Hægt verður að segja upp veiðiheimildum eða gera þær tímabundnar verði nýtt auðlindaákvæði að lögum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. desember 2019 12:20 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákvæðið eigi að tryggi almenningi yfirráðarétt yfir auðlindunum. vísir/vilhelm Forsætisráðherra segir að verði nýtt auðlindaákvæði í stjórnarskránni samþykkt verði annað hvort hægt að segja upp veiðiheimildum í sjávarútvegi eða þær verði tímabundnar. Formaður Viðreisnar telur á ákvæðið þurfi að taka skýrar á þessum þáttum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar voru spurðar út í Samherjamálið á Sprengisandi í morgun og ræddu í því samhengi báðar um mikilvægi nýs auðlindaákvæðis í stjórnarskránni. Í samráðsgátt stjórnvalda er frumvarp um málið kynnt og lagt til að við stjórnskipularlög bætist að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni þá séu náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarétti þjóðareign. Enginn geti fengið þessi gæði til varanlegrar eignar eða afnota. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þetta tryggi almenningi yfirráðarétt yfir auðlindunum. „Þá erum við að festa í sessi þjóðareign á auðlindum sem vegur þá á móti eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Og skilgreinir það með skýrum hætti að þessir tilteknu þættir – það sem við getum kallað auðlindir í þjóðareign þar sem fiskurinn í sjónum er tvímælalaust á meðal – þær verði ekki afhentar með varanlegum hætti. Það er bara svo,“ segir Katrín.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmÞorgerður Katrín segir nauðsynlegt að útskýra málið enn frekar. „Við sjáum það og heyrðum það á fundinum á föstudaginn meðal formanna að það eru einstaklingar sem álíta sem svo að það sé hægt að afhenda auðlindir til ótímabundins tíma gegn uppsagnarákvæði. Við þurfum að skýra þetta betur.“ Katrín segir ákvæðið skýrt. „Verði þetta stjórnarskrárákvæði að veruleika – og við vorum nú bara að funda um þetta á föstudaginn – þá er það alveg á hreinu að túlkun þess hlýtur að vera sú að annað hvort eru þessar heimildir uppsegjanlegar eða tímabundnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Sjávarútvegur Sprengisandur Stjórnarskrá Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Forsætisráðherra segir að verði nýtt auðlindaákvæði í stjórnarskránni samþykkt verði annað hvort hægt að segja upp veiðiheimildum í sjávarútvegi eða þær verði tímabundnar. Formaður Viðreisnar telur á ákvæðið þurfi að taka skýrar á þessum þáttum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar voru spurðar út í Samherjamálið á Sprengisandi í morgun og ræddu í því samhengi báðar um mikilvægi nýs auðlindaákvæðis í stjórnarskránni. Í samráðsgátt stjórnvalda er frumvarp um málið kynnt og lagt til að við stjórnskipularlög bætist að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni þá séu náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarétti þjóðareign. Enginn geti fengið þessi gæði til varanlegrar eignar eða afnota. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þetta tryggi almenningi yfirráðarétt yfir auðlindunum. „Þá erum við að festa í sessi þjóðareign á auðlindum sem vegur þá á móti eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Og skilgreinir það með skýrum hætti að þessir tilteknu þættir – það sem við getum kallað auðlindir í þjóðareign þar sem fiskurinn í sjónum er tvímælalaust á meðal – þær verði ekki afhentar með varanlegum hætti. Það er bara svo,“ segir Katrín.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmÞorgerður Katrín segir nauðsynlegt að útskýra málið enn frekar. „Við sjáum það og heyrðum það á fundinum á föstudaginn meðal formanna að það eru einstaklingar sem álíta sem svo að það sé hægt að afhenda auðlindir til ótímabundins tíma gegn uppsagnarákvæði. Við þurfum að skýra þetta betur.“ Katrín segir ákvæðið skýrt. „Verði þetta stjórnarskrárákvæði að veruleika – og við vorum nú bara að funda um þetta á föstudaginn – þá er það alveg á hreinu að túlkun þess hlýtur að vera sú að annað hvort eru þessar heimildir uppsegjanlegar eða tímabundnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sjávarútvegur Sprengisandur Stjórnarskrá Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira