Skoðar hvort hann muni stefna Vigdísi Ari Brynjólfsson skrifar 30. nóvember 2019 08:30 Lögmaður Arons Levís sendi kröfubréf á Vigdísi. Fréttablaðið/Anton Brink Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar er nú að fara yfir það með lögmanni sínum hvort hann muni stefna oddvita Miðflokksins fyrir meiðyrði. Segir hana reyna að höfða til kjósenda sem er reitt út í kerfið. „Maður getur tekið við ýmsu í pólitík en það er ekki hægt að láta það yfir sig ganga að verið sé að rýra mannorð manns fyrir framan alla og koma fram með ósannindi,“ segir Aron Leví Beck, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann er nú að fara yfir það með lögmanni sínum hvort hann muni stefna Vigdísi Hauksdóttur, oddvita Miðflokksins í Reykjavík, fyrir meiðyrði vegna ummæla sem hún lét falla um Aron Leví á fundi borgarstjórnar 19. nóvember síðastliðinn. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær sendi lögmaður Arons Leví bréf á Vigdísi í síðustu viku þar sem henni var gefinn frestur á að biðjast afsökunar og koma með yfirlýsingu um bætta hegðun. Vigdís ætlar ekki að verða við því. „See you in court! Þetta er þannig mál,“ segir Vigdís.Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins.Hann segist ekki ætla að taka ummælum hennar þegjandi, en vilji frekar gera það í gegnum lögmann og dómstóla en með upphrópunum. „Ég get ekki verið að leggjast niður á hennar plan. Ég er ekki á leiðinni með hnúajárn í einhvern drullupoll með Vigdísi í einhverju svona dóti. Það er vonlaust að leggjast svona lágt.“ Aron Leví þvertekur fyrir að hafa staðið í þeirri spillingu sem Vigdís sakar hann um í kringum fyrirhugað verkefni ALDIN Biodome við Stekkjarbakka. Sem nemandi í skipulagsfræðum tók hann þátt í rannsókn á nýtingarmöguleikum affallsvatns úr Laugardalslaug við verkefnið. Vill Vigdís meina að hann vinni að því að koma því í gegnum kerfið, til þess sé hann í stjórnmálum. Aron segir að hann hafi alltaf vikið af fundum þegar málið var til umfjöllunar einmitt til að koma í veg fyrir tortryggni. „Hvar á að draga línuna? Eru bara engar línur í pólitík?“ spyr Aron Leví. „Hún er að draga mína persónu þarna inn án þess að hafa nokkuð fyrir sér. Hún er á atkvæðaveiðum, er að sækja í fólk sem er reitt út í kerfið, það er bara popúlismi.“ Telur hann að Vigdís sé með sig á heilanum, en hún hefur endurtekið málflutning sinn í útvarpsviðtölum á Útvarpi Sögu og á Bylgjunni. „Henni er skítsama um borgarbúa. Hún vill bara pönkast í stjórnsýslunni. Hún var með Dag B. Eggertsson á heilanum og núna er hún komin með mig á heilann. Einhvers staðar hljóta að vera einhver mörk á vitleysunni.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Pólitískur listmálari gefur skít í aðfinnslur Aron Leví Beck fann tónlistina óvænt í genunum. Greindist ungur með ADHD. Opnaði þrjár málverkasýningar í sumar og ætlar að bretta upp ermar sem nýr borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. 11. september 2019 08:15 Krefur Vigdísi um afsökunarbeiðni Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar fer fram á að Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, biðjist afsökunar á ásökunum um spillingu. Í bréfi lögmanns er Vigdísi hótað aðgerðum. Prófessor í sagnfræði man varla eftir öðru eins. 29. nóvember 2019 06:30 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar er nú að fara yfir það með lögmanni sínum hvort hann muni stefna oddvita Miðflokksins fyrir meiðyrði. Segir hana reyna að höfða til kjósenda sem er reitt út í kerfið. „Maður getur tekið við ýmsu í pólitík en það er ekki hægt að láta það yfir sig ganga að verið sé að rýra mannorð manns fyrir framan alla og koma fram með ósannindi,“ segir Aron Leví Beck, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann er nú að fara yfir það með lögmanni sínum hvort hann muni stefna Vigdísi Hauksdóttur, oddvita Miðflokksins í Reykjavík, fyrir meiðyrði vegna ummæla sem hún lét falla um Aron Leví á fundi borgarstjórnar 19. nóvember síðastliðinn. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær sendi lögmaður Arons Leví bréf á Vigdísi í síðustu viku þar sem henni var gefinn frestur á að biðjast afsökunar og koma með yfirlýsingu um bætta hegðun. Vigdís ætlar ekki að verða við því. „See you in court! Þetta er þannig mál,“ segir Vigdís.Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins.Hann segist ekki ætla að taka ummælum hennar þegjandi, en vilji frekar gera það í gegnum lögmann og dómstóla en með upphrópunum. „Ég get ekki verið að leggjast niður á hennar plan. Ég er ekki á leiðinni með hnúajárn í einhvern drullupoll með Vigdísi í einhverju svona dóti. Það er vonlaust að leggjast svona lágt.“ Aron Leví þvertekur fyrir að hafa staðið í þeirri spillingu sem Vigdís sakar hann um í kringum fyrirhugað verkefni ALDIN Biodome við Stekkjarbakka. Sem nemandi í skipulagsfræðum tók hann þátt í rannsókn á nýtingarmöguleikum affallsvatns úr Laugardalslaug við verkefnið. Vill Vigdís meina að hann vinni að því að koma því í gegnum kerfið, til þess sé hann í stjórnmálum. Aron segir að hann hafi alltaf vikið af fundum þegar málið var til umfjöllunar einmitt til að koma í veg fyrir tortryggni. „Hvar á að draga línuna? Eru bara engar línur í pólitík?“ spyr Aron Leví. „Hún er að draga mína persónu þarna inn án þess að hafa nokkuð fyrir sér. Hún er á atkvæðaveiðum, er að sækja í fólk sem er reitt út í kerfið, það er bara popúlismi.“ Telur hann að Vigdís sé með sig á heilanum, en hún hefur endurtekið málflutning sinn í útvarpsviðtölum á Útvarpi Sögu og á Bylgjunni. „Henni er skítsama um borgarbúa. Hún vill bara pönkast í stjórnsýslunni. Hún var með Dag B. Eggertsson á heilanum og núna er hún komin með mig á heilann. Einhvers staðar hljóta að vera einhver mörk á vitleysunni.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Pólitískur listmálari gefur skít í aðfinnslur Aron Leví Beck fann tónlistina óvænt í genunum. Greindist ungur með ADHD. Opnaði þrjár málverkasýningar í sumar og ætlar að bretta upp ermar sem nýr borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. 11. september 2019 08:15 Krefur Vigdísi um afsökunarbeiðni Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar fer fram á að Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, biðjist afsökunar á ásökunum um spillingu. Í bréfi lögmanns er Vigdísi hótað aðgerðum. Prófessor í sagnfræði man varla eftir öðru eins. 29. nóvember 2019 06:30 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Pólitískur listmálari gefur skít í aðfinnslur Aron Leví Beck fann tónlistina óvænt í genunum. Greindist ungur með ADHD. Opnaði þrjár málverkasýningar í sumar og ætlar að bretta upp ermar sem nýr borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. 11. september 2019 08:15
Krefur Vigdísi um afsökunarbeiðni Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar fer fram á að Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, biðjist afsökunar á ásökunum um spillingu. Í bréfi lögmanns er Vigdísi hótað aðgerðum. Prófessor í sagnfræði man varla eftir öðru eins. 29. nóvember 2019 06:30