Efling skorar á Ölgerðina að stytta vinnuviku allra Andri Eysteinsson skrifar 6. desember 2019 17:39 Sólveig Anna skoraði á Ölgerðina í bréfi til forstjóra. Vísir/Vilhelm Stéttarfélagið Efling hefur sent Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, áskorun í kjölfar umfjöllunar um málefni starfsmanna í vikunni. Vísir greindi frá að starfsmönnum Ölgerðarinnar sem voru meðlimir í VR hafi verið boðaðir á fund forsvarsmanna. Var starfsmönnum þar boðnir þrír kostir, ganga úr VR og í Eflingu, halda sér í VR en vinna samkvæmt Eflingu eða vera sagt upp frá og með síðustu mánaðamótum með þriggja mánaða uppsagnarfresti.Sjá einnig: Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar útÍ bréfi sínu til forstjóra Ölgerðarinnar segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að þó núgildandi kjarasamningur Eflingar og SA skapi Ölgerðinni ekki skyldu um að stytta vinnuvikuna um níu mínútur líkt og í samningi VR sé ekkert því til fyrirstöðu að fyrirtæki veiti þeim sem starfi undir öðrum samningum sömu styttingu. Einnig sé í kjarasamningi Eflingar og SA að finna sérstakar heimildir til þess að framkvæma slíka styttingu. „Með hliðsjón af ofangreindu skora ég f.h. Eflingar – stéttarfélags á þig að veita starfsmönnum sem starfa samkvæmt kjarasamningi Eflingar sams konar styttingu og þeim sem starfa samkvæmt samningi VR,“ segir í bréfi Sólveigar Önnu til Andra Þórs dagsettu í dag, 6. desember 2019. Þá segir einnig í bréfinu að fyrir hönd Eflingar fagni formaðurinn leiðréttingu félagsaðildar starfsmanna þar sem sumir starfsmannanna hafi unnið störf sem falla heldur undir samningsvið Eflingar en VR.Andri Þór Guðmundsson er forstjóri Ölgerðarinnar.„Samkvæmt heimildum mínum hefur Ölgerðin um árabil lagt blessun sína yfir félagsaðild umræddra starfsmanna að VR í skriflegum ráðningarsamningum og greitt stéttarfélagsgjöld af þeim til VR,“ segir í bréfinu. Með þessu hafi Ölgerðin, að dómi Sólveigar Önnu, gefið starfsmönnunum fyrirheit um að þeir fái notið kjara samninga VR, séu þeir samningar betri en samningar Eflingar í einhverjum atriðum. „Tómlæti Ölgerðarinnar gagnvart leiðréttingu félagsaðildar skapar að mínum dómi gild réttlætisrök fyrir því að fyrirtækið veiti umræddum starfsmönnum kjarabætur sem haldast í hendur við þá stéttarfélagsaðild sem fyrirtækið hefur samþykkt árum saman athugasemdalaust,“ segir í bréfinu. Fyrr í vikunni sagði Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR, í kvöldfréttum Stöðvar 2 að Ölgerðin væri eina fyrirtækið þar sem reynt hafi að færa fólk úr einu stéttarfélagi í annað til þess að sleppa undan styttingu vinnuvikunnar. Í yfirlýsingu Ölgerðarinnar sagði þó að fyrirtækið hefði skriflega staðfestingu frá VR um að starfsmennirnir njóti betri kjara hvað vinnutíma og laun varði en Lífskjarasamningurinn kveði á um.Sjá einnig: Segja starfsmenn þegar með styttri vinnuvikuEnn fremur segir í yfirlýsingunni síðustu daga hafi verið unnið að samræmingu innan deilda meðal starfsmanna lagers og bílstjóra. Tilgangurinn hafi verið að freista þess að allir starfsmenn hverrar deildar fyrir sig tækju kjör og réttindi eins stéttarfélags. Mikilvægt sé að ef breytingar verði á samningum gangi það sama yfir alla. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Stéttarfélagið Efling hefur sent Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, áskorun í kjölfar umfjöllunar um málefni starfsmanna í vikunni. Vísir greindi frá að starfsmönnum Ölgerðarinnar sem voru meðlimir í VR hafi verið boðaðir á fund forsvarsmanna. Var starfsmönnum þar boðnir þrír kostir, ganga úr VR og í Eflingu, halda sér í VR en vinna samkvæmt Eflingu eða vera sagt upp frá og með síðustu mánaðamótum með þriggja mánaða uppsagnarfresti.Sjá einnig: Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar útÍ bréfi sínu til forstjóra Ölgerðarinnar segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að þó núgildandi kjarasamningur Eflingar og SA skapi Ölgerðinni ekki skyldu um að stytta vinnuvikuna um níu mínútur líkt og í samningi VR sé ekkert því til fyrirstöðu að fyrirtæki veiti þeim sem starfi undir öðrum samningum sömu styttingu. Einnig sé í kjarasamningi Eflingar og SA að finna sérstakar heimildir til þess að framkvæma slíka styttingu. „Með hliðsjón af ofangreindu skora ég f.h. Eflingar – stéttarfélags á þig að veita starfsmönnum sem starfa samkvæmt kjarasamningi Eflingar sams konar styttingu og þeim sem starfa samkvæmt samningi VR,“ segir í bréfi Sólveigar Önnu til Andra Þórs dagsettu í dag, 6. desember 2019. Þá segir einnig í bréfinu að fyrir hönd Eflingar fagni formaðurinn leiðréttingu félagsaðildar starfsmanna þar sem sumir starfsmannanna hafi unnið störf sem falla heldur undir samningsvið Eflingar en VR.Andri Þór Guðmundsson er forstjóri Ölgerðarinnar.„Samkvæmt heimildum mínum hefur Ölgerðin um árabil lagt blessun sína yfir félagsaðild umræddra starfsmanna að VR í skriflegum ráðningarsamningum og greitt stéttarfélagsgjöld af þeim til VR,“ segir í bréfinu. Með þessu hafi Ölgerðin, að dómi Sólveigar Önnu, gefið starfsmönnunum fyrirheit um að þeir fái notið kjara samninga VR, séu þeir samningar betri en samningar Eflingar í einhverjum atriðum. „Tómlæti Ölgerðarinnar gagnvart leiðréttingu félagsaðildar skapar að mínum dómi gild réttlætisrök fyrir því að fyrirtækið veiti umræddum starfsmönnum kjarabætur sem haldast í hendur við þá stéttarfélagsaðild sem fyrirtækið hefur samþykkt árum saman athugasemdalaust,“ segir í bréfinu. Fyrr í vikunni sagði Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR, í kvöldfréttum Stöðvar 2 að Ölgerðin væri eina fyrirtækið þar sem reynt hafi að færa fólk úr einu stéttarfélagi í annað til þess að sleppa undan styttingu vinnuvikunnar. Í yfirlýsingu Ölgerðarinnar sagði þó að fyrirtækið hefði skriflega staðfestingu frá VR um að starfsmennirnir njóti betri kjara hvað vinnutíma og laun varði en Lífskjarasamningurinn kveði á um.Sjá einnig: Segja starfsmenn þegar með styttri vinnuvikuEnn fremur segir í yfirlýsingunni síðustu daga hafi verið unnið að samræmingu innan deilda meðal starfsmanna lagers og bílstjóra. Tilgangurinn hafi verið að freista þess að allir starfsmenn hverrar deildar fyrir sig tækju kjör og réttindi eins stéttarfélags. Mikilvægt sé að ef breytingar verði á samningum gangi það sama yfir alla.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira