Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær falleinkunn í starfsánægjukönnun Samúel Karl Ólason og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 5. desember 2019 22:18 Slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins lýsa yfir óánægju með samskipti við yfirmenn í nýrri starfsánægjukönnun. Dregin er upp nokkuð svört mynd af líðan fólks í vinnunni. Samkvæmt könnuninni virðast slökkviliðsmenn almennt frekar ósáttir í vinnunni og þá helst með samskipti sín við næstu yfirmenn. „Auðvitað taka allir svona til sín. Ég meina ég ber ábyrgð á þessari starfsemi og ef ég tæki ekki svona til mín væri það dapurt,” segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Sambærileg könnun var gerð í sumar, meðal annars eftir ólgu vegna breytinga á vaktaplani. Könnunin byggist á átta flokkum og þar af féllu fimm þættir í lægsta mögulega flokk, sem er rauður á myndinni. Í nýrri könnun sem var gerð í haust fjölgar þessum rauðum flokkum í sex. Lægsta einkunnin tengist svokallaðri framtíðarsýn, þar sem slökkviliðsmenn svara því hvort þeir fái endurgjöf frá yfirmönnum. Sú næst lægsta er í flokki sem nefnist stuðningur frá stjórnendum þar sem spurt er út í samskipti við yfirmenn. Slökkviliðsstjóri bendir á að á síðustu þremur árum hafi fimmtíu nýir starfsmenn verið ráðnir inn. Það hafi sett mark sitt á starfið. „Á sama tíma og við erum með nýmenntun nýliða höfum við ekki náð að sinna endurmenntun starfsmanna sem er mjög miður. Og við erum með þannig hóp hjá okkur að menn eru mjög lærdómsfúsir og vilja að hlutirnir séu eins og eigi að vera og maður skilur það,” segir Jón Viðar. Slökkviliðsstjóri segist hafa vissar áhyggjur af stöðunni og hefur starfshópur verið skipaður til að fara yfir mögulegar leiðir til að auka starfsánægju. Hann bendir einnig á að óvenju mikið álag hafi verið á fólki. Álag út af sjúkraflutningum, álag út af stærri brunum og allt kemur niður á eitt og gerir það að verkum að við erum því miður bara stödd á þessum stað,” segir Jón Viðar. Slökkvilið Vinnumarkaður Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira
Slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins lýsa yfir óánægju með samskipti við yfirmenn í nýrri starfsánægjukönnun. Dregin er upp nokkuð svört mynd af líðan fólks í vinnunni. Samkvæmt könnuninni virðast slökkviliðsmenn almennt frekar ósáttir í vinnunni og þá helst með samskipti sín við næstu yfirmenn. „Auðvitað taka allir svona til sín. Ég meina ég ber ábyrgð á þessari starfsemi og ef ég tæki ekki svona til mín væri það dapurt,” segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Sambærileg könnun var gerð í sumar, meðal annars eftir ólgu vegna breytinga á vaktaplani. Könnunin byggist á átta flokkum og þar af féllu fimm þættir í lægsta mögulega flokk, sem er rauður á myndinni. Í nýrri könnun sem var gerð í haust fjölgar þessum rauðum flokkum í sex. Lægsta einkunnin tengist svokallaðri framtíðarsýn, þar sem slökkviliðsmenn svara því hvort þeir fái endurgjöf frá yfirmönnum. Sú næst lægsta er í flokki sem nefnist stuðningur frá stjórnendum þar sem spurt er út í samskipti við yfirmenn. Slökkviliðsstjóri bendir á að á síðustu þremur árum hafi fimmtíu nýir starfsmenn verið ráðnir inn. Það hafi sett mark sitt á starfið. „Á sama tíma og við erum með nýmenntun nýliða höfum við ekki náð að sinna endurmenntun starfsmanna sem er mjög miður. Og við erum með þannig hóp hjá okkur að menn eru mjög lærdómsfúsir og vilja að hlutirnir séu eins og eigi að vera og maður skilur það,” segir Jón Viðar. Slökkviliðsstjóri segist hafa vissar áhyggjur af stöðunni og hefur starfshópur verið skipaður til að fara yfir mögulegar leiðir til að auka starfsánægju. Hann bendir einnig á að óvenju mikið álag hafi verið á fólki. Álag út af sjúkraflutningum, álag út af stærri brunum og allt kemur niður á eitt og gerir það að verkum að við erum því miður bara stödd á þessum stað,” segir Jón Viðar.
Slökkvilið Vinnumarkaður Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira