Heildartekjur spilakassa 12,2 milljarðar í fyrra Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2019 21:00 Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka mál fíkilsins fyrir en lögmaður mannsins segir málið einfalt, þeir vilja fá spilakassa bannaða hér á landi. Vísir/Baldur Heildartekjur af spilakössum hér á landi voru 12,2 milljarðar í fyrra sem lögmaður segir fengnar frá spilafíklum. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka mál fíkilsins fyrir en lögmaður mannsins segir málið einfalt, þeir vilja fá spilakassa bannaða hér á landi. Íslenska ríkið var sýknað af kröfu Guðlaugs Jakobs Karlsson um skaða- og miskabætur upp á 77 milljónir króna árið 2017. Var því ákveðið að fara með málið fyrir Mannréttindadómstólinn á þeim forsendum að ríkið mismuni honum. „Þetta er þjóðþrifamál. Það þarf að minnka aðgengi að spilakössum. Eina ráðið sem eftir var, var að fara með þetta til Mannréttindadómstólsins. Aðalmarkmiðið er að stöðva þessi spilakassastarfsemi hér á landi. Niðurstaðan í Evrópu getur haft þau áhrif að málið verði tekið aftur upp. Guðlaugur er sviptur frelsi til mannhelgi. Þegar hann kemur inn á spilastað missir hann alla stjórn á sínum gjörðum og hættir ekki fyrr en hann er búinn að tapa öllum peningunum. Þetta er ekki rétt gagnvart öðrum þegnum sem eiga ekki við þessa fíkn að etja. Íslenska ríkið setti lög árið 1994 sem heimilar þetta á kostnað þessara veiku aðila. Spilafíkn er talinn mjög alvarlegur sjúkdómur og hefur stundum verið líkt við heróínfíkn,“ segir lögmaður Guðlaugs, Þórður Sveinsson. Almenn hegningarlög banna fjárhættuspil en ríkið veitir Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspilum undanþágu til að reka spilakassa.Heildartekjur af spilakössum eru gífurlegar. Árið 2018 voru þær 12,2 milljarðar króna.„Þetta er gríðarlegt vandamál. Það er verið að tala um að þetta séu á bilinu 10 til 14 þúsund manns sem eru ánetjaðir spilafíkn. Af þeim eru ungmenni á aldrinum 16 til 20 ára fjögur til fimm þúsund af þeim. Það er sagt að 95 prósent spilafíkla sem halda uppi þessum tekjum,“ segor Þórður. Hann segir Guðlaug hafa tapað gríðarlega miklu í spilakössum. Yfirlit af bankareikningi hans hafi sýnt að hann hafi tekið út um 29 milljónir á þessum stöðum sem starfrækja spilakassa. Er það upphæð sem nær yfir fjölda ára. „En tap hans er miklu meira. Hann hefur tapað 700 þúsund krónum á einum degi. Þó svo að íslenska ríkinu yrði bannað að heimila rekstur spilakassa yrði engu að síður mikið framboð af fjárhættuspili, t.d bara á netinu. Þórður segir bannið eiga þó eftir að breyta miklu. „Það mun breyta öllu. Að mati umbjóðanda míns, sem hefur góða reynslu af þessum málum, hann telur að ef settar verða á fót spilahallir, þar sem hver og einn spilafíkill fengi kort í hendur til að spila fyrir, þá væri hægt að hafa miklu betra eftirlit með þessu. En í dag er ekkert eftirlit með þessu og margir spilastaðir úti um allt land.“ Fjárhættuspil Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Heildartekjur af spilakössum hér á landi voru 12,2 milljarðar í fyrra sem lögmaður segir fengnar frá spilafíklum. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka mál fíkilsins fyrir en lögmaður mannsins segir málið einfalt, þeir vilja fá spilakassa bannaða hér á landi. Íslenska ríkið var sýknað af kröfu Guðlaugs Jakobs Karlsson um skaða- og miskabætur upp á 77 milljónir króna árið 2017. Var því ákveðið að fara með málið fyrir Mannréttindadómstólinn á þeim forsendum að ríkið mismuni honum. „Þetta er þjóðþrifamál. Það þarf að minnka aðgengi að spilakössum. Eina ráðið sem eftir var, var að fara með þetta til Mannréttindadómstólsins. Aðalmarkmiðið er að stöðva þessi spilakassastarfsemi hér á landi. Niðurstaðan í Evrópu getur haft þau áhrif að málið verði tekið aftur upp. Guðlaugur er sviptur frelsi til mannhelgi. Þegar hann kemur inn á spilastað missir hann alla stjórn á sínum gjörðum og hættir ekki fyrr en hann er búinn að tapa öllum peningunum. Þetta er ekki rétt gagnvart öðrum þegnum sem eiga ekki við þessa fíkn að etja. Íslenska ríkið setti lög árið 1994 sem heimilar þetta á kostnað þessara veiku aðila. Spilafíkn er talinn mjög alvarlegur sjúkdómur og hefur stundum verið líkt við heróínfíkn,“ segir lögmaður Guðlaugs, Þórður Sveinsson. Almenn hegningarlög banna fjárhættuspil en ríkið veitir Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspilum undanþágu til að reka spilakassa.Heildartekjur af spilakössum eru gífurlegar. Árið 2018 voru þær 12,2 milljarðar króna.„Þetta er gríðarlegt vandamál. Það er verið að tala um að þetta séu á bilinu 10 til 14 þúsund manns sem eru ánetjaðir spilafíkn. Af þeim eru ungmenni á aldrinum 16 til 20 ára fjögur til fimm þúsund af þeim. Það er sagt að 95 prósent spilafíkla sem halda uppi þessum tekjum,“ segor Þórður. Hann segir Guðlaug hafa tapað gríðarlega miklu í spilakössum. Yfirlit af bankareikningi hans hafi sýnt að hann hafi tekið út um 29 milljónir á þessum stöðum sem starfrækja spilakassa. Er það upphæð sem nær yfir fjölda ára. „En tap hans er miklu meira. Hann hefur tapað 700 þúsund krónum á einum degi. Þó svo að íslenska ríkinu yrði bannað að heimila rekstur spilakassa yrði engu að síður mikið framboð af fjárhættuspili, t.d bara á netinu. Þórður segir bannið eiga þó eftir að breyta miklu. „Það mun breyta öllu. Að mati umbjóðanda míns, sem hefur góða reynslu af þessum málum, hann telur að ef settar verða á fót spilahallir, þar sem hver og einn spilafíkill fengi kort í hendur til að spila fyrir, þá væri hægt að hafa miklu betra eftirlit með þessu. En í dag er ekkert eftirlit með þessu og margir spilastaðir úti um allt land.“
Fjárhættuspil Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira