Atli Már hrósar sigri í Guðmundar Spartakusar-málum Jakob Bjarnar skrifar 9. desember 2019 09:49 Guðmundur Spartakus og Atli Már sem faganar nú áfangasigri í máli sem hefur lengi verið fyrir dómstólum. Guðmundur er líklega ekki eins kátur og Atli. Vísir/Vilhelm Atli Már Gylfason blaðamaður fagnar sigri í máli sem Guðmundur Spartakus Ómarsson höfðaði á hendur honum. Atli Már telur þetta mál nú að baki. Málinu var vísað frá Hæstarétti í morgun. „Til að Guðmundur Spartakus geti fari áfram með málið þarf hann standa skil á 2,6 milljónum króna. Þar af er 1,6 milljón í málskostnað og síðan þarf hann að greiða mér milljón vegna málskostnaðar í héraði. Til þess að fara af stað aftur með þetta mál þarf Guðmundur Spartakus að inna af hendi 2,6 milljónir króna og ég held að það sé mjög ólíklegt.“ Atli Már ánægður með niðurstöðuna Dómur sem var að falla nú í morgun í Hæstarétti markar endalok þess sem Atli Már kallar á þriggja ára baráttu fyrir réttlæti fyrir dómsstólum. „Ég er hæstánægður með þessa niðurstöðu. Þetta, samt sem áður, er lítil sárabót fyrir fjölskyldu Friðriks Kristjánssonar sem hefur leitað hans ákaft í sex ár, eða frá árinu 2013 en þá hvarf hann í Suður-Ameríku.“ Atli Már vakti nokkra athygli þegar hann mætti á einu stigi þessa máls í dómssal í sérhönnuðum bol með áletruninni Hvar er Frikki?visir/vilhelm Málið sjálft er verulega óhugnanlegt en Atli Már greindi frá því á sínum tíma að ónefndur maður hélt á afskornu höfði Friðriks í plastpoka einhver staðar í Suður-Ameríku. Guðmundur Spartakus hefur haldið því fram að það megi túlka sem svo að um sig hafi verið að ræða, í fréttaflutningi Atla Más en því hefur lögmaður Atla Más hafnað. „Fjölskylda Friðriks hefur allan þennan tíma reynt að hafa uppá Guðmundi Spartakusi Ómarssyni því fjölskyldan hefur talið hann búa yfir mikilvægum upplýsingum um hvarf Friðriks. En allan þennan tíma hefur hann ekki svarað fyrirspurnum fjölskyldunnar.“ Málið tekið mikið á Guðmundur Spartakus kærði Atla Má sem var vann málið í héraðsdómi. Guðmundur Spartakus áfrýjaði og vann þá málið fyrir Landsrétti. Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður áfrýjaði þá fyrir hönd Atla Más til Hæstaréttar og nú stendur málið þannig að sögn Gunnars Inga að það er komið aftur á byrjunarreit. Og í raun gott betur því ef halda á áfram með málið verið Guðmundur Spartakus að reiða fram 2,6 milljónir króna. „Hæstiréttur, sem er mekka réttarfars í landinu, vísar þessu frá þannig að það er ekki einu sinni á spilaborðinu. Við vorum ekki að vinna málið en tókst að fá því vísað úr réttarsölum. Þannig að þetta er mikill áfangasigur,“ segir Gunnar Ingi í samtali við Vísi. Hann segir að Guðmundi Spartakusi hafi ekki tekist að sýna undir rekstri þessa máls að hann ætti neinna hagsmuna að gæta, þá í þeirri merkingu að ekki sé hægt að draga þá ályktun að um hann sé að ræða í fréttaflutningi Atla Más. Atli Már segir þetta mál, sem nú hefur velkst lengi fyrir dómsstólum, hafa tekið mikið á. „Á mig og fjölskylduna sem hefur á þessum tíma þurft að þola hótanir og nafnlausar símhringingar. Samt ekkert á við það sem fjölskylda Friðriks hefur mátt ganga í gegnum. Ég get nú farið að snúa mér að einhverju öðru. Byrjaður aftur í blaðamennskunni á fullu og ég held áfram að fjalla um þetta mál og önnur sem eiga erindi við almenning,“ segir Atli Már sem nýlega var ráðinn til starfa á DV. Dómstólar Fjölmiðlar Hvarf Friðriks Kristjánssonar Tengdar fréttir Guðmundur Spartakus til Íslands vegna máls gegn Atla Má Landsréttur mun fjalla um mál Guðmundar Spartakusar gegn Atla Má Gylfasyni á nýju ári. 14. desember 2018 13:11 Ruiz mun bera vitni í máli Guðmundar Spartakusar gegn Atla Má Atli Már er krafinn um í það minnsta tíu milljónir króna í stefnu. 18. apríl 2018 09:00 Þvertekur fyrir tengsl við fíkniefnaheiminn og segist ekki þekkja Svedda tönn Guðmundur Spartakus segist byggja brunna og setja upp girðingastaura í Paragvæ. 28. febrúar 2019 10:19 Atli Már segist hafa unnið orrustuna en tapað stríðinu Blaðamaðurinn Atli Már Gylfason var nokkuð kátur eftir að hann var sýknaður af kröfum Guðmundar Spartakusar Ómarssonar í meiðyrðamáli 31. maí 2018 15:15 RÚV taldi ódýrara að greiða Guðmundi Spartakus 2,5 milljónir króna Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins mátu það svo að staða þeirra fyrir dómi væri veik og hagstæðara væri að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 2,5 milljónir króna til að losna við meiðyrðamál hans. RÚV hefur ekki áður greitt fyrir að komast hjá málshöfðun. 28. september 2017 06:00 Atli Már sýknaður í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 31. maí 2018 14:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Atli Már Gylfason blaðamaður fagnar sigri í máli sem Guðmundur Spartakus Ómarsson höfðaði á hendur honum. Atli Már telur þetta mál nú að baki. Málinu var vísað frá Hæstarétti í morgun. „Til að Guðmundur Spartakus geti fari áfram með málið þarf hann standa skil á 2,6 milljónum króna. Þar af er 1,6 milljón í málskostnað og síðan þarf hann að greiða mér milljón vegna málskostnaðar í héraði. Til þess að fara af stað aftur með þetta mál þarf Guðmundur Spartakus að inna af hendi 2,6 milljónir króna og ég held að það sé mjög ólíklegt.“ Atli Már ánægður með niðurstöðuna Dómur sem var að falla nú í morgun í Hæstarétti markar endalok þess sem Atli Már kallar á þriggja ára baráttu fyrir réttlæti fyrir dómsstólum. „Ég er hæstánægður með þessa niðurstöðu. Þetta, samt sem áður, er lítil sárabót fyrir fjölskyldu Friðriks Kristjánssonar sem hefur leitað hans ákaft í sex ár, eða frá árinu 2013 en þá hvarf hann í Suður-Ameríku.“ Atli Már vakti nokkra athygli þegar hann mætti á einu stigi þessa máls í dómssal í sérhönnuðum bol með áletruninni Hvar er Frikki?visir/vilhelm Málið sjálft er verulega óhugnanlegt en Atli Már greindi frá því á sínum tíma að ónefndur maður hélt á afskornu höfði Friðriks í plastpoka einhver staðar í Suður-Ameríku. Guðmundur Spartakus hefur haldið því fram að það megi túlka sem svo að um sig hafi verið að ræða, í fréttaflutningi Atla Más en því hefur lögmaður Atla Más hafnað. „Fjölskylda Friðriks hefur allan þennan tíma reynt að hafa uppá Guðmundi Spartakusi Ómarssyni því fjölskyldan hefur talið hann búa yfir mikilvægum upplýsingum um hvarf Friðriks. En allan þennan tíma hefur hann ekki svarað fyrirspurnum fjölskyldunnar.“ Málið tekið mikið á Guðmundur Spartakus kærði Atla Má sem var vann málið í héraðsdómi. Guðmundur Spartakus áfrýjaði og vann þá málið fyrir Landsrétti. Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður áfrýjaði þá fyrir hönd Atla Más til Hæstaréttar og nú stendur málið þannig að sögn Gunnars Inga að það er komið aftur á byrjunarreit. Og í raun gott betur því ef halda á áfram með málið verið Guðmundur Spartakus að reiða fram 2,6 milljónir króna. „Hæstiréttur, sem er mekka réttarfars í landinu, vísar þessu frá þannig að það er ekki einu sinni á spilaborðinu. Við vorum ekki að vinna málið en tókst að fá því vísað úr réttarsölum. Þannig að þetta er mikill áfangasigur,“ segir Gunnar Ingi í samtali við Vísi. Hann segir að Guðmundi Spartakusi hafi ekki tekist að sýna undir rekstri þessa máls að hann ætti neinna hagsmuna að gæta, þá í þeirri merkingu að ekki sé hægt að draga þá ályktun að um hann sé að ræða í fréttaflutningi Atla Más. Atli Már segir þetta mál, sem nú hefur velkst lengi fyrir dómsstólum, hafa tekið mikið á. „Á mig og fjölskylduna sem hefur á þessum tíma þurft að þola hótanir og nafnlausar símhringingar. Samt ekkert á við það sem fjölskylda Friðriks hefur mátt ganga í gegnum. Ég get nú farið að snúa mér að einhverju öðru. Byrjaður aftur í blaðamennskunni á fullu og ég held áfram að fjalla um þetta mál og önnur sem eiga erindi við almenning,“ segir Atli Már sem nýlega var ráðinn til starfa á DV.
Dómstólar Fjölmiðlar Hvarf Friðriks Kristjánssonar Tengdar fréttir Guðmundur Spartakus til Íslands vegna máls gegn Atla Má Landsréttur mun fjalla um mál Guðmundar Spartakusar gegn Atla Má Gylfasyni á nýju ári. 14. desember 2018 13:11 Ruiz mun bera vitni í máli Guðmundar Spartakusar gegn Atla Má Atli Már er krafinn um í það minnsta tíu milljónir króna í stefnu. 18. apríl 2018 09:00 Þvertekur fyrir tengsl við fíkniefnaheiminn og segist ekki þekkja Svedda tönn Guðmundur Spartakus segist byggja brunna og setja upp girðingastaura í Paragvæ. 28. febrúar 2019 10:19 Atli Már segist hafa unnið orrustuna en tapað stríðinu Blaðamaðurinn Atli Már Gylfason var nokkuð kátur eftir að hann var sýknaður af kröfum Guðmundar Spartakusar Ómarssonar í meiðyrðamáli 31. maí 2018 15:15 RÚV taldi ódýrara að greiða Guðmundi Spartakus 2,5 milljónir króna Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins mátu það svo að staða þeirra fyrir dómi væri veik og hagstæðara væri að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 2,5 milljónir króna til að losna við meiðyrðamál hans. RÚV hefur ekki áður greitt fyrir að komast hjá málshöfðun. 28. september 2017 06:00 Atli Már sýknaður í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 31. maí 2018 14:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Guðmundur Spartakus til Íslands vegna máls gegn Atla Má Landsréttur mun fjalla um mál Guðmundar Spartakusar gegn Atla Má Gylfasyni á nýju ári. 14. desember 2018 13:11
Ruiz mun bera vitni í máli Guðmundar Spartakusar gegn Atla Má Atli Már er krafinn um í það minnsta tíu milljónir króna í stefnu. 18. apríl 2018 09:00
Þvertekur fyrir tengsl við fíkniefnaheiminn og segist ekki þekkja Svedda tönn Guðmundur Spartakus segist byggja brunna og setja upp girðingastaura í Paragvæ. 28. febrúar 2019 10:19
Atli Már segist hafa unnið orrustuna en tapað stríðinu Blaðamaðurinn Atli Már Gylfason var nokkuð kátur eftir að hann var sýknaður af kröfum Guðmundar Spartakusar Ómarssonar í meiðyrðamáli 31. maí 2018 15:15
RÚV taldi ódýrara að greiða Guðmundi Spartakus 2,5 milljónir króna Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins mátu það svo að staða þeirra fyrir dómi væri veik og hagstæðara væri að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 2,5 milljónir króna til að losna við meiðyrðamál hans. RÚV hefur ekki áður greitt fyrir að komast hjá málshöfðun. 28. september 2017 06:00
Atli Már sýknaður í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 31. maí 2018 14:00