Vinnur að því að taka barnaverndarmál fastari tökum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 27. nóvember 2019 20:30 Birgir Örn Guðjónsson fer fyrir verkefni sem hefur þann tilgang að koma í veg fyrir það að ofbeldis- og vanrækslumálum sé ekki sinnt. stöð 2 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur að því að taka barnaverndarmál fastari tökum og grípa fyrr inn í málin. Um er að ræða tilraunaverkefni sem unnið er í samstarfi barnaverndar og lögreglu. Í nýjastaþætti Kompás segir 17 ára stúlka, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, sögu sína. Hún segir barnaverndarkerfið hafa brugðist sér. Gögn í máli hennar sína að barnaverndarnefnd Seltjarnarness hafi verið meðvituð um aðstæður hennar, til að mynda að lögregla hafi verið kölluð til á heimili hennar í nokkur skipti vegna heimilisofbeldis. Þá kom lögregla í nokkur skipti óbeint að málinu. Stúlkan var þó aldrei tekin af heimilinu. Í mars hófst tilraunaverkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við Barnavernd Hafnafjarðarbæjar og segir Birgir Örn Guðjónsson sem fer fyrir verkefninu tilganginn meðan annars vera að koma í veg fyrir mál af þessum toga. Reynt sé að grípa fyrr inn í mál og taka þau fastari tökum með samvinnu lögreglu og barnaverndar.„Með því að púsla þessum stofnunum saman þá ættum við að geta unnið þetta miklu betur en við höfum kannski gert. Með því að vinna saman veitum við hvort öðru aðhald,“ segir Birgir. Hann segir verkefnið ganga vel. Frá því það hófst hafi hann unnið í málum 28 barna í Hafnarfirði. Þá eigi verkefnið að koma í veg fyrir áhættuhegðun. „Þegar barn lendir í einhverju alvarlegu , ofbeldi í æsku, einhvers konar misnotkun eða vanrækslu þá á sá einstaklingur miklu meira á hættu með að leiðast út í einhvers konar áhættuhegðun.“ Með verkefninu sé reynt að koma í veg fyrir áhættuhegðun. Tilraunaverkefnið var aðeins ætlað til eins árs en hann vonast til þess að það verði útfært á allt höfuðborgarsvæðið. „Betur sjá augu en auga og með þessari samvinnu náum við vonandi að fækka þessum málum sem annars myndu hugsanlega detta í gegn,“ segir Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður. Barnavernd Lögreglan Tengdar fréttir Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00 Sérstakt að pólitískt skipaðir nefndarmenn taki ákvarðanir í barnaverndarmálum Í Kompás segir 17 ára stúlka frá áralangri vanrækslu í barnæsku og telur hún pólitíska stöðu fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi hafa haft áhrif á mál hennar. 25. nóvember 2019 11:50 Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur að því að taka barnaverndarmál fastari tökum og grípa fyrr inn í málin. Um er að ræða tilraunaverkefni sem unnið er í samstarfi barnaverndar og lögreglu. Í nýjastaþætti Kompás segir 17 ára stúlka, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, sögu sína. Hún segir barnaverndarkerfið hafa brugðist sér. Gögn í máli hennar sína að barnaverndarnefnd Seltjarnarness hafi verið meðvituð um aðstæður hennar, til að mynda að lögregla hafi verið kölluð til á heimili hennar í nokkur skipti vegna heimilisofbeldis. Þá kom lögregla í nokkur skipti óbeint að málinu. Stúlkan var þó aldrei tekin af heimilinu. Í mars hófst tilraunaverkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við Barnavernd Hafnafjarðarbæjar og segir Birgir Örn Guðjónsson sem fer fyrir verkefninu tilganginn meðan annars vera að koma í veg fyrir mál af þessum toga. Reynt sé að grípa fyrr inn í mál og taka þau fastari tökum með samvinnu lögreglu og barnaverndar.„Með því að púsla þessum stofnunum saman þá ættum við að geta unnið þetta miklu betur en við höfum kannski gert. Með því að vinna saman veitum við hvort öðru aðhald,“ segir Birgir. Hann segir verkefnið ganga vel. Frá því það hófst hafi hann unnið í málum 28 barna í Hafnarfirði. Þá eigi verkefnið að koma í veg fyrir áhættuhegðun. „Þegar barn lendir í einhverju alvarlegu , ofbeldi í æsku, einhvers konar misnotkun eða vanrækslu þá á sá einstaklingur miklu meira á hættu með að leiðast út í einhvers konar áhættuhegðun.“ Með verkefninu sé reynt að koma í veg fyrir áhættuhegðun. Tilraunaverkefnið var aðeins ætlað til eins árs en hann vonast til þess að það verði útfært á allt höfuðborgarsvæðið. „Betur sjá augu en auga og með þessari samvinnu náum við vonandi að fækka þessum málum sem annars myndu hugsanlega detta í gegn,“ segir Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður.
Barnavernd Lögreglan Tengdar fréttir Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00 Sérstakt að pólitískt skipaðir nefndarmenn taki ákvarðanir í barnaverndarmálum Í Kompás segir 17 ára stúlka frá áralangri vanrækslu í barnæsku og telur hún pólitíska stöðu fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi hafa haft áhrif á mál hennar. 25. nóvember 2019 11:50 Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00
Sérstakt að pólitískt skipaðir nefndarmenn taki ákvarðanir í barnaverndarmálum Í Kompás segir 17 ára stúlka frá áralangri vanrækslu í barnæsku og telur hún pólitíska stöðu fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi hafa haft áhrif á mál hennar. 25. nóvember 2019 11:50
Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent