Ótrúlegt mannhaf beið Flamengo í Rio Arnar Geir Halldórsson skrifar 25. nóvember 2019 08:00 Það var stemning í Rio í gær vísir/getty Einn stærsti leikur félagsliðafótboltans á ári hverju er úrslitaleikur Copa Libertadores, Meistaradeild Suður-Ameríku, og hann olli engum vonbrigðum í ár þegar tvö af stærstu liðum álfunnar mættust á laugardag þar sem Flamengo, stærsta lið Brasilíu, atti kappi við River Plate, annað af tveimur stærstu liðum Argentínu. Leikið var í Lima, höfuðborg Perú, og stefndi allt í að River Plate væri að fara að vinna keppnina annað árið í röð þegar Gabriel Barbosa, lánsmaður frá Inter Milan, tók til sinna ráða og skoraði tvö mörk á lokamínútum leiksins. Lokatölur 2-1 eftir svakalega dramatík. Flamengo er bæði ríkasta félag Brasilíu og það félag sem á flesta stuðningsmenn og það sást bersýnilega þegar liðið sneri heim til Rio de Janeiro í gær. Tugir þúsunda fylltu stræti brasilísku stórborgarinnar og hylltu hetjur sínar. Endaði með átökum við lögregluEitthvað virðist fögnuðurinn þó hafa farið úr böndunum því áður en yfir lauk greip óeirðalögreglan til átaka við stuðningsmenn Flamengo. Steinum og flöskum var kastað í átt að lögreglumönnum sem sinntu öryggisgæslu og svaraði lögreglan því með að grípa til vopna. Óeirðalögreglan batt endi á fögnuðinnvísir/gettyFlamengo er sögufrægt félag að mörgu leyti þó það sé ekki það allra sigursælasta í brasilískum fótbolta en öll sigursælustu félögin koma frá Sao Paulo, fjölmennustu borg Brasilíu, en Rio er næstfjölmennasta borgin. Heimavöllur Flamengo er hinn sögufrægi Maracana leikvangur en á honum verður úrslitaleikur Copa Libertadores spilaður á næsta ári. Þetta hefur svo sannarlega verið ár Flamengo því liðið tryggði sér brasilíska meistaratitilinn á dögunum en liðið vann hann síðast árið 2009. Þetta var í annað sinn sem liðið vinnur Copa Libertadores en liðið vann keppnina fyrst 1981 þar sem brasilíska goðsögnin Zico var allt í öllu hjá liðinu. Brasilía Fótbolti Tengdar fréttir Stjóri Flamengo hræðist ekki Liverpool Jorge Jesus, stjóri Flamengo, er klár í slaginn þurfi liðið að mæta Liverpool í HM félagsliða sem fer fram í Katar í næsta mánuði. 24. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið Handbolti Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Íslenski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Í beinni: Espanyol - Barcelona | Fagna þeir titlinum á heimili óvina? Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sjá meira
Einn stærsti leikur félagsliðafótboltans á ári hverju er úrslitaleikur Copa Libertadores, Meistaradeild Suður-Ameríku, og hann olli engum vonbrigðum í ár þegar tvö af stærstu liðum álfunnar mættust á laugardag þar sem Flamengo, stærsta lið Brasilíu, atti kappi við River Plate, annað af tveimur stærstu liðum Argentínu. Leikið var í Lima, höfuðborg Perú, og stefndi allt í að River Plate væri að fara að vinna keppnina annað árið í röð þegar Gabriel Barbosa, lánsmaður frá Inter Milan, tók til sinna ráða og skoraði tvö mörk á lokamínútum leiksins. Lokatölur 2-1 eftir svakalega dramatík. Flamengo er bæði ríkasta félag Brasilíu og það félag sem á flesta stuðningsmenn og það sást bersýnilega þegar liðið sneri heim til Rio de Janeiro í gær. Tugir þúsunda fylltu stræti brasilísku stórborgarinnar og hylltu hetjur sínar. Endaði með átökum við lögregluEitthvað virðist fögnuðurinn þó hafa farið úr böndunum því áður en yfir lauk greip óeirðalögreglan til átaka við stuðningsmenn Flamengo. Steinum og flöskum var kastað í átt að lögreglumönnum sem sinntu öryggisgæslu og svaraði lögreglan því með að grípa til vopna. Óeirðalögreglan batt endi á fögnuðinnvísir/gettyFlamengo er sögufrægt félag að mörgu leyti þó það sé ekki það allra sigursælasta í brasilískum fótbolta en öll sigursælustu félögin koma frá Sao Paulo, fjölmennustu borg Brasilíu, en Rio er næstfjölmennasta borgin. Heimavöllur Flamengo er hinn sögufrægi Maracana leikvangur en á honum verður úrslitaleikur Copa Libertadores spilaður á næsta ári. Þetta hefur svo sannarlega verið ár Flamengo því liðið tryggði sér brasilíska meistaratitilinn á dögunum en liðið vann hann síðast árið 2009. Þetta var í annað sinn sem liðið vinnur Copa Libertadores en liðið vann keppnina fyrst 1981 þar sem brasilíska goðsögnin Zico var allt í öllu hjá liðinu.
Brasilía Fótbolti Tengdar fréttir Stjóri Flamengo hræðist ekki Liverpool Jorge Jesus, stjóri Flamengo, er klár í slaginn þurfi liðið að mæta Liverpool í HM félagsliða sem fer fram í Katar í næsta mánuði. 24. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið Handbolti Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Íslenski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Í beinni: Espanyol - Barcelona | Fagna þeir titlinum á heimili óvina? Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sjá meira
Stjóri Flamengo hræðist ekki Liverpool Jorge Jesus, stjóri Flamengo, er klár í slaginn þurfi liðið að mæta Liverpool í HM félagsliða sem fer fram í Katar í næsta mánuði. 24. nóvember 2019 13:00
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn