Bein útsending frá mótmælum á Austurvelli Sylvía Hall skrifar 23. nóvember 2019 13:08 Mótmælin hefjast klukkan 14. Aðsend Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 14 í dag þar sem krafist er afsagnar sjávarútvegsráðherra og ítrekað beiðni um nýja og endurskoðaða stjórnarskrá. Yfirskrift mótmælanna er: „Lýðræði ekki auðræði – Auðlindirnar í okkar hendur!“ og verður hægt að fylgjast með beinni útsendingu hér á Vísi. Katrín Oddsdóttir er fundarstjóri mótmælanna og eru þau Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Atli Þór Fanndal blaðamaður, Þórður Már Jónsson lögmaður og Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, ræðumenn dagsins. Þá mun Hatari einnig koma fram. Í fréttatilkynningu er kallað eftir því að almennir borgarar taki málin í sínar hendur og krefjist lýðræðis. Bæði almenningur í Namibíu og almenningur hér á landi sé arðrændur af íslenskri stórútgerð sem víli ekki fyrir sér að beita mútum.Katrín Oddsdóttir.Aðsend„Óréttlætið þrífst í skjóli úreltrar stjórnarskrár og pólitískrar spillingar. Stjórnmálaflokkar standa auðsveipir gagnvart sérhagsmunum örfárra sem náð hafa heljartaki á þjóðlífinu í skjóli lögverndaðs arðráns og ofsagróða. - Fjárhagsleg samskipti stórútgerða og stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka þarf að rannsaka og skera upp herör gegn skattaskjólum og peningaþvætti,“ segir í tilkynningunni. Þeir sem standa að mótmælunum eru Stjórnarskrárfélagið, Efling, Öryrkjabandalagið, Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá, Gagnsæi: Samtök gegn spillingu, Jæja og Skiltakarlarnir. Þau hafa sett fram þrjár kröfur sem snúa að afsögn ráðherra, lögfestingu nýrrar stjórnarskrár og að arður af nýtingu auðlinda renni í sjóði almennings.Útsendingu er lokið. Alþingi Samherjaskjölin Stjórnarskrá Tengdar fréttir Ormagryfja spillingar og rangláts kerfis hafi afhjúpast Katrín Oddsdóttir, lögmaður og formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir Íslendinga vera góða í að knýja fram breytingar þegar nógu margir standa saman. Það hafi sýnt sig í búsáhaldabyltingunni. Nú sé verið að gera annað áhlaup á eigið kerfi í þeim tilgangi að skapa réttlátt samfélag. 22. nóvember 2019 14:33 Boða til mótmæla á Austurvelli vegna Samherjamálsins Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á laugardaginn klukkan 14:00 undir yfirskriftinni Lýðræði ekki auðræði – Auðlindirnar í okkar hendur! 20. nóvember 2019 11:18 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 14 í dag þar sem krafist er afsagnar sjávarútvegsráðherra og ítrekað beiðni um nýja og endurskoðaða stjórnarskrá. Yfirskrift mótmælanna er: „Lýðræði ekki auðræði – Auðlindirnar í okkar hendur!“ og verður hægt að fylgjast með beinni útsendingu hér á Vísi. Katrín Oddsdóttir er fundarstjóri mótmælanna og eru þau Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Atli Þór Fanndal blaðamaður, Þórður Már Jónsson lögmaður og Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, ræðumenn dagsins. Þá mun Hatari einnig koma fram. Í fréttatilkynningu er kallað eftir því að almennir borgarar taki málin í sínar hendur og krefjist lýðræðis. Bæði almenningur í Namibíu og almenningur hér á landi sé arðrændur af íslenskri stórútgerð sem víli ekki fyrir sér að beita mútum.Katrín Oddsdóttir.Aðsend„Óréttlætið þrífst í skjóli úreltrar stjórnarskrár og pólitískrar spillingar. Stjórnmálaflokkar standa auðsveipir gagnvart sérhagsmunum örfárra sem náð hafa heljartaki á þjóðlífinu í skjóli lögverndaðs arðráns og ofsagróða. - Fjárhagsleg samskipti stórútgerða og stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka þarf að rannsaka og skera upp herör gegn skattaskjólum og peningaþvætti,“ segir í tilkynningunni. Þeir sem standa að mótmælunum eru Stjórnarskrárfélagið, Efling, Öryrkjabandalagið, Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá, Gagnsæi: Samtök gegn spillingu, Jæja og Skiltakarlarnir. Þau hafa sett fram þrjár kröfur sem snúa að afsögn ráðherra, lögfestingu nýrrar stjórnarskrár og að arður af nýtingu auðlinda renni í sjóði almennings.Útsendingu er lokið.
Alþingi Samherjaskjölin Stjórnarskrá Tengdar fréttir Ormagryfja spillingar og rangláts kerfis hafi afhjúpast Katrín Oddsdóttir, lögmaður og formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir Íslendinga vera góða í að knýja fram breytingar þegar nógu margir standa saman. Það hafi sýnt sig í búsáhaldabyltingunni. Nú sé verið að gera annað áhlaup á eigið kerfi í þeim tilgangi að skapa réttlátt samfélag. 22. nóvember 2019 14:33 Boða til mótmæla á Austurvelli vegna Samherjamálsins Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á laugardaginn klukkan 14:00 undir yfirskriftinni Lýðræði ekki auðræði – Auðlindirnar í okkar hendur! 20. nóvember 2019 11:18 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
Ormagryfja spillingar og rangláts kerfis hafi afhjúpast Katrín Oddsdóttir, lögmaður og formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir Íslendinga vera góða í að knýja fram breytingar þegar nógu margir standa saman. Það hafi sýnt sig í búsáhaldabyltingunni. Nú sé verið að gera annað áhlaup á eigið kerfi í þeim tilgangi að skapa réttlátt samfélag. 22. nóvember 2019 14:33
Boða til mótmæla á Austurvelli vegna Samherjamálsins Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á laugardaginn klukkan 14:00 undir yfirskriftinni Lýðræði ekki auðræði – Auðlindirnar í okkar hendur! 20. nóvember 2019 11:18