Þorsteinn Már hættir í stjórn tveggja breskra félaga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 17:30 Þorsteinn Már Baldvinsson steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja. Hann hefur nú hætt í stjórn tveggja breskra félaga. Vísir/vilhelm Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, hefur sagt sig úr stjórn tveggja breskra sjávarútvegsfélaga, annars vegar Seagold og hins vegar UK Fisheries. Frá þessu greinir norski miðillinn Intrafish sem sérhæfir sig í fréttum um sjávarútveg. Þar kemur fram að útgerðarfyrirtækið Samherji eigi helmingshlut í UK Fisheries á móti hollenska félaginu Parlevliet van der Plas. Seagold er félag í eigu Samherja sem sér um markaðssetningu og sölu á vörum dótturfélags Samherja, Ice-Fresh Seafood, í Bretlandi en fyrr í dag greindi Undercurrent News frá því að breska verslunarkeðjan Sainsbury's sé hætt að kaupa frosinn fisk af umræddu dótturfélagi Samherja í Bretlandi. Ákvörðunin er ekki sögð tengjast Samherjamálinu og en hún var tekin áður en málið kom upp, að því er fram kemur í fréttinni. Þar kemur einnig fram að tveir kínverskir framleiðendur hafi komið í stað Ice Fresh Seafood. Verslunarkeðjan fái nú þorsk, ýsu, ufsa og lax frá þeim. Fyrr í mánuðinum greindi Þorsteinn Már frá því að hann ætlaði að stíga til hliðar tímabundið sem forstjóri Samherja en Björgólfur Jóhannsson tók við sem settur forstjóri útgerðarfyrirtækisins. Áður hefur verið sagt frá því að breskir stórkaupendur á íslenskum fiski fylgist náið með Samherjamálinu. Þannig var sagt frá því í fréttum Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum að talsmaður Marks & Spencer krefjist þess af birgjum sínum að þeir stundi viðskipti á siðferðislegan og löglegan hátt. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamenn undirbúa varnirnar Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. 26. nóvember 2019 06:15 Þorsteinn Már segir sig úr stjórn norskrar útgerðar Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hefur sagt sig úr stjórn norska útgerðarfyrirtækisins Nergård. 22. nóvember 2019 19:17 Sainsbury's hætt að kaupa fisk af Samherja Ákvörðunin tengist ekki Samherjamálinu og var tekin áður en það kom upp að því er kemur fram á sjávarútvegsfréttavefnum Undercurrent News. 26. nóvember 2019 13:20 Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01 Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, hefur sagt sig úr stjórn tveggja breskra sjávarútvegsfélaga, annars vegar Seagold og hins vegar UK Fisheries. Frá þessu greinir norski miðillinn Intrafish sem sérhæfir sig í fréttum um sjávarútveg. Þar kemur fram að útgerðarfyrirtækið Samherji eigi helmingshlut í UK Fisheries á móti hollenska félaginu Parlevliet van der Plas. Seagold er félag í eigu Samherja sem sér um markaðssetningu og sölu á vörum dótturfélags Samherja, Ice-Fresh Seafood, í Bretlandi en fyrr í dag greindi Undercurrent News frá því að breska verslunarkeðjan Sainsbury's sé hætt að kaupa frosinn fisk af umræddu dótturfélagi Samherja í Bretlandi. Ákvörðunin er ekki sögð tengjast Samherjamálinu og en hún var tekin áður en málið kom upp, að því er fram kemur í fréttinni. Þar kemur einnig fram að tveir kínverskir framleiðendur hafi komið í stað Ice Fresh Seafood. Verslunarkeðjan fái nú þorsk, ýsu, ufsa og lax frá þeim. Fyrr í mánuðinum greindi Þorsteinn Már frá því að hann ætlaði að stíga til hliðar tímabundið sem forstjóri Samherja en Björgólfur Jóhannsson tók við sem settur forstjóri útgerðarfyrirtækisins. Áður hefur verið sagt frá því að breskir stórkaupendur á íslenskum fiski fylgist náið með Samherjamálinu. Þannig var sagt frá því í fréttum Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum að talsmaður Marks & Spencer krefjist þess af birgjum sínum að þeir stundi viðskipti á siðferðislegan og löglegan hátt.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamenn undirbúa varnirnar Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. 26. nóvember 2019 06:15 Þorsteinn Már segir sig úr stjórn norskrar útgerðar Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hefur sagt sig úr stjórn norska útgerðarfyrirtækisins Nergård. 22. nóvember 2019 19:17 Sainsbury's hætt að kaupa fisk af Samherja Ákvörðunin tengist ekki Samherjamálinu og var tekin áður en það kom upp að því er kemur fram á sjávarútvegsfréttavefnum Undercurrent News. 26. nóvember 2019 13:20 Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01 Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sjá meira
Samherjamenn undirbúa varnirnar Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. 26. nóvember 2019 06:15
Þorsteinn Már segir sig úr stjórn norskrar útgerðar Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hefur sagt sig úr stjórn norska útgerðarfyrirtækisins Nergård. 22. nóvember 2019 19:17
Sainsbury's hætt að kaupa fisk af Samherja Ákvörðunin tengist ekki Samherjamálinu og var tekin áður en það kom upp að því er kemur fram á sjávarútvegsfréttavefnum Undercurrent News. 26. nóvember 2019 13:20
Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. 18. nóvember 2019 14:01