Litla föndurhornið: Jólaniðurtalning Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. desember 2019 09:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. Mynd/Vísir Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einni jólaföndurafurð á dag með lesendum Vísis, alveg fram að jólum. Í dag 2. desember sýnir hún hvernig á að gera jólaniðurtalningarskrautmun sem aðstoðar börnin við að skilja hversu margir dagar eru til jóla. Við gefum Kristbjörgu orðið.Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/VísirVið vitum öll að tími mömmunnar er dýrmætari en gull, og þá sérstaklega í desember þegar mínúturnar í sólahringnum virðast ennþá færri en venjulega. Ég veit að það tekur ekki langan tíma að svara spurningunni „hvað eru margir dagar til jóla?“ en af hverju að gera það þegar maður getur sloppið við það?Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg keypti þessa plötu, og það fyrsta sem ég gerði var að mála hana rauða, jólasveinarauða. Svo tók ég eina af þessum frábæru glasamottum og málaði bakhliðina á henni svarta með krítarmálningu, ég elska krítarmálningu, þið getið ekki trúað því hvað þessi eina dós hefur dugað mér í mörg verkefni.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg tók svo fjórar íspinnaspýtur, málaði þær gylltar og klippti þær niður þannig að þær mynduðu ramma utan um glasamottuna. Svo límdi ég rammann niður með trélími og voila, beltissylgja.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg notaði krítarmálninguna til að mála rönd sem var jafn breið og beltissylgjan þvert yfir fjölina, til að jólasveinninn fengi belti. Ég er viss um að Stúfur og allir bræður hans eigi mjög sætar brækur, en mig langar ekkert til að sjá þær. Ég fór svo í tölvuna og prentaði út „Það eru dagar til jóla“ og notaði uppáhalds aðferðina mína til að færa textann yfir á sveinka. Þið vitið hvaða aðferð, krassað með blýanti á rönguna á blaðinu, blaðinu snúið við, fest með málningarlímbandi á fjölina og farið yfir útlínur textans með blýantinum.Sjá einnig: Að færa texta yfir á við Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo þegar þú lyftir blaðinu upp þá ættir þú að sjá útlínur textans, kannski ekki mjög augljóst en nóg til að þú getur farið yfir þetta með sérstökum hvítum málningarpenna, svokölluðum paintmarker, dýrka þá. Þegar textinn var kominn þá vildi ég að þetta myndi líta út eins og nokkrar fjalir festar saman þannig að ég tók þunnan svartan paintmarker, stóra reglustiku og útbjó línur lárétt yfir allt spjaldið.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo tók ég svarta málningu og þurrburstaði yfir línurnar, þetta gerði ég til að þetta líti út fyrir að vera eldra en það er, á ensku er þetta kallað „distress.“ Það síðasta sem þú gerir er að festa beltissylgjuna á miðjuna á beltið með trélími. Ég sagði hérna fyrir ofan að ég elskaði paintmarker pennana mína, ég elska líka krítarpennana, og þú getur notað þá til að skrifa á beltissylgjuna hvað það eru margir dagar til jóla.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirOg þá var þetta komið. Ef þú vilt þá getur þú fest eitthvað til að hengja þetta upp á bakhliðinni, en það besta er að núna þarf upptekna mamman aldrei að svara hvað það eru margir dagar til jóla. Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00 Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einni jólaföndurafurð á dag með lesendum Vísis, alveg fram að jólum. Í dag 2. desember sýnir hún hvernig á að gera jólaniðurtalningarskrautmun sem aðstoðar börnin við að skilja hversu margir dagar eru til jóla. Við gefum Kristbjörgu orðið.Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/VísirVið vitum öll að tími mömmunnar er dýrmætari en gull, og þá sérstaklega í desember þegar mínúturnar í sólahringnum virðast ennþá færri en venjulega. Ég veit að það tekur ekki langan tíma að svara spurningunni „hvað eru margir dagar til jóla?“ en af hverju að gera það þegar maður getur sloppið við það?Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg keypti þessa plötu, og það fyrsta sem ég gerði var að mála hana rauða, jólasveinarauða. Svo tók ég eina af þessum frábæru glasamottum og málaði bakhliðina á henni svarta með krítarmálningu, ég elska krítarmálningu, þið getið ekki trúað því hvað þessi eina dós hefur dugað mér í mörg verkefni.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg tók svo fjórar íspinnaspýtur, málaði þær gylltar og klippti þær niður þannig að þær mynduðu ramma utan um glasamottuna. Svo límdi ég rammann niður með trélími og voila, beltissylgja.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg notaði krítarmálninguna til að mála rönd sem var jafn breið og beltissylgjan þvert yfir fjölina, til að jólasveinninn fengi belti. Ég er viss um að Stúfur og allir bræður hans eigi mjög sætar brækur, en mig langar ekkert til að sjá þær. Ég fór svo í tölvuna og prentaði út „Það eru dagar til jóla“ og notaði uppáhalds aðferðina mína til að færa textann yfir á sveinka. Þið vitið hvaða aðferð, krassað með blýanti á rönguna á blaðinu, blaðinu snúið við, fest með málningarlímbandi á fjölina og farið yfir útlínur textans með blýantinum.Sjá einnig: Að færa texta yfir á við Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo þegar þú lyftir blaðinu upp þá ættir þú að sjá útlínur textans, kannski ekki mjög augljóst en nóg til að þú getur farið yfir þetta með sérstökum hvítum málningarpenna, svokölluðum paintmarker, dýrka þá. Þegar textinn var kominn þá vildi ég að þetta myndi líta út eins og nokkrar fjalir festar saman þannig að ég tók þunnan svartan paintmarker, stóra reglustiku og útbjó línur lárétt yfir allt spjaldið.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo tók ég svarta málningu og þurrburstaði yfir línurnar, þetta gerði ég til að þetta líti út fyrir að vera eldra en það er, á ensku er þetta kallað „distress.“ Það síðasta sem þú gerir er að festa beltissylgjuna á miðjuna á beltið með trélími. Ég sagði hérna fyrir ofan að ég elskaði paintmarker pennana mína, ég elska líka krítarpennana, og þú getur notað þá til að skrifa á beltissylgjuna hvað það eru margir dagar til jóla.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirOg þá var þetta komið. Ef þú vilt þá getur þú fest eitthvað til að hengja þetta upp á bakhliðinni, en það besta er að núna þarf upptekna mamman aldrei að svara hvað það eru margir dagar til jóla.
Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00 Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00