Everton leitar nú að næsta stjóra félagsins eftir að Marco Silva fékk sparkið í gærkvöldi eftir hörmulegt gengi liðsins að undanförnu en liðið situr í fallsæti.
Pochettino var rekinn frá Tottenham um miðjan nóvember en hann hefur verið í fríi í Argentínu. Nú vill Everton freista þess að fá hann til starfa á Goodison Park.
Everton have made an approach to former Tottenham manager Mauricio Pochettino about potentially being the next Everton manager (Source - @_pauljoyce) pic.twitter.com/H03toVE6JT
— The Toffee Blues (@EvertonNewsFeed) December 6, 2019
Telja má óraunverulegt að Pochettino verði næsti stjóri Gylfa Sigurðssonar og félaga en hann er talinn horfa til stærri félaga líkt og Manchester United.
Fyrr í dag var þó greint frá því að hann myndi ekki verða næsti stjóri Bayern Munchen samkvæmt heimildum Bild.
Everton mætir Chelsea á laugardaginn en harðjaxlinn og fyrrum leikmaður félagsins, Duncan Ferguson, stýrir liðinu í þeim leik.