Öllu Ameríkuflugi aflýst á morgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. desember 2019 17:22 Icelandair hefur aflýst öllu flugi sínu eftir hádegi á morgun samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar. Vísir/vilhelm Öllu flugi Icelandair til Bandaríkjanna síðdegis á morgun hefur verið aflýst samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar. Flugi Icelandair til Kaupmannahafnar klukkan 14 hefur einnig verið aflýst sem og flugi félagsins til London Heathrow klukkan 16:15. Þá hefur öllum komum Icelandair á Keflavíkurflugvelli milli klukkan 14:05 og 16:00 verið aflýst sem og komum frá Kaupmannahöfn og London Heathrow um kvöldið. Önnur flug til og frá Keflavíkurflugvelli er á áætlun. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að ákvarðanir um að fella niður flug vegna veðurs sé alfarið í höndum flugrekenda en Isavia hafi það hlutverk að veita flugrekendum bestu mögulegu upplýsingar hverju sinni um aðstæður og veður á vellinum. Eins og fréttastofa hefur fjallað um í dag er miklu aftakaveðri spáð á landinu á morgun þar sem appelsínugular viðvaranir eru í gildi á nánast öllu landinu frá morgni og fram á miðvikudag. Fréttatilkynning frá Icelandair raskana á flugi þriðjudaginn 10. desember Vegna yfirvofandi óveðurs á morgun hefur verið gripið til fyrirbyggjandi aðgerða hjá Icelandair en gert er ráð fyrir að raskanir á flugi muni hafa áhrif á yfir 4000 farþega. Búið er að upplýsa alla farþega um röskunina og unnið er að endurbókun. Farþegar munu fá senda uppfærða ferðaáætlun í tölvupósti en geta einnig fylgst með “umsjón með bókun” á heimasíðu Icelandair. Þar eru flugupplýsingar uppfærðar um leið og breytingar liggja fyrir og þar geta farþegar jafnframt uppfært netföng og símanúmer þannig að hægt sé að koma skilaboðum til þeirra hratt og örugglega.Sjá hér fyrir neðan fréttatilkynningu frá Icelandair vegna morgundagsins:Flug til og frá Evrópu Gert er ráð fyrir að allt flug til Evrópu verði á áætlun í fyrramálið. Hins vegar hefur öllu flugi frá Evrópu til Íslands á morgun verið seinkað og búið er að setja upp ný flug fyrir viðkomandi farþega. Gert er ráð fyrir að brottför þeirra frá Evrópu verði við fyrsta tækifæri á miðvikudagsmorgun. Tengifarþegar sem eru á leið frá Evrópu til Norður Ameríku verða endurbókað með öðrum flugfélögum.Öllum brottförum frá Keflavík seinnipartinn aflýst Þá hefur öllu flugi til Evrópu og Bandaríkjanna frá Keflavík seinnipartinn á morgun verið aflýst. Icelandair hefur þegar haft samband við farþega vegna endurbókunar en 170 farþegar þáðu boð um að flýta brottför til dagsins í dag. Þrátt fyrir það verða um erlendir 520 farþegar sem eiga flug til Evrópu og Bandaríkjanna seinnipartinn á morgun áfram hér á Íslandi og mun Icelandair útvega þeim hótelgistingu. Þar að auki er verið að vinna í því að endurbóka tengifarþega sem eiga bókað frá Bandaríkjunum til Evrópu á morgun með öðrum flugfélögum. Miðað við núverandi veðurspá, er vonast til að flug verði að mestu leyti á áætlun frá Keflavík á miðvikudagsmorgun en þó ert gert ráð fyrir einhverjum seinkunum, t.d. til Manchester og Osló.Fréttin var uppfærð kl. 17:54 með tilkynningu Icelandair. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Öllu flugi Icelandair til Bandaríkjanna síðdegis á morgun hefur verið aflýst samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar. Flugi Icelandair til Kaupmannahafnar klukkan 14 hefur einnig verið aflýst sem og flugi félagsins til London Heathrow klukkan 16:15. Þá hefur öllum komum Icelandair á Keflavíkurflugvelli milli klukkan 14:05 og 16:00 verið aflýst sem og komum frá Kaupmannahöfn og London Heathrow um kvöldið. Önnur flug til og frá Keflavíkurflugvelli er á áætlun. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að ákvarðanir um að fella niður flug vegna veðurs sé alfarið í höndum flugrekenda en Isavia hafi það hlutverk að veita flugrekendum bestu mögulegu upplýsingar hverju sinni um aðstæður og veður á vellinum. Eins og fréttastofa hefur fjallað um í dag er miklu aftakaveðri spáð á landinu á morgun þar sem appelsínugular viðvaranir eru í gildi á nánast öllu landinu frá morgni og fram á miðvikudag. Fréttatilkynning frá Icelandair raskana á flugi þriðjudaginn 10. desember Vegna yfirvofandi óveðurs á morgun hefur verið gripið til fyrirbyggjandi aðgerða hjá Icelandair en gert er ráð fyrir að raskanir á flugi muni hafa áhrif á yfir 4000 farþega. Búið er að upplýsa alla farþega um röskunina og unnið er að endurbókun. Farþegar munu fá senda uppfærða ferðaáætlun í tölvupósti en geta einnig fylgst með “umsjón með bókun” á heimasíðu Icelandair. Þar eru flugupplýsingar uppfærðar um leið og breytingar liggja fyrir og þar geta farþegar jafnframt uppfært netföng og símanúmer þannig að hægt sé að koma skilaboðum til þeirra hratt og örugglega.Sjá hér fyrir neðan fréttatilkynningu frá Icelandair vegna morgundagsins:Flug til og frá Evrópu Gert er ráð fyrir að allt flug til Evrópu verði á áætlun í fyrramálið. Hins vegar hefur öllu flugi frá Evrópu til Íslands á morgun verið seinkað og búið er að setja upp ný flug fyrir viðkomandi farþega. Gert er ráð fyrir að brottför þeirra frá Evrópu verði við fyrsta tækifæri á miðvikudagsmorgun. Tengifarþegar sem eru á leið frá Evrópu til Norður Ameríku verða endurbókað með öðrum flugfélögum.Öllum brottförum frá Keflavík seinnipartinn aflýst Þá hefur öllu flugi til Evrópu og Bandaríkjanna frá Keflavík seinnipartinn á morgun verið aflýst. Icelandair hefur þegar haft samband við farþega vegna endurbókunar en 170 farþegar þáðu boð um að flýta brottför til dagsins í dag. Þrátt fyrir það verða um erlendir 520 farþegar sem eiga flug til Evrópu og Bandaríkjanna seinnipartinn á morgun áfram hér á Íslandi og mun Icelandair útvega þeim hótelgistingu. Þar að auki er verið að vinna í því að endurbóka tengifarþega sem eiga bókað frá Bandaríkjunum til Evrópu á morgun með öðrum flugfélögum. Miðað við núverandi veðurspá, er vonast til að flug verði að mestu leyti á áætlun frá Keflavík á miðvikudagsmorgun en þó ert gert ráð fyrir einhverjum seinkunum, t.d. til Manchester og Osló.Fréttin var uppfærð kl. 17:54 með tilkynningu Icelandair.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira