Knattspyrnukonur safna fyrir fjölskyldu Olgu Steinunnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. nóvember 2019 14:30 Olga Steinunn lét eftir sig eiginmann og þrjú börn. Vísir Guðlaug Jónsdóttir og Ásta Árnadóttir, fyrrum landsliðskonur í knattspyrnu, hafa sett af stað söfnun fyrir eiginmann og börn Olgu Steinunnar Weywadt Stefánsdóttur sem lést í sumar eftir erfiða baráttu við krabbamein. Guðlaug og Ásta hafa stofnað styrktarreikning og ætla einnig að halda styrktarmót fyrir allar knattspyrnukonur 20 ára og eldri í Egilshöll 28. desember. „Olga var fædd árið 1975 og lék hún upp yngri flokkana með Val. Olga lék með nokkrum liðum í meistaraflokki hér á landi; Fram, Fjölni, KR, ÍBV, FH og HSH, á árunum 1993-2003, alls 71 leik og skoraði 25 mörk. Olga bjó í Svíþjóð með fjölskyldu sinni en árið 2013 greinist hún með brjóstakrabbamein og flytur til Íslands eftir það,“ segja þær um söfnunina. Olga lést í júlí á þessu ári og lét eftir sig eiginmann og þrjú börn. Olga og eiginmaður hennar, Gísli Álfgeirsson, ræddu opinskátt um meinið og baráttuna í fjölmiðlum. Í stað þess að fara í uppbyggingu á brjóstinu ákvað Olga að fá sér húðflúr yfir örið. Flúrið sýndi hún svo á forsíðu Vikunnar sem vakti mikla athygli.Börnin þeirra Olgu og Gísla voru fimm, sjö og fimmtán ára þegar Olga greindist fyrst. Olga og Gísli sögðu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vor að heilbrigðiskerfið þurfi að halda betur utan um fjölskyldur veikra einstaklinga og búa til betri og upplýstari umgjörð fyrir börn í sorgarferli. „Þið megið allar auglýsa þetta og láta vita, það er öllum á landinu velkomið að styrkja og taka þátt í þessari söfnun okkar. Við erum stoltar að tilkynna ykkur það að við, og þið, ætlið að styrkja fjölskyldu Olgu Steinunnar í ár. Nú er þetta í ykkar höndum, að taka þátt og leggja inn á reikning; 0111-26-702209, kt. 2209715979,“ skrifuðu Guðlaug og Ásta þegar þær auglýstu mótið. Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Krabbameinið er fokking fokk“ „Ég er með eitt húðflúr á löppinni sem er pínulítið mitt einkennismerki, og þar stendur Fuck Cancer,“ segir Olga Steinunn Stefánsdóttir sem missti annað brjóstið eftir að hafa fengið brjóstakrabbamein. 11. janúar 2017 12:30 Olga Steinunn er látin Olga Steinunn Weywadt Stefánsdóttir er látin eftir baráttu sem hún hefur háð við brjóstakrabbamein eftir greiningu árið 2013. 8. júlí 2019 11:20 Betri umgjörð þarf fyrir börn veikra foreldra Kona með ólæknandi krabbamein segir að þegar maður veit að dauðinn er á næsta leyti sé mikilvægt að vita að börnin manns séu í öruggum höndum. Heilbrigðiskerfið þurfi að halda betur utan um fjölskyldur veikra einstaklinga og búa til betri og upplýstari umgjörð fyrir börn í sorgarferli. 1. maí 2019 21:14 Mest lesið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fleiri fréttir Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Sjá meira
Guðlaug Jónsdóttir og Ásta Árnadóttir, fyrrum landsliðskonur í knattspyrnu, hafa sett af stað söfnun fyrir eiginmann og börn Olgu Steinunnar Weywadt Stefánsdóttur sem lést í sumar eftir erfiða baráttu við krabbamein. Guðlaug og Ásta hafa stofnað styrktarreikning og ætla einnig að halda styrktarmót fyrir allar knattspyrnukonur 20 ára og eldri í Egilshöll 28. desember. „Olga var fædd árið 1975 og lék hún upp yngri flokkana með Val. Olga lék með nokkrum liðum í meistaraflokki hér á landi; Fram, Fjölni, KR, ÍBV, FH og HSH, á árunum 1993-2003, alls 71 leik og skoraði 25 mörk. Olga bjó í Svíþjóð með fjölskyldu sinni en árið 2013 greinist hún með brjóstakrabbamein og flytur til Íslands eftir það,“ segja þær um söfnunina. Olga lést í júlí á þessu ári og lét eftir sig eiginmann og þrjú börn. Olga og eiginmaður hennar, Gísli Álfgeirsson, ræddu opinskátt um meinið og baráttuna í fjölmiðlum. Í stað þess að fara í uppbyggingu á brjóstinu ákvað Olga að fá sér húðflúr yfir örið. Flúrið sýndi hún svo á forsíðu Vikunnar sem vakti mikla athygli.Börnin þeirra Olgu og Gísla voru fimm, sjö og fimmtán ára þegar Olga greindist fyrst. Olga og Gísli sögðu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vor að heilbrigðiskerfið þurfi að halda betur utan um fjölskyldur veikra einstaklinga og búa til betri og upplýstari umgjörð fyrir börn í sorgarferli. „Þið megið allar auglýsa þetta og láta vita, það er öllum á landinu velkomið að styrkja og taka þátt í þessari söfnun okkar. Við erum stoltar að tilkynna ykkur það að við, og þið, ætlið að styrkja fjölskyldu Olgu Steinunnar í ár. Nú er þetta í ykkar höndum, að taka þátt og leggja inn á reikning; 0111-26-702209, kt. 2209715979,“ skrifuðu Guðlaug og Ásta þegar þær auglýstu mótið.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Krabbameinið er fokking fokk“ „Ég er með eitt húðflúr á löppinni sem er pínulítið mitt einkennismerki, og þar stendur Fuck Cancer,“ segir Olga Steinunn Stefánsdóttir sem missti annað brjóstið eftir að hafa fengið brjóstakrabbamein. 11. janúar 2017 12:30 Olga Steinunn er látin Olga Steinunn Weywadt Stefánsdóttir er látin eftir baráttu sem hún hefur háð við brjóstakrabbamein eftir greiningu árið 2013. 8. júlí 2019 11:20 Betri umgjörð þarf fyrir börn veikra foreldra Kona með ólæknandi krabbamein segir að þegar maður veit að dauðinn er á næsta leyti sé mikilvægt að vita að börnin manns séu í öruggum höndum. Heilbrigðiskerfið þurfi að halda betur utan um fjölskyldur veikra einstaklinga og búa til betri og upplýstari umgjörð fyrir börn í sorgarferli. 1. maí 2019 21:14 Mest lesið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fleiri fréttir Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Sjá meira
„Krabbameinið er fokking fokk“ „Ég er með eitt húðflúr á löppinni sem er pínulítið mitt einkennismerki, og þar stendur Fuck Cancer,“ segir Olga Steinunn Stefánsdóttir sem missti annað brjóstið eftir að hafa fengið brjóstakrabbamein. 11. janúar 2017 12:30
Olga Steinunn er látin Olga Steinunn Weywadt Stefánsdóttir er látin eftir baráttu sem hún hefur háð við brjóstakrabbamein eftir greiningu árið 2013. 8. júlí 2019 11:20
Betri umgjörð þarf fyrir börn veikra foreldra Kona með ólæknandi krabbamein segir að þegar maður veit að dauðinn er á næsta leyti sé mikilvægt að vita að börnin manns séu í öruggum höndum. Heilbrigðiskerfið þurfi að halda betur utan um fjölskyldur veikra einstaklinga og búa til betri og upplýstari umgjörð fyrir börn í sorgarferli. 1. maí 2019 21:14