Útilokar ekki frumkvæðisrannsókn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 19:00 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar útilokar ekki að ráðist verði í frumkvæðisrannsókn á hugsanlegu vanhæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom á fund nefndarinnar í morgun þar sem hæfisreglur sem gilda um ráðherra voru til umfjöllunar. Umræðurnar voru almenns eðlis og sérfræðingar ekki beðnir um að leggja sérstakt mat á hæfi sjávarútvegsráðherra í tilfelli Samherjamálsins.Sjá einnig:Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér„Þannig veldur aðkoma að almennum ráðstöfunum, útgáfu reglugerða og þvíumlíkra þátta, almennt ekki vanhæfi. En sérstök hagsmunatengsl sem getur reynt á í einstökum afmörkuðum málum, þær sérstöku stjórnvaldsákvarðanir geta reynt á hæfisreglur en svo hvaða hagsmunaárekstrar það eru sem valda því að maður þarf að víkja, það er næsta spurning sem þá upp kæmi,“ segir Trausti Fannar Valsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, sem var einn þeirra sérfræðinga sem komu fyrir nefndina í morgun. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar telur tilefni til að kalla eftir frekari upplýsingum um tilfelli Kristjáns Þórs og Samherja. „Mér finnst alla veganna mikið tilefni til þess að ræða það með mínu fólki hvort að við eigum að fara fram á frumkvæðisathugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eða hvort að slík athugun eigi mögulega betur heima einhvers staðar annars staðar,“ segir Þórhildur Sunna.Stærra en ráðherrann Þá telur hún mikilvægt að ræða einnig þann þátt málsins sem snýr að trausti og trúverðugleika stjórnkerfisins, en ekki aðeins hvað lítur að lögum og reglum. „Okkur hefur ekki borist sú gæfa, eins og nágrannaþjóðum okkar, að ráðherrar setji hagsmuni stjórnsýslunnar, setji hagsmuni ráðuneytisins, framar sínum eigin hagsmunum að fá að sitja áfram í ráðherrastóli,“ segir Þórhildur Sunna. „Það snýst ekkert endilega um hvort ráðherrann hefur rétt eða rangt fyrir sér eða hvort það er sanngjarnt eða ekki sanngjarnt að hann fái að sitja áfram í embætti. Það á alltaf að vera stærra heldur en hann sjálfur.“ Kristján Þór var spurður á Alþingi í dag hvort afstaða hans til afsagnar hafi breyst. „Ég hyggst einfaldlega vinna mína vinnu með sama hætti eins og ég hef gert, sinna mínu pólitíska starfi sem og embættisskyldum í ráðuneytinu með nákvæmlega sama hætti og af bestu samvisku, gæta að hæfi,“ svaraði Kristján Þór meðal annars. Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um hæfisreglur ráðherra á fundi sínum í morgun í ljósi Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom fyrir nefndina. 25. nóvember 2019 12:30 Hyggst vinna sína vinnu áfram Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, innti eftir viðbröðgum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, við þeim kröfum sem mótmælendur höfðu uppi á útifundinum sem fram fór á Austurvelli um helgina vegna Samherjamálsins. 25. nóvember 2019 15:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar útilokar ekki að ráðist verði í frumkvæðisrannsókn á hugsanlegu vanhæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom á fund nefndarinnar í morgun þar sem hæfisreglur sem gilda um ráðherra voru til umfjöllunar. Umræðurnar voru almenns eðlis og sérfræðingar ekki beðnir um að leggja sérstakt mat á hæfi sjávarútvegsráðherra í tilfelli Samherjamálsins.Sjá einnig:Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér„Þannig veldur aðkoma að almennum ráðstöfunum, útgáfu reglugerða og þvíumlíkra þátta, almennt ekki vanhæfi. En sérstök hagsmunatengsl sem getur reynt á í einstökum afmörkuðum málum, þær sérstöku stjórnvaldsákvarðanir geta reynt á hæfisreglur en svo hvaða hagsmunaárekstrar það eru sem valda því að maður þarf að víkja, það er næsta spurning sem þá upp kæmi,“ segir Trausti Fannar Valsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, sem var einn þeirra sérfræðinga sem komu fyrir nefndina í morgun. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar telur tilefni til að kalla eftir frekari upplýsingum um tilfelli Kristjáns Þórs og Samherja. „Mér finnst alla veganna mikið tilefni til þess að ræða það með mínu fólki hvort að við eigum að fara fram á frumkvæðisathugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eða hvort að slík athugun eigi mögulega betur heima einhvers staðar annars staðar,“ segir Þórhildur Sunna.Stærra en ráðherrann Þá telur hún mikilvægt að ræða einnig þann þátt málsins sem snýr að trausti og trúverðugleika stjórnkerfisins, en ekki aðeins hvað lítur að lögum og reglum. „Okkur hefur ekki borist sú gæfa, eins og nágrannaþjóðum okkar, að ráðherrar setji hagsmuni stjórnsýslunnar, setji hagsmuni ráðuneytisins, framar sínum eigin hagsmunum að fá að sitja áfram í ráðherrastóli,“ segir Þórhildur Sunna. „Það snýst ekkert endilega um hvort ráðherrann hefur rétt eða rangt fyrir sér eða hvort það er sanngjarnt eða ekki sanngjarnt að hann fái að sitja áfram í embætti. Það á alltaf að vera stærra heldur en hann sjálfur.“ Kristján Þór var spurður á Alþingi í dag hvort afstaða hans til afsagnar hafi breyst. „Ég hyggst einfaldlega vinna mína vinnu með sama hætti eins og ég hef gert, sinna mínu pólitíska starfi sem og embættisskyldum í ráðuneytinu með nákvæmlega sama hætti og af bestu samvisku, gæta að hæfi,“ svaraði Kristján Þór meðal annars.
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um hæfisreglur ráðherra á fundi sínum í morgun í ljósi Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom fyrir nefndina. 25. nóvember 2019 12:30 Hyggst vinna sína vinnu áfram Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, innti eftir viðbröðgum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, við þeim kröfum sem mótmælendur höfðu uppi á útifundinum sem fram fór á Austurvelli um helgina vegna Samherjamálsins. 25. nóvember 2019 15:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um hæfisreglur ráðherra á fundi sínum í morgun í ljósi Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom fyrir nefndina. 25. nóvember 2019 12:30
Hyggst vinna sína vinnu áfram Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, innti eftir viðbröðgum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, við þeim kröfum sem mótmælendur höfðu uppi á útifundinum sem fram fór á Austurvelli um helgina vegna Samherjamálsins. 25. nóvember 2019 15:30