Embætti ríkislögreglustjóra þykir augljós ávinningur af því að sameina greiningardeild embættisins, héraðssaksóknara, skattrannsóknarstjóra og miðlæga rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að efla rannóknir á skipulagðri glæpastarfsemi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Einnig er fjallað um kjarabaráttu blaðamanna en mikill hiti var á fundi félaga í Blaðamannafélaginu í dag.
Við segjum frá sérstökum söguþræði fyrir börn í krabbameinsmeðferð þar sem þau þræða ýmis atvik í meðferðinni upp á þráð og við sjáum ótrúlegt myndband af bíl sem ók inn í fiskbúð í Reykjavík.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30
