Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 12:30 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Baldur Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um hæfisreglur ráðherra á fundi sínum í morgun í ljósi Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom fyrir nefndina. Á fundinum voru þeir ekki beðnir um að leggja sérstakt mat á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vegna málsins heldur voru umræðurnar almenns eðlis, þótt Samherjamálið væri undirliggjandi tilefni fundarins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að það sem fram hafi komið á fundinum hafi ekki orðið til þess að breyta þeirri afstöðu hennar að hún telji að Kristján Þór eigi að segja af sér. Meðal gesta á fundi nefndarinnar voru Jón Ólafsson prófessor í heimspeki, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir dósent við stjórnmálafræðideild, Páll Rafnar Þorsteinsson sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun og Trausti Fannar Valsson, dósent í lögfræði við Háskóla Íslands. Skoða þurfi bæði lagalegar- og siðferðislegar hliðar málsins Gestir voru beðnir að fara almennt yfir það hvernig hæfisreglur stjórnsýsluréttarins gilda gagnvart ráðherrum að sögn Þórhildar Sunnu. „Og líka kannski siðferðislegu hliðina og hliðina sem snýr að því að skapa traust á stjórnmálum og traust á Alþingi og hvernig það virki gagnvart ákvörðunum sjávarútvegsráðherra gagnvart Samherja og líka því til dæmis að hann hafi setið þennan ríkisstjórnarfund þar sem að viðbrögð við Samherjamálinu voru ákveðin,“ sagði Þórhildur Sunna í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sjá einnig: Ríkisstjórnin ætlar að setja aukafjármagn í Samherjarannsóknir „Í fyrsta lagi þá fengum við mjög skýrt fram að til þess að meta nákvæmlega hæfi Kristjáns Þórs í ákvarðanatöku sem hefur áhrif á Samherja og félög því tengd, að þá þarfnist það töluvert meiri yfirlegu heldur en kannski náðist að fara í á þessum fundi og öflun frekari gagna heldur en að við höfum til staðar akkúrat núna,“ sagði Þórhildur Sunna.Frekari upplýsingar gætu átt eftir að koma fram í dagsljósið Aðspurð segist hún telja tilefni vera til þess að skoða hvort fara ætti í slíka úttekt og fara yfir þau gögn sem hún vísar til. „Ég á eftir að leggjast undir feld með það og ræða það við mína félaga hversu umfangsmikil slík rannsókn ætti að vera, hvort það eigi heima hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eða mögulega einhvers staðar annars staðar, þetta er bara eitthvað sem ég mun fara mjög vel yfir,“ segir Þórhildur Sunna. Í slíkri skoðun kynnu nánari upplýsingar að koma fram. „Til dæmis hvort það liggi fyrir í ráðuneytinu upplýsingar um tengd félög, félög sem tengjast Samherja og gætu ollið vanhæfi Kristjáns Þórs. Hafa þessar upplýsingar verið til, eru þær notaðar til hliðsjónar, hefur hann einhvern tímann látið meta hæfi sitt gagnvart tengdum félögum Samherja? Þetta finnst mér forvitnilegar spurningar.“ Spurð hvort afstaða hennar um að hún telji rétt að Kristján Þór segi af sér hafi eitthvað breyst eftir það sem fram kom á fundinum segir hún svo ekki vera. „Nei langt í frá,“ svarar Þórhildur Sunna. Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um hæfisreglur ráðherra á fundi sínum í morgun í ljósi Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom fyrir nefndina. Á fundinum voru þeir ekki beðnir um að leggja sérstakt mat á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vegna málsins heldur voru umræðurnar almenns eðlis, þótt Samherjamálið væri undirliggjandi tilefni fundarins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að það sem fram hafi komið á fundinum hafi ekki orðið til þess að breyta þeirri afstöðu hennar að hún telji að Kristján Þór eigi að segja af sér. Meðal gesta á fundi nefndarinnar voru Jón Ólafsson prófessor í heimspeki, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir dósent við stjórnmálafræðideild, Páll Rafnar Þorsteinsson sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun og Trausti Fannar Valsson, dósent í lögfræði við Háskóla Íslands. Skoða þurfi bæði lagalegar- og siðferðislegar hliðar málsins Gestir voru beðnir að fara almennt yfir það hvernig hæfisreglur stjórnsýsluréttarins gilda gagnvart ráðherrum að sögn Þórhildar Sunnu. „Og líka kannski siðferðislegu hliðina og hliðina sem snýr að því að skapa traust á stjórnmálum og traust á Alþingi og hvernig það virki gagnvart ákvörðunum sjávarútvegsráðherra gagnvart Samherja og líka því til dæmis að hann hafi setið þennan ríkisstjórnarfund þar sem að viðbrögð við Samherjamálinu voru ákveðin,“ sagði Þórhildur Sunna í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sjá einnig: Ríkisstjórnin ætlar að setja aukafjármagn í Samherjarannsóknir „Í fyrsta lagi þá fengum við mjög skýrt fram að til þess að meta nákvæmlega hæfi Kristjáns Þórs í ákvarðanatöku sem hefur áhrif á Samherja og félög því tengd, að þá þarfnist það töluvert meiri yfirlegu heldur en kannski náðist að fara í á þessum fundi og öflun frekari gagna heldur en að við höfum til staðar akkúrat núna,“ sagði Þórhildur Sunna.Frekari upplýsingar gætu átt eftir að koma fram í dagsljósið Aðspurð segist hún telja tilefni vera til þess að skoða hvort fara ætti í slíka úttekt og fara yfir þau gögn sem hún vísar til. „Ég á eftir að leggjast undir feld með það og ræða það við mína félaga hversu umfangsmikil slík rannsókn ætti að vera, hvort það eigi heima hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eða mögulega einhvers staðar annars staðar, þetta er bara eitthvað sem ég mun fara mjög vel yfir,“ segir Þórhildur Sunna. Í slíkri skoðun kynnu nánari upplýsingar að koma fram. „Til dæmis hvort það liggi fyrir í ráðuneytinu upplýsingar um tengd félög, félög sem tengjast Samherja og gætu ollið vanhæfi Kristjáns Þórs. Hafa þessar upplýsingar verið til, eru þær notaðar til hliðsjónar, hefur hann einhvern tímann látið meta hæfi sitt gagnvart tengdum félögum Samherja? Þetta finnst mér forvitnilegar spurningar.“ Spurð hvort afstaða hennar um að hún telji rétt að Kristján Þór segi af sér hafi eitthvað breyst eftir það sem fram kom á fundinum segir hún svo ekki vera. „Nei langt í frá,“ svarar Þórhildur Sunna.
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði