Segir One Direction ekki hafa haft hugmynd um vanlíðan Zayn Andri Eysteinsson skrifar 24. nóvember 2019 21:51 1D á meðan allt lék í lyndi. Zayn annar frá vinstri og Harry annar frá hægri Getty/NurPhoto Söngvarinn Harry Styles segist ekki hafa haft hugmynd um vanlíðan félaga síns Zayn Malik á meðan þeir unnu saman í strákasveitinni One Direction. Styles segir sömu sögu að segja um aðra meðlimi sveitarinnar. Metro greinir frá. Styles, Malik leiddu saman hesta sína ásamt þeim Louis Tomlinson, Liam Payne og Niall Horan í hljómsveitinni One Direction árið 2010. Sveitin varð til í raunveruleikaþáttunum X-Factor og náði sveitin í kjölfarið gríðarlegum vinsældum. Lög á borð við Story of My Life, Little Things og Best Song Ever trylltu heimsbyggðina og fóru plötur sveitarinnar rakleitt á topp sölulista. Í mars árið 2015 hætti Zayn Malik hins vegar í hljómsveitinni á meðan að á On the Road Again tónleikaferðalagi þeirra stóð. Malik kvaðst þá vilja lifa eðlilegu lífi utan sviðsljóssins og lifa lífi venjulegs 22-ára einstaklings. Ári síðar tók hljómsveitin sér pásu frá samstarfi og hefur ekki komið saman aftur. Í viðtali hjá Zane Lowe hjá Apple Music sagði Styles að félagar Malik hafi ekki tekið eftir því að honum hafi liðið illa. „Ég hélt á þeim tíma að, af því að allt gekk svo vel, að við værum komnir á þann stað að allir væru að njóta lífsins,“ sagði söngvarinn og bætti við að fjórmenningarnir sem eftir stóðu hafi fyrst áttað sig á vanlíðan Malik þegar hann hætti.Styles sagðist þó skilja ákvörðun Zayn. „Af hverju ætti hann að halda áfram að semja tónlist með okkur þegar hann vill það ekki.“Liam Payne, ræddi einnig Zayn Malik á dögunum, þegar hann var gestur í spjallþætti Jonathan Ross. Sagði Payne þá að hann teldi það í hæsta máta ólíklegt að Zayn myndi taka þátt í mögulegri endurkomu sveitarinnar. Tónlist Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Söngvarinn Harry Styles segist ekki hafa haft hugmynd um vanlíðan félaga síns Zayn Malik á meðan þeir unnu saman í strákasveitinni One Direction. Styles segir sömu sögu að segja um aðra meðlimi sveitarinnar. Metro greinir frá. Styles, Malik leiddu saman hesta sína ásamt þeim Louis Tomlinson, Liam Payne og Niall Horan í hljómsveitinni One Direction árið 2010. Sveitin varð til í raunveruleikaþáttunum X-Factor og náði sveitin í kjölfarið gríðarlegum vinsældum. Lög á borð við Story of My Life, Little Things og Best Song Ever trylltu heimsbyggðina og fóru plötur sveitarinnar rakleitt á topp sölulista. Í mars árið 2015 hætti Zayn Malik hins vegar í hljómsveitinni á meðan að á On the Road Again tónleikaferðalagi þeirra stóð. Malik kvaðst þá vilja lifa eðlilegu lífi utan sviðsljóssins og lifa lífi venjulegs 22-ára einstaklings. Ári síðar tók hljómsveitin sér pásu frá samstarfi og hefur ekki komið saman aftur. Í viðtali hjá Zane Lowe hjá Apple Music sagði Styles að félagar Malik hafi ekki tekið eftir því að honum hafi liðið illa. „Ég hélt á þeim tíma að, af því að allt gekk svo vel, að við værum komnir á þann stað að allir væru að njóta lífsins,“ sagði söngvarinn og bætti við að fjórmenningarnir sem eftir stóðu hafi fyrst áttað sig á vanlíðan Malik þegar hann hætti.Styles sagðist þó skilja ákvörðun Zayn. „Af hverju ætti hann að halda áfram að semja tónlist með okkur þegar hann vill það ekki.“Liam Payne, ræddi einnig Zayn Malik á dögunum, þegar hann var gestur í spjallþætti Jonathan Ross. Sagði Payne þá að hann teldi það í hæsta máta ólíklegt að Zayn myndi taka þátt í mögulegri endurkomu sveitarinnar.
Tónlist Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira