. Greint hefur verið frá því að samkvæmt starfslokasamningi verði hann á óskertum launum og starfskjörum fram í lok júní árið 2021. Að því loknu verður hann á biðlaunum fram til ársloka og fær útgreitt áunnið orlof í janúar 2022.Ráðherra ekki heimilt að víkja Haraldi úr embætti Í svari ráðuneytisins kemur fram að ríkislögreglustjóri eigi að baki langan embættisferil og njóti því mikilla réttinda. Eru embættismenn sagðir njóta sérstaklega ríkrar réttarverndar á grundvelli stjórnarskrárinnar og ákvæða í lögum um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna.Sjá einnig: Áslaug Arna var ósátt við viðtal ríkislögreglustjóra„Þar sem ráðherra var að lögum ekki heimilt að víkja HJ úr starfi varð frumkvæðið að koma frá honum sjálfum. Það var enginn annar grundvöllur fyrir starfslokum.“Hægt að gangast við því að verið sé að kaupa hann frá starfi Ráðuneytið gerir ráð fyrir því að starfslokasamningur Haraldar rúmist innan fjárveitinga málaflokksins og að ekki sé þörf fyrir að fjármagna hann sérstaklega. „Ummæli á þá leið að verið sé að „kaupa“ HJ frá starfi eiga í sjálfu sér við um alla starfslokasamninga hvort heldur sem er hjá einkaaðilum eða opinberum aðilum, kjósi menn að orða hlutina með þeim hætti,“ segir enn fremur í svari ráðuneytisins.Verði að skoða í ljósi aðstæðna Haraldur hefur verið í embætti ríkislögreglustjóra í tæp 22 ár eða frá árinu 1998. Fyrr á þessu ári kom fram megn óánægja innan lögreglunnar með störf Haraldar og taldi ráðuneytið nauðsynlegt að taka mið af þeirri stöðu.Sjá einnig: Lögreglustjórar lýsa yfir vantrausti á Harald„Ósk HJ um lausn og starfslokasamning verður að skoða í ljósi allra aðstæðna. Upp var komin erfið staða innan lögreglunnar (vantraustsyfirlýsing). HJ ákvað að stíga fram og það frumkvæði er lykill að lausn þess vanda ásamt áformum um sérstakt lögregluráð.“ Alþingi Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Óþolandi að pólitísk forréttindastétt lúti öðrum lögmálum Óboðlegt er að aðrar leikreglur gildi um embættismenn hjá ríkinu en annað vinnandi fólk að sögn formanns VR. Hann fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. 4. desember 2019 11:43 Fjárlaganefnd óskar svara um starfslokasamning Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir svörum frá dómsmálaráðherra um starfslokasamning ríkislögreglustjóra. Nefndin vill meðal annars vita hvernig samningurinn sé fjármagnaður og hver heildarupphæðin sé 5. desember 2019 11:57 Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15 Þingmenn segja starfslokasamning við ríkislögreglustjóra furðulegan Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við starfslokasamning dómsmálaráðherra við ríkislögreglustjóra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 4. desember 2019 18:35 Starfslokasamningur Haraldar upp á 57 milljónir Svar hefur borist frá Dómsmálaráðuneytinu. 5. desember 2019 15:47 Áslaug Arna boðar til blaðamannafundar vegna lögreglunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsson dómsmálaráðherra mun fjalla um málefni lögreglu á blaðamannafundi klukkan 13 í dag í Ráðherrabústaðnum. 3. desember 2019 11:17 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Kostnaður ríkisins vegna starfslokasamnings Haraldar Johannessens, fráfarandi ríkislögreglustjóra, er talinn vera 56,7 milljónir króna með launatengdum gjöldum. Er sú upphæð sögð nema 54 prósentum af áætluðum launakostnaði hans út skipunartímann sem ráðuneytið áætlar 104,5 milljónir króna með launatengdum gjöldum. Haraldur var síðast endurskipaður í fyrra og var þá ætlað að gegna embættinu til ársins 2023. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn fjárlaganefndar Alþingis vegna starfsloka Haraldar en þar er dómsmálaráðherra jafnframt sagður hafa skort lagaheimild til þess að víkja honum úr embætti að eigin frumkvæði.Á launum fram til 2021 Haraldur óskaði nýlega eftir því við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að fá að láta af embætti. Hann mun hætta sem ríkislögreglustjóri um næstu áramót. Greint hefur verið frá því að samkvæmt starfslokasamningi verði hann á óskertum launum og starfskjörum fram í lok júní árið 2021. Að því loknu verður hann á biðlaunum fram til ársloka og fær útgreitt áunnið orlof í janúar 2022.Ráðherra ekki heimilt að víkja Haraldi úr embætti Í svari ráðuneytisins kemur fram að ríkislögreglustjóri eigi að baki langan embættisferil og njóti því mikilla réttinda. Eru embættismenn sagðir njóta sérstaklega ríkrar réttarverndar á grundvelli stjórnarskrárinnar og ákvæða í lögum um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna.Sjá einnig: Áslaug Arna var ósátt við viðtal ríkislögreglustjóra„Þar sem ráðherra var að lögum ekki heimilt að víkja HJ úr starfi varð frumkvæðið að koma frá honum sjálfum. Það var enginn annar grundvöllur fyrir starfslokum.“Hægt að gangast við því að verið sé að kaupa hann frá starfi Ráðuneytið gerir ráð fyrir því að starfslokasamningur Haraldar rúmist innan fjárveitinga málaflokksins og að ekki sé þörf fyrir að fjármagna hann sérstaklega. „Ummæli á þá leið að verið sé að „kaupa“ HJ frá starfi eiga í sjálfu sér við um alla starfslokasamninga hvort heldur sem er hjá einkaaðilum eða opinberum aðilum, kjósi menn að orða hlutina með þeim hætti,“ segir enn fremur í svari ráðuneytisins.Verði að skoða í ljósi aðstæðna Haraldur hefur verið í embætti ríkislögreglustjóra í tæp 22 ár eða frá árinu 1998. Fyrr á þessu ári kom fram megn óánægja innan lögreglunnar með störf Haraldar og taldi ráðuneytið nauðsynlegt að taka mið af þeirri stöðu.Sjá einnig: Lögreglustjórar lýsa yfir vantrausti á Harald„Ósk HJ um lausn og starfslokasamning verður að skoða í ljósi allra aðstæðna. Upp var komin erfið staða innan lögreglunnar (vantraustsyfirlýsing). HJ ákvað að stíga fram og það frumkvæði er lykill að lausn þess vanda ásamt áformum um sérstakt lögregluráð.“
Alþingi Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Óþolandi að pólitísk forréttindastétt lúti öðrum lögmálum Óboðlegt er að aðrar leikreglur gildi um embættismenn hjá ríkinu en annað vinnandi fólk að sögn formanns VR. Hann fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. 4. desember 2019 11:43 Fjárlaganefnd óskar svara um starfslokasamning Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir svörum frá dómsmálaráðherra um starfslokasamning ríkislögreglustjóra. Nefndin vill meðal annars vita hvernig samningurinn sé fjármagnaður og hver heildarupphæðin sé 5. desember 2019 11:57 Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15 Þingmenn segja starfslokasamning við ríkislögreglustjóra furðulegan Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við starfslokasamning dómsmálaráðherra við ríkislögreglustjóra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 4. desember 2019 18:35 Starfslokasamningur Haraldar upp á 57 milljónir Svar hefur borist frá Dómsmálaráðuneytinu. 5. desember 2019 15:47 Áslaug Arna boðar til blaðamannafundar vegna lögreglunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsson dómsmálaráðherra mun fjalla um málefni lögreglu á blaðamannafundi klukkan 13 í dag í Ráðherrabústaðnum. 3. desember 2019 11:17 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Óþolandi að pólitísk forréttindastétt lúti öðrum lögmálum Óboðlegt er að aðrar leikreglur gildi um embættismenn hjá ríkinu en annað vinnandi fólk að sögn formanns VR. Hann fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. 4. desember 2019 11:43
Fjárlaganefnd óskar svara um starfslokasamning Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir svörum frá dómsmálaráðherra um starfslokasamning ríkislögreglustjóra. Nefndin vill meðal annars vita hvernig samningurinn sé fjármagnaður og hver heildarupphæðin sé 5. desember 2019 11:57
Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15
Þingmenn segja starfslokasamning við ríkislögreglustjóra furðulegan Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við starfslokasamning dómsmálaráðherra við ríkislögreglustjóra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 4. desember 2019 18:35
Starfslokasamningur Haraldar upp á 57 milljónir Svar hefur borist frá Dómsmálaráðuneytinu. 5. desember 2019 15:47
Áslaug Arna boðar til blaðamannafundar vegna lögreglunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsson dómsmálaráðherra mun fjalla um málefni lögreglu á blaðamannafundi klukkan 13 í dag í Ráðherrabústaðnum. 3. desember 2019 11:17