Á miklu flugi í skoðanakönnunum Ari Brynjólfsson skrifar 23. nóvember 2019 09:00 Miðflokkurinn mælist nú næststærsti flokkur landsins í nýrri skoðanakönnun MMR. Fréttablaðið/Ernir Miðflokkurinn mælist nú næststærsti flokkur landsins með nærri 17 prósenta fylgi í nýrri könnun MMR. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með rúmlega 18 prósent og tapar því fylgi upp á þrjú prósentustig milli kannana MMR. „Ég verð að halda mig við það sem ég sagði fyrir rúmum tíu árum að ég myndi ekki sveiflast eftir skoðanakönnunum, það verður að gilda hvort sem þær fara niður eða upp. Þetta er mjög ánægjuleg vísbending um að fólk kunni að meta að maður haldi sínu striki og sveiflist ekki með tíðarandanum hverju sinni,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. „Pólitíkin verður að vera þannig að maður tali fyrir einhverju sem maður trúi á, hvort sem það er vinsælt þann daginn eða ekki. Annars fara menn að elta umræðu dagsins, þá er lítið varið í stefnu flokkanna. Kjósendur verða að vita hvað maður stendur fyrir og mun standa fyrir í framtíðinni. Það er besta leiðin til að ná árangri í kosningum.“ Sigmundur segir að Miðflokkurinn hafi ekki markvisst sótt fylgi sitt til Sjálfstæðisflokksins. „Hins vegar hefur sá flokkur, sem og hinir stjórnarflokkarnir, yfirgefið sitt fylgi með því að fylgja ekki því góða í þeirra stefnu,“ segir hann. „Hugmyndafræðilega er eitt og annað í þeirra stefnu sem ég tel að þeir hafi gleymt.“ Athygli vekur að niðurstaða MMR er talsvert önnur en kom fram í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup í lok október. Þá mældist Miðflokkurinn með 11,5 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn með 22,7 prósent. Í þjóðarpúlsi fékk Samfylkingin 17,3 prósent en 13,2 í könnun MMR. Í könnun Fréttablaðsins um miðjan október mældist Miðflokkurinn með 11,6 prósenta fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn með 19,6 prósent og Samfylkingin með 18,5 prósent. Nokkru munar á fylgi ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Í könnun MMR mælast þeir samanlagt með 38,1 prósents fylgi sem er á pari við fylgi þeirra í könnun Fréttablaðsins, en hjá Gallup mældust þeir samanlagt með 44,3 prósenta fylgi. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, vill fara varlega í að lesa mikið í einstaka kannanir. „Það þurfa að koma fleiri mælingar á svipuðum slóðum til að hægt sé að draga ályktanir af þessu,“ segir Grétar. „Við höfum séð Miðflokkinn áður rísa upp og falla í könnunum. Við höfum líka séð Sjálfstæðisflokkinn fara undir 20 prósentin. Það er ekkert í könnun MMR sem við höfum ekki séð áður.“ Framsóknarflokkurinn mælist undir 10 prósentum í öllum þremur könnununum, Grétar segir það ekki vera sérstakt áhyggjuefni fyrir flokkinn. „Þeir eru í ríkisstjórn og eru ekki langt undir kjörfylgi. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir eru báðir lengra frá sínu kjörfylgi. Hann segir þó athyglisvert að Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn séu að mælast nánast jafn stórir. „Það þarf þá að rýna í gögnin til að sjá hvort fylgið sé að fara á milli þessara flokka eins og sumir hafa verið að velta fyrir sér. Það þarf þó ekki að vera,“ segir Grétar. Kjörtímabilið er hálfnað, Grétar segir að erfitt sé að segja til um hvernig fylgissveiflurnar koma til með að hafa áhrif á kosningarnar sem fara fram 2021 að öllu óbreyttu. „Sveiflur á miðju kjörtímabilinu segja ekki of mikið um hvað koma skal. Það er spurning hvað sé verið að mæla, hvort það sé dagsformið á kjósendunum eða hugmyndafræðilegir tilflutningar á fylgi.“ Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Miðflokkurinn mælist nú næststærsti flokkur landsins með nærri 17 prósenta fylgi í nýrri könnun MMR. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með rúmlega 18 prósent og tapar því fylgi upp á þrjú prósentustig milli kannana MMR. „Ég verð að halda mig við það sem ég sagði fyrir rúmum tíu árum að ég myndi ekki sveiflast eftir skoðanakönnunum, það verður að gilda hvort sem þær fara niður eða upp. Þetta er mjög ánægjuleg vísbending um að fólk kunni að meta að maður haldi sínu striki og sveiflist ekki með tíðarandanum hverju sinni,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. „Pólitíkin verður að vera þannig að maður tali fyrir einhverju sem maður trúi á, hvort sem það er vinsælt þann daginn eða ekki. Annars fara menn að elta umræðu dagsins, þá er lítið varið í stefnu flokkanna. Kjósendur verða að vita hvað maður stendur fyrir og mun standa fyrir í framtíðinni. Það er besta leiðin til að ná árangri í kosningum.“ Sigmundur segir að Miðflokkurinn hafi ekki markvisst sótt fylgi sitt til Sjálfstæðisflokksins. „Hins vegar hefur sá flokkur, sem og hinir stjórnarflokkarnir, yfirgefið sitt fylgi með því að fylgja ekki því góða í þeirra stefnu,“ segir hann. „Hugmyndafræðilega er eitt og annað í þeirra stefnu sem ég tel að þeir hafi gleymt.“ Athygli vekur að niðurstaða MMR er talsvert önnur en kom fram í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup í lok október. Þá mældist Miðflokkurinn með 11,5 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn með 22,7 prósent. Í þjóðarpúlsi fékk Samfylkingin 17,3 prósent en 13,2 í könnun MMR. Í könnun Fréttablaðsins um miðjan október mældist Miðflokkurinn með 11,6 prósenta fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn með 19,6 prósent og Samfylkingin með 18,5 prósent. Nokkru munar á fylgi ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Í könnun MMR mælast þeir samanlagt með 38,1 prósents fylgi sem er á pari við fylgi þeirra í könnun Fréttablaðsins, en hjá Gallup mældust þeir samanlagt með 44,3 prósenta fylgi. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, vill fara varlega í að lesa mikið í einstaka kannanir. „Það þurfa að koma fleiri mælingar á svipuðum slóðum til að hægt sé að draga ályktanir af þessu,“ segir Grétar. „Við höfum séð Miðflokkinn áður rísa upp og falla í könnunum. Við höfum líka séð Sjálfstæðisflokkinn fara undir 20 prósentin. Það er ekkert í könnun MMR sem við höfum ekki séð áður.“ Framsóknarflokkurinn mælist undir 10 prósentum í öllum þremur könnununum, Grétar segir það ekki vera sérstakt áhyggjuefni fyrir flokkinn. „Þeir eru í ríkisstjórn og eru ekki langt undir kjörfylgi. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir eru báðir lengra frá sínu kjörfylgi. Hann segir þó athyglisvert að Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn séu að mælast nánast jafn stórir. „Það þarf þá að rýna í gögnin til að sjá hvort fylgið sé að fara á milli þessara flokka eins og sumir hafa verið að velta fyrir sér. Það þarf þó ekki að vera,“ segir Grétar. Kjörtímabilið er hálfnað, Grétar segir að erfitt sé að segja til um hvernig fylgissveiflurnar koma til með að hafa áhrif á kosningarnar sem fara fram 2021 að öllu óbreyttu. „Sveiflur á miðju kjörtímabilinu segja ekki of mikið um hvað koma skal. Það er spurning hvað sé verið að mæla, hvort það sé dagsformið á kjósendunum eða hugmyndafræðilegir tilflutningar á fylgi.“
Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira