Tíundi desember er runninn upp, annar í aðventu að baki og fjórtán dagar til jóla.
Vísir ætlar að gleðja lesendur sína með jóladagatali þar sem leitað verður í gullkistuna á sjónvarps- og útvarpsvefnum. Óhætt er að segja að þar sé hægt að gleyma sér við áhorf á gamalt og gott efni.
Hér að neðan má sjá eftirminnilegt atriði úr jólaþætti Loga í jólastemmningu í desember 2010. Fréttakonan Lára Ómarsdóttir fór þá í yfirhalningu hjá þeim Ásdísi Rán og Kalla Berndsen.