Vill sameina stofnanir til að efla eftirlit með skipulagðri glæpastarfsemi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. nóvember 2019 19:00 Ríkislögreglustjóri er til húsa við Skúlagötu. Vísir/vilhelm Embætti ríkislögreglustjóra þykir augljós ávinningur af því að sameina greiningardeild embættisins, héraðssaksóknara, skattrannsóknarstjóra og miðlæga rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að efla rannsóknir á skipulagðri glæpastarfsemi. Ríkislögreglustjóri hóf árið 2010 að leggja mat á skipulagaða glæpastarfsemi á Íslandi, og hefur gert reglulega síðan þá. Í mati embættisins 2012 var fjallað um Skipulagða glæpastarfsemi og að stórfelld efnahagsbrot, svokölluð „hvítflibbabrot“ geti fallið undir hugtakið „skipulögð glæpastarfsemi.“ Í skýrslunni kemur jafnframt fram að víða á Vesturlöndum sé nokkur hefð fyrir því að rætt sé um „hvítflibbabrot“ þegar upplýst er um viðskiptabrot sem oftar en ekki fela í sér ólöglegan ávinning af fjármálastarfsemi eða misnotkun á aðstöðu í auðgunarskyni. Orðið „hvítflibbabrot“ þyki við hæfi þegar hlut að máli eiga einstaklingar eða hópar manna sem njóta ákveðinnar stöðu og jafnvel virðingar í samfélaginu. Miðað við mat Ríkislögreglustjóra það ár má ætla að meint brot Samherja í Namibíu, miðað við framkomin gögn, eigið við í nær öllum tilfellum er snerta hvítflibbabrot, það er skipulagða glæpastarfsemi. Runólfur Þórhallsson lögreglufulltrúi hjá embættinu segir rannsókn skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi fyrir komið hjá of mörgum stjórnsýslu- og eftirlitsaðilum. „Við teljum að það væri mun betra fyrir löggæsluna og samfélagið í heild að það væri ein deild með landsvísu umboð sem að hefði skilgreint hlutverk að taka á þessum málum.“ Runólfur segir að með sameiningu héraðssaksóknara, skattrannsóknarstjóra, miðlægrar rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu auk greiningardeildar ríkislögreglustjóra yrði geta til rannsóknar mun öflugri en skipulögð brotastarfsemi hefur aukist ár frá ári og við því þurfi að bregðast. „Við teljum að það yrðu augljós ávinningur af því. Það eru samlegðar áhrif og það að geta hjá einu embætti aukið þekkingu og þetta kostar mannskap og kostar vinnu og mikinn tíma þannig að við teljum það blasa við að undir einum hatti að þá væri hægt að ná mun betri árangri í þessari baráttu.“ Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Embætti ríkislögreglustjóra þykir augljós ávinningur af því að sameina greiningardeild embættisins, héraðssaksóknara, skattrannsóknarstjóra og miðlæga rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að efla rannsóknir á skipulagðri glæpastarfsemi. Ríkislögreglustjóri hóf árið 2010 að leggja mat á skipulagaða glæpastarfsemi á Íslandi, og hefur gert reglulega síðan þá. Í mati embættisins 2012 var fjallað um Skipulagða glæpastarfsemi og að stórfelld efnahagsbrot, svokölluð „hvítflibbabrot“ geti fallið undir hugtakið „skipulögð glæpastarfsemi.“ Í skýrslunni kemur jafnframt fram að víða á Vesturlöndum sé nokkur hefð fyrir því að rætt sé um „hvítflibbabrot“ þegar upplýst er um viðskiptabrot sem oftar en ekki fela í sér ólöglegan ávinning af fjármálastarfsemi eða misnotkun á aðstöðu í auðgunarskyni. Orðið „hvítflibbabrot“ þyki við hæfi þegar hlut að máli eiga einstaklingar eða hópar manna sem njóta ákveðinnar stöðu og jafnvel virðingar í samfélaginu. Miðað við mat Ríkislögreglustjóra það ár má ætla að meint brot Samherja í Namibíu, miðað við framkomin gögn, eigið við í nær öllum tilfellum er snerta hvítflibbabrot, það er skipulagða glæpastarfsemi. Runólfur Þórhallsson lögreglufulltrúi hjá embættinu segir rannsókn skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi fyrir komið hjá of mörgum stjórnsýslu- og eftirlitsaðilum. „Við teljum að það væri mun betra fyrir löggæsluna og samfélagið í heild að það væri ein deild með landsvísu umboð sem að hefði skilgreint hlutverk að taka á þessum málum.“ Runólfur segir að með sameiningu héraðssaksóknara, skattrannsóknarstjóra, miðlægrar rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu auk greiningardeildar ríkislögreglustjóra yrði geta til rannsóknar mun öflugri en skipulögð brotastarfsemi hefur aukist ár frá ári og við því þurfi að bregðast. „Við teljum að það yrðu augljós ávinningur af því. Það eru samlegðar áhrif og það að geta hjá einu embætti aukið þekkingu og þetta kostar mannskap og kostar vinnu og mikinn tíma þannig að við teljum það blasa við að undir einum hatti að þá væri hægt að ná mun betri árangri í þessari baráttu.“
Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira