Óskar svara vegna samkomulags ríkislögreglustjóra við tólf stjórnendur hjá embættinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. desember 2019 09:00 Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, vill vita hvaða heimildir forstöðumenn ríkisstofnanna hafi til að taka ákvarðanir sem leiði af sér nýjar fjárhagslegar skuldbindingar. Vísir/Vilhelm Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur óskað eftir svörum frá fjármála- og efnahagsráðherra vegna samnings sem gerður var við tólf aðstoðar- og yfirlögregluþjóna hjá embætti ríkislögreglustjóra sem meðal annars felur í sér betri kjör á borð við aukin lífeyrisréttindi. „Það var forstöðumaður ríkisstofnunar sem breytti samsetningu heildarlauna hjá tilteknum starfsmönnum, þetta var ekki spurning um fjárhæðina heildarlaunanna heldur hvernig þau eru sett saman,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu.Rúv greindi frá því um miðjan október að tólf aðstoðar- og yfirlögregluþjónum hafi verið boðinn samningur sem tryggi þeim betri kjör. Meðal þess sem felist í samkomulaginu sé að fimmtíu yfirvinnustundir færist inn í föst mánaðarlaun þeirra starfsmanna sem um ræðir en með því aukist lífeyrisréttindi þeirra sem greiði iðgjöld í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.Sjá einnig: Bjóða betri kjör fyrir æðstu stjórnendur hjá ríkislögreglustjóraÍ fyrirspurn Ólafs sem dreift var á Alþingi í síðustu viku er óskað eftir svörum fjármála- og efnahagsráðherra við því hvort breytt samsetning heildarlauna ríkisstarfsmanna í B-deild LSR, á borð við þá sem ríkislögreglustjóri er sagður hafa samið um, leiði til hækkunar lífeyris þeirra starfsmanna sem í hlut eiga. Fyrirspurn Ólafs er í sex liðum en hann vill meðal annars fá svör við því hvort að ráðherra telji forstöðumenn ríkisstofnana eigi að geta lagt frjálst mat á það hverjir af starfsmönnum ríkisins fái notið aukinna lífeyrisréttinda. „Það kemur sem sagt fram að þetta muni hafa áhrif á lífeyrisgreiðslur og þar með er spurningin þessi; hvaða heimildir hafa forstöðumenn ríkisstofnanna til þess að taka ákvarðanir sem að leiða af sér nýjar skuldbindingar, fjárhagslegar skuldbindingar, fyrir stofnun eins og Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna?“ segir Ólafur. Hann vilji vita hvaða heimildir forstöðumenn á borð við ríkislögreglustjóra hafi í þessum efnum og forstöðumenn hvaða ríkisstofnanna hafi slíkar heimildir. „Ég er ekki með neinar slíkar tilgátur,“ segir Ólafur, spurður hvort hann telji að þarna kunni eitthvað ekki að standast lög. „Ég bara vænti þess að fá góð og greið svör við þessum spurningum,“ bætir hann við. „Ég ítreka það að þetta er eitt af því sem að er lykilþáttur í starfsemi Alþingis, alþingismanna, að hafa virkt eftirlitshlutverk með ákvörðunum á vettvangi framkvæmdavaldsins.“ Alþingi Kjaramál Lögreglan Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur óskað eftir svörum frá fjármála- og efnahagsráðherra vegna samnings sem gerður var við tólf aðstoðar- og yfirlögregluþjóna hjá embætti ríkislögreglustjóra sem meðal annars felur í sér betri kjör á borð við aukin lífeyrisréttindi. „Það var forstöðumaður ríkisstofnunar sem breytti samsetningu heildarlauna hjá tilteknum starfsmönnum, þetta var ekki spurning um fjárhæðina heildarlaunanna heldur hvernig þau eru sett saman,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu.Rúv greindi frá því um miðjan október að tólf aðstoðar- og yfirlögregluþjónum hafi verið boðinn samningur sem tryggi þeim betri kjör. Meðal þess sem felist í samkomulaginu sé að fimmtíu yfirvinnustundir færist inn í föst mánaðarlaun þeirra starfsmanna sem um ræðir en með því aukist lífeyrisréttindi þeirra sem greiði iðgjöld í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.Sjá einnig: Bjóða betri kjör fyrir æðstu stjórnendur hjá ríkislögreglustjóraÍ fyrirspurn Ólafs sem dreift var á Alþingi í síðustu viku er óskað eftir svörum fjármála- og efnahagsráðherra við því hvort breytt samsetning heildarlauna ríkisstarfsmanna í B-deild LSR, á borð við þá sem ríkislögreglustjóri er sagður hafa samið um, leiði til hækkunar lífeyris þeirra starfsmanna sem í hlut eiga. Fyrirspurn Ólafs er í sex liðum en hann vill meðal annars fá svör við því hvort að ráðherra telji forstöðumenn ríkisstofnana eigi að geta lagt frjálst mat á það hverjir af starfsmönnum ríkisins fái notið aukinna lífeyrisréttinda. „Það kemur sem sagt fram að þetta muni hafa áhrif á lífeyrisgreiðslur og þar með er spurningin þessi; hvaða heimildir hafa forstöðumenn ríkisstofnanna til þess að taka ákvarðanir sem að leiða af sér nýjar skuldbindingar, fjárhagslegar skuldbindingar, fyrir stofnun eins og Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna?“ segir Ólafur. Hann vilji vita hvaða heimildir forstöðumenn á borð við ríkislögreglustjóra hafi í þessum efnum og forstöðumenn hvaða ríkisstofnanna hafi slíkar heimildir. „Ég er ekki með neinar slíkar tilgátur,“ segir Ólafur, spurður hvort hann telji að þarna kunni eitthvað ekki að standast lög. „Ég bara vænti þess að fá góð og greið svör við þessum spurningum,“ bætir hann við. „Ég ítreka það að þetta er eitt af því sem að er lykilþáttur í starfsemi Alþingis, alþingismanna, að hafa virkt eftirlitshlutverk með ákvörðunum á vettvangi framkvæmdavaldsins.“
Alþingi Kjaramál Lögreglan Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira