Bjarni rauk af þingfundi í fússi Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2019 16:32 Stjórnarandstaðan sótti hart að fjármálaráðherra á þinginu og létu að liggja að Bjarni færi á skjön með því að fjármagna rannsókn Samherjamálsins með varasjóði en ekki að frá því yrði gengið á fjárlögum að eftirlitsstofnanirnar fengju auknar fjárveitingar. visir/jakob „Meiri þvælan sem kemur fram í umræðunni,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra á þinginu nú fyrir skömmu. Hann krafðist þess að forseti þingsins vítti þingmenn vegna málflutnings þeirra sem hann túlkaði sem svo að verið væri að saka hann um brot á lögum um opinber fjármál. Og rauk við svo búið úr þingsal. Ljóst var að honum rann í skap.Klippa: Bjarni ósáttur með forseta þingsinsVændur um að fara á svig við lög um opinber fjármál Þingmenn Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar sóttu hart að Bjarna á þinginu núna, í dagskráliðnum Fundarstjórn forseta sem tók við af óundirbúnum fyrirspurnum. En þar hafði Ágúst Ólafur Ágústson gefið það til kynna að fjármálaráðherra væri að svipta þingið fjárveitingarvaldi sínu með því að mæta óskum frá þeim stofnunum sem koma að rannsókn Samherjamálsins, héraðssaksóknari og skattrannsóknarstjóra, um aukið fjármagn með því að fara í svokallaða varasjóði. Bjarni sagði ítrekað að þessum óskum um aukið fjármagn yrði mætt.Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar fordæmir vinnubrögðin var meðal þeirra þingmanna sem sóttu að fjármálaráðherra á þinginu nú fyrir stundu.Vísir/Baldur HrafnkellÁgúst Ólafur og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar, ef undan eru skyldir þingmenn Miðflokksins, vísuðu til þess að tillaga þeirra í umræðum um fjárlög um aukið fjármagn til eftirlitsstofnana hafi verið fellt. Vísað var til laga um varasjóði, að þá mætti nota ef mæta þyrfti ófyrirséðum útlátum. Ekki væri um neitt slíkt að ræða. Algerlega væri fyrirsjáanlegt að stofnanirnar, sem þegar sæju ekki út úr augum, þyrftu aukið fjármagn til að rannsaka Samherjamálið. Þetta væri hægt að taka upp á morgun þegar 3. umræða um fjárlög verði tekin fyrir.Bjarna rennur í skap og krefst þess að forseti víti þingmenn Bjarni tók þessu afar óstinnt upp enda er undirtextinn sá að Bjarni vilji ekki gera mikið úr þessari rannsókn. „Ég vísa öllum þessum orðum um rangtúlkun á lögunum til föðurhúsanna.“ Hann sakaði Samfylkinguna jafnframt um pólitíska tækifærismennsku og krafðist þess að forsetinn þingsins vítti þingmenn vegna ásakana um lögbrot en í sæti forseta sat Guðjón S. Brjánsson Samfylkingunni. Nokkrir þingmenn komu í pontu og töldu Bjarna hafa með þessu veist með ómaklegum hætti að forseta. Björn Leví Gunnarsson Pírötum var einn þeirra þingmanna sem gerði sér mat úr orðum Bjarna með að hann teldi sig sitja undir ásökunum um að hafa brotið lög um opinber fjármál. Og sagðist þá bara vilja kvitta undir það. Við það reis Bjarni úr sæti sínu, hreytti ókvæðisorðum í átt að forseta, spurði hann hverskonar fundarstjórn þetta væri, og fór við svo búið úr salnum. Þegar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, fór í pontu til að árétta erindi stjórnarandstöðunnar um að eftirlitsstofnanir yrðu styrktar til að mæta þessu verkefni urðu hróp og köll í þingsal, að þetta væri óboðlegur málflutningur. Þurfti forseti að grípa í taumana. Helga Vala þakkaði honum fyrir góða fundarstjórn og sagði miður að sjá „hversu hæstvirtur fjármálaráðherra virðist vera vanstilltur, ræðst hér að forseta þingsins og rýkur á dyr.“ Hún sagði ljóst að þingmenn stjórnarflokkanna væru almennt vanstilltir vegna þessarar umræðu.Klippa: Helga Vala gagnrýnir fjármálaráðherra Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira
„Meiri þvælan sem kemur fram í umræðunni,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra á þinginu nú fyrir skömmu. Hann krafðist þess að forseti þingsins vítti þingmenn vegna málflutnings þeirra sem hann túlkaði sem svo að verið væri að saka hann um brot á lögum um opinber fjármál. Og rauk við svo búið úr þingsal. Ljóst var að honum rann í skap.Klippa: Bjarni ósáttur með forseta þingsinsVændur um að fara á svig við lög um opinber fjármál Þingmenn Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar sóttu hart að Bjarna á þinginu núna, í dagskráliðnum Fundarstjórn forseta sem tók við af óundirbúnum fyrirspurnum. En þar hafði Ágúst Ólafur Ágústson gefið það til kynna að fjármálaráðherra væri að svipta þingið fjárveitingarvaldi sínu með því að mæta óskum frá þeim stofnunum sem koma að rannsókn Samherjamálsins, héraðssaksóknari og skattrannsóknarstjóra, um aukið fjármagn með því að fara í svokallaða varasjóði. Bjarni sagði ítrekað að þessum óskum um aukið fjármagn yrði mætt.Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar fordæmir vinnubrögðin var meðal þeirra þingmanna sem sóttu að fjármálaráðherra á þinginu nú fyrir stundu.Vísir/Baldur HrafnkellÁgúst Ólafur og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar, ef undan eru skyldir þingmenn Miðflokksins, vísuðu til þess að tillaga þeirra í umræðum um fjárlög um aukið fjármagn til eftirlitsstofnana hafi verið fellt. Vísað var til laga um varasjóði, að þá mætti nota ef mæta þyrfti ófyrirséðum útlátum. Ekki væri um neitt slíkt að ræða. Algerlega væri fyrirsjáanlegt að stofnanirnar, sem þegar sæju ekki út úr augum, þyrftu aukið fjármagn til að rannsaka Samherjamálið. Þetta væri hægt að taka upp á morgun þegar 3. umræða um fjárlög verði tekin fyrir.Bjarna rennur í skap og krefst þess að forseti víti þingmenn Bjarni tók þessu afar óstinnt upp enda er undirtextinn sá að Bjarni vilji ekki gera mikið úr þessari rannsókn. „Ég vísa öllum þessum orðum um rangtúlkun á lögunum til föðurhúsanna.“ Hann sakaði Samfylkinguna jafnframt um pólitíska tækifærismennsku og krafðist þess að forsetinn þingsins vítti þingmenn vegna ásakana um lögbrot en í sæti forseta sat Guðjón S. Brjánsson Samfylkingunni. Nokkrir þingmenn komu í pontu og töldu Bjarna hafa með þessu veist með ómaklegum hætti að forseta. Björn Leví Gunnarsson Pírötum var einn þeirra þingmanna sem gerði sér mat úr orðum Bjarna með að hann teldi sig sitja undir ásökunum um að hafa brotið lög um opinber fjármál. Og sagðist þá bara vilja kvitta undir það. Við það reis Bjarni úr sæti sínu, hreytti ókvæðisorðum í átt að forseta, spurði hann hverskonar fundarstjórn þetta væri, og fór við svo búið úr salnum. Þegar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, fór í pontu til að árétta erindi stjórnarandstöðunnar um að eftirlitsstofnanir yrðu styrktar til að mæta þessu verkefni urðu hróp og köll í þingsal, að þetta væri óboðlegur málflutningur. Þurfti forseti að grípa í taumana. Helga Vala þakkaði honum fyrir góða fundarstjórn og sagði miður að sjá „hversu hæstvirtur fjármálaráðherra virðist vera vanstilltur, ræðst hér að forseta þingsins og rýkur á dyr.“ Hún sagði ljóst að þingmenn stjórnarflokkanna væru almennt vanstilltir vegna þessarar umræðu.Klippa: Helga Vala gagnrýnir fjármálaráðherra
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira