Rauð veðurviðvörun á Ströndum og Norðurlandi vestra: „Veðrið stendur lengur og landshlutinn einangrast“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. desember 2019 18:43 Rauð veðurviðvörun tekur gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan 17 á morgun og er í gildi til klukkan eitt aðra nótt. Frá klukkan 7 í fyrramálið og til klukkan 17 er appelsínugul veðurviðvörun í gildi í þessum sama landshluta. „Munurinn er kannski svolítið sá að veðrið stendur lengur og landshlutinn einangrast svolítið. Það er útlit fyrir að það verði það slæmt veður að það verði ekki hægt að koma fólki til aðstoðar ef eitthvað gerist,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, aðspurð um muninn á appelsínugulri og rauðri viðvörun.Sjá einnig:Óvissustigi lýst yfir og rauð veðurviðvörun í fyrsta sinn Kerfið byggi á því að hugsa um samfélagsleg áhrif og ef þau eru orðin mjög mikil þá fer kerfið í rauða viðvörun. „Það verður blindhríð þarna í mjög langan tíma og svo þennan ofsalega mikla vind og þessa ofsalega miklu ölduhæð. Þannig að þegar þetta leggst allt saman þá er þetta orðið mjög áhrifamikið veður. Fyrir þennan almenna borgara þá þýðir þetta bara að fólk á að halda sig heima,“ segir Elín Björk sem ráðleggur fólki á Ströndum og Norðurlandi vestra að fara ekki fet á morgun heldur halda sig alfarið heima við. Ljóst er að samgöngur í landshlutanum munu lamast og þá hefur skólastarfi í grunnskólunum á Blönduósi, Hólmavík, Skagaströnd, í Árskóla, Húnavallaskóla og Grunnskóla Húnaþings vestra verið aflýst samkvæmt upplýsingum á vefsíðum skólanna. „Það er í rauninni langmestur vindur þarna. Það er spá 32, 33 metrum á sekúndu alveg frá 17 til eitt eftir miðnætti og það er áberandi meira en í öðrum landshlutum,“ segir Elín Björk og bætir við að veðrinu fylgi líka mjög mikil ofankoma. „Þetta gengur í þetta fárviðri eða ofsaveður snemma í fyrramálið á þessum slóðum þannig að fólk ætti bara ekki að fara fet og halda sig heima á meðan veðrið gengur yfir, en huga að eignum og munum í dag, passa að það sé ekkert sem geti farið af stað og tryggja það sem er hægt,“ segir Elín Björk. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Eigendur skipa og báta hugi sérstaklega að þeim vegna veðurs Landhelgisgæsla Íslands hvetur eigendur og umsjónarmenn skipa og báta í höfnum að huga sérstaklega að þeim við þær veðuraðstæður sem skapast geta á næstu dögum vegna vonskuveðurs sem spáð er. 9. desember 2019 15:08 Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012 Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. 9. desember 2019 11:19 Rauð veðurviðvörun í fyrsta sinn Rauð veðurviðvörun mun taka gildi í fyrsta sinn hér á landi klukkan 17 á morgun og nær hún til Norðurlands vestra og Stranda. 9. desember 2019 17:28 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Rauð veðurviðvörun tekur gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan 17 á morgun og er í gildi til klukkan eitt aðra nótt. Frá klukkan 7 í fyrramálið og til klukkan 17 er appelsínugul veðurviðvörun í gildi í þessum sama landshluta. „Munurinn er kannski svolítið sá að veðrið stendur lengur og landshlutinn einangrast svolítið. Það er útlit fyrir að það verði það slæmt veður að það verði ekki hægt að koma fólki til aðstoðar ef eitthvað gerist,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, aðspurð um muninn á appelsínugulri og rauðri viðvörun.Sjá einnig:Óvissustigi lýst yfir og rauð veðurviðvörun í fyrsta sinn Kerfið byggi á því að hugsa um samfélagsleg áhrif og ef þau eru orðin mjög mikil þá fer kerfið í rauða viðvörun. „Það verður blindhríð þarna í mjög langan tíma og svo þennan ofsalega mikla vind og þessa ofsalega miklu ölduhæð. Þannig að þegar þetta leggst allt saman þá er þetta orðið mjög áhrifamikið veður. Fyrir þennan almenna borgara þá þýðir þetta bara að fólk á að halda sig heima,“ segir Elín Björk sem ráðleggur fólki á Ströndum og Norðurlandi vestra að fara ekki fet á morgun heldur halda sig alfarið heima við. Ljóst er að samgöngur í landshlutanum munu lamast og þá hefur skólastarfi í grunnskólunum á Blönduósi, Hólmavík, Skagaströnd, í Árskóla, Húnavallaskóla og Grunnskóla Húnaþings vestra verið aflýst samkvæmt upplýsingum á vefsíðum skólanna. „Það er í rauninni langmestur vindur þarna. Það er spá 32, 33 metrum á sekúndu alveg frá 17 til eitt eftir miðnætti og það er áberandi meira en í öðrum landshlutum,“ segir Elín Björk og bætir við að veðrinu fylgi líka mjög mikil ofankoma. „Þetta gengur í þetta fárviðri eða ofsaveður snemma í fyrramálið á þessum slóðum þannig að fólk ætti bara ekki að fara fet og halda sig heima á meðan veðrið gengur yfir, en huga að eignum og munum í dag, passa að það sé ekkert sem geti farið af stað og tryggja það sem er hægt,“ segir Elín Björk.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Eigendur skipa og báta hugi sérstaklega að þeim vegna veðurs Landhelgisgæsla Íslands hvetur eigendur og umsjónarmenn skipa og báta í höfnum að huga sérstaklega að þeim við þær veðuraðstæður sem skapast geta á næstu dögum vegna vonskuveðurs sem spáð er. 9. desember 2019 15:08 Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012 Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. 9. desember 2019 11:19 Rauð veðurviðvörun í fyrsta sinn Rauð veðurviðvörun mun taka gildi í fyrsta sinn hér á landi klukkan 17 á morgun og nær hún til Norðurlands vestra og Stranda. 9. desember 2019 17:28 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Eigendur skipa og báta hugi sérstaklega að þeim vegna veðurs Landhelgisgæsla Íslands hvetur eigendur og umsjónarmenn skipa og báta í höfnum að huga sérstaklega að þeim við þær veðuraðstæður sem skapast geta á næstu dögum vegna vonskuveðurs sem spáð er. 9. desember 2019 15:08
Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012 Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. 9. desember 2019 11:19
Rauð veðurviðvörun í fyrsta sinn Rauð veðurviðvörun mun taka gildi í fyrsta sinn hér á landi klukkan 17 á morgun og nær hún til Norðurlands vestra og Stranda. 9. desember 2019 17:28