Þrjú þúsund fleiri á atvinnuleysisskrá en í fyrra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. nóvember 2019 19:30 Atvinnuleysi fer ört vaxandi en þrjú þúsund fleiri eru á atvinnuleysisskrá nú en á sama tíma í fyrra. Hátt í þrjú hundruð hafa misst vinnuna hjá fjármálafyrirtækjum á árinu. Tuttugu manns misstu vinnuna hjá Íslandsbanka í dag en um níutíu starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum hjá bankanum á árinu. Þeir eru hluti af fjölmörgum félögum í Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja sem misst hafa vinnuna á árinu. „Stærstu uppsagnirnar eru hjá Arion banka og svo Íslandsbanka, samtals á þessu ári, en það hefur verið líka hjá dótturfyrirtækjunum sem að bankarnir eiga,“ segir Friðbert Traustason formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.VísirFriðbert segir um fimm hundruð og fimmtíu manns hafi misst vinnuna í fjármálafyrirtækjum frá árinu 20015. Árið í ár slái þó öll met frá hruni. „Það hefur ekki verið svona slæmt frá því 2008, í október og nóvember 2008, þegar að það voru um 700 manns sem misstu vinnuna í kjölfar hrunsins en þetta er langmesta sem við höfum séð á einu ári,“ segir Friðbert. Hann segir misjafnt hversu vel fólki gangi að finna vinnu á ný en það reynist eldra fólki oft erfitt. „Þeir sem eru með mikla menntun á fjármálasviði og upplýsingatækni þeim gengur yfirleitt vel en það er alltaf þessi erfiði hópur sem er á aldrinum fimmtíu og fimm plús mínus og hafa gert þjónustustörf að ævistarfi og eru kannski ekki með mikla formlega menntun en mjög mikla reynslu. Þeim gengur alltaf jafn illa á vinnumarkaðnum,“ segir Friðbert. Þá segir hann hljóðið í sínum félagsmönnum frekar þungt þessa dagana. „Það er ótti og kvíði og á köflum reiði yfir því að vera með þetta stanslausa hagræðingartal yfir sér,“ segir Friðbert. Um sjö þúsund og sjö hundruð manns eru nú á atvinnuleysisskrá. „Það hefur fjölgað á atvinnuleysisskrá töluvert hratt núna á þessu ári. Kannski mest áberandi í kjölfarið á falli WOW í vor. Þá tók það mikið stökk og það hefur fjölgað um þrjú þúsund manns sem er auðvitað töluvert mikið.,“ segir Karl Sigurðsson sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Launþegum í landinu fækkar nú í fyrsta sinn í nærri áratug Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar fækkar launþegum í landinu og miðað við sveiflu undanfarinna ára mun fækkunin halda áfram. Fækkunin kemur fyrst og fremst fram í einkageiranum á meðan opinberum starfsmönnum fjölgar. 15. nóvember 2019 06:00 7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38 Tuttugu misstu vinnuna hjá Íslandsbanka í morgun Fækkað hefur um níutíu starfsmann á árinu hjá bankanum. 20. nóvember 2019 11:14 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2 Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Atvinnuleysi fer ört vaxandi en þrjú þúsund fleiri eru á atvinnuleysisskrá nú en á sama tíma í fyrra. Hátt í þrjú hundruð hafa misst vinnuna hjá fjármálafyrirtækjum á árinu. Tuttugu manns misstu vinnuna hjá Íslandsbanka í dag en um níutíu starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum hjá bankanum á árinu. Þeir eru hluti af fjölmörgum félögum í Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja sem misst hafa vinnuna á árinu. „Stærstu uppsagnirnar eru hjá Arion banka og svo Íslandsbanka, samtals á þessu ári, en það hefur verið líka hjá dótturfyrirtækjunum sem að bankarnir eiga,“ segir Friðbert Traustason formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.VísirFriðbert segir um fimm hundruð og fimmtíu manns hafi misst vinnuna í fjármálafyrirtækjum frá árinu 20015. Árið í ár slái þó öll met frá hruni. „Það hefur ekki verið svona slæmt frá því 2008, í október og nóvember 2008, þegar að það voru um 700 manns sem misstu vinnuna í kjölfar hrunsins en þetta er langmesta sem við höfum séð á einu ári,“ segir Friðbert. Hann segir misjafnt hversu vel fólki gangi að finna vinnu á ný en það reynist eldra fólki oft erfitt. „Þeir sem eru með mikla menntun á fjármálasviði og upplýsingatækni þeim gengur yfirleitt vel en það er alltaf þessi erfiði hópur sem er á aldrinum fimmtíu og fimm plús mínus og hafa gert þjónustustörf að ævistarfi og eru kannski ekki með mikla formlega menntun en mjög mikla reynslu. Þeim gengur alltaf jafn illa á vinnumarkaðnum,“ segir Friðbert. Þá segir hann hljóðið í sínum félagsmönnum frekar þungt þessa dagana. „Það er ótti og kvíði og á köflum reiði yfir því að vera með þetta stanslausa hagræðingartal yfir sér,“ segir Friðbert. Um sjö þúsund og sjö hundruð manns eru nú á atvinnuleysisskrá. „Það hefur fjölgað á atvinnuleysisskrá töluvert hratt núna á þessu ári. Kannski mest áberandi í kjölfarið á falli WOW í vor. Þá tók það mikið stökk og það hefur fjölgað um þrjú þúsund manns sem er auðvitað töluvert mikið.,“ segir Karl Sigurðsson sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Launþegum í landinu fækkar nú í fyrsta sinn í nærri áratug Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar fækkar launþegum í landinu og miðað við sveiflu undanfarinna ára mun fækkunin halda áfram. Fækkunin kemur fyrst og fremst fram í einkageiranum á meðan opinberum starfsmönnum fjölgar. 15. nóvember 2019 06:00 7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38 Tuttugu misstu vinnuna hjá Íslandsbanka í morgun Fækkað hefur um níutíu starfsmann á árinu hjá bankanum. 20. nóvember 2019 11:14 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2 Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Launþegum í landinu fækkar nú í fyrsta sinn í nærri áratug Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar fækkar launþegum í landinu og miðað við sveiflu undanfarinna ára mun fækkunin halda áfram. Fækkunin kemur fyrst og fremst fram í einkageiranum á meðan opinberum starfsmönnum fjölgar. 15. nóvember 2019 06:00
7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38
Tuttugu misstu vinnuna hjá Íslandsbanka í morgun Fækkað hefur um níutíu starfsmann á árinu hjá bankanum. 20. nóvember 2019 11:14