Óli og Marta fyrst heim í Allir geta dansað Sóley Guðmundsdóttir skrifar 6. desember 2019 17:30 Óli og Marta voru glæsileg á sviðinu þrátt fyrir að hafa verið send heim í kvöld. Vísir/M. Flóvent Fyrsta parið til að vera sent heim í Allir geta dansað voru þau Ólafur Örn Ólafsson og Marta Carrasco. Þau fengu fæst stig frá dómurunum og símakosningin náði ekki að bjarga þeim. Dönsuðu þau Quickstep við lagið Waterloo. Óli og Marta voru að vonum vonsvikin með úrslit kvöldins. „Þetta voru mikil vonbrigði að detta út strax,“ sagði Óli þegar kynnarnir Auddi og Sigrún óskuðu eftir viðbrögðum. Marta leit á björtu hliðarnar og ætlar að halda áfram að dansa með Óla. „Ég dreg Óla bara með mér á salsa kvöld,“ sagði hún með sínu geislandi brosi. Dómararnir voru sammála um að Óli og Marta hafi sýnt miklar framfarir. Jóhann Gunnar Arnarson sagði um atriði þeirra: „Miklu betra en síðast, glæsilega gert. Atriðið var skemmtilegt. Ánægður að sjá vinnuna sem þið lögðuð í haldið. Skemmtilegt atriði og þið gerðuð úr þessu leikþátt.“ Selma Björnsdóttir var sammála framförunum og sagði að Óli hafi slept fram af sér beislinu. „Metnaðurinn og fókusinn góður, ánægð hvað þið hafið lagt á ykkur,“ sagði Karen Reeve. Öll gáfu þau Óla og Mörtu fimm í einkunn. Þau fengu því samtals 24 stig frá dómurum frá fyrsta þætti og þætti kvöldsins.Þema þáttarins var ABBA og dönsuðu því öll pörin við lög frá þessari vinsælu hljómsveit. Allur ágóði af símakosningunni mun renna til LÍF sem er Styrktarfélag kvennadeildar Landspítala. Í næstu þáttum mun allur ágóði af símakosningunni einnig renna til góðs málefnis. Næsti þáttur verður föstudaginn 13. desember og munu níu pör stíga á svið. Búst má við því að æfingar fari á fullt strax á morgun því ekkert par vill vera sent heim. Hér að neðan má sjá textalýsingu kvöldsins frá Glimmerhöllinni í Gufunesi.
Fyrsta parið til að vera sent heim í Allir geta dansað voru þau Ólafur Örn Ólafsson og Marta Carrasco. Þau fengu fæst stig frá dómurunum og símakosningin náði ekki að bjarga þeim. Dönsuðu þau Quickstep við lagið Waterloo. Óli og Marta voru að vonum vonsvikin með úrslit kvöldins. „Þetta voru mikil vonbrigði að detta út strax,“ sagði Óli þegar kynnarnir Auddi og Sigrún óskuðu eftir viðbrögðum. Marta leit á björtu hliðarnar og ætlar að halda áfram að dansa með Óla. „Ég dreg Óla bara með mér á salsa kvöld,“ sagði hún með sínu geislandi brosi. Dómararnir voru sammála um að Óli og Marta hafi sýnt miklar framfarir. Jóhann Gunnar Arnarson sagði um atriði þeirra: „Miklu betra en síðast, glæsilega gert. Atriðið var skemmtilegt. Ánægður að sjá vinnuna sem þið lögðuð í haldið. Skemmtilegt atriði og þið gerðuð úr þessu leikþátt.“ Selma Björnsdóttir var sammála framförunum og sagði að Óli hafi slept fram af sér beislinu. „Metnaðurinn og fókusinn góður, ánægð hvað þið hafið lagt á ykkur,“ sagði Karen Reeve. Öll gáfu þau Óla og Mörtu fimm í einkunn. Þau fengu því samtals 24 stig frá dómurum frá fyrsta þætti og þætti kvöldsins.Þema þáttarins var ABBA og dönsuðu því öll pörin við lög frá þessari vinsælu hljómsveit. Allur ágóði af símakosningunni mun renna til LÍF sem er Styrktarfélag kvennadeildar Landspítala. Í næstu þáttum mun allur ágóði af símakosningunni einnig renna til góðs málefnis. Næsti þáttur verður föstudaginn 13. desember og munu níu pör stíga á svið. Búst má við því að æfingar fari á fullt strax á morgun því ekkert par vill vera sent heim. Hér að neðan má sjá textalýsingu kvöldsins frá Glimmerhöllinni í Gufunesi.
Allir geta dansað Tengdar fréttir Myndaveisla: Stjörnurnar skinu skært í Allir geta dansað Þrjú pör voru efst með 20 stig eftir fyrsta kvöldið af Allir geta dansað. 2. desember 2019 14:30 Allir geta dansað fór vel af stað Önnur þáttaröð af Allir geta dansað hófst í Gufunesi í kvöld. Tíu pör stigu á svið og voru þau hvert öðru glæsilegra. 29. nóvember 2019 22:00 Stjörnurnar úr síðustu þáttaröð sneru aftur á dansgólfið Skemmtiþátturinn Allir geta dansað hóf göngu sína á Stöð 2 á nýjan leik í gærkvöldi. 30. nóvember 2019 12:08 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Myndaveisla: Stjörnurnar skinu skært í Allir geta dansað Þrjú pör voru efst með 20 stig eftir fyrsta kvöldið af Allir geta dansað. 2. desember 2019 14:30
Allir geta dansað fór vel af stað Önnur þáttaröð af Allir geta dansað hófst í Gufunesi í kvöld. Tíu pör stigu á svið og voru þau hvert öðru glæsilegra. 29. nóvember 2019 22:00
Stjörnurnar úr síðustu þáttaröð sneru aftur á dansgólfið Skemmtiþátturinn Allir geta dansað hóf göngu sína á Stöð 2 á nýjan leik í gærkvöldi. 30. nóvember 2019 12:08