Bæjarfulltrúi dæmdur til að greiða þrotabúi 50 milljónir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2019 10:43 Frá Kópavogi. Vísir/Vilhelm Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, þarf að greiða þrotabúi útgerðar sem var í hans eigu 50 milljónir auk dráttarvaxta. Dómur í málinu féll þann 21. nóvember en tekist var á um hvort aflýsing veðskuldabréfs á fasteign væri gjafagerningur eða ekki. RÚV greindi fyrst frá. Þrotabú Sælindar ehf. höfðaði mál á hendur Guðmundi og eiginkonu hans Lindu Jörundsdóttur. Áttu þau hvort sinn 50 prósent eignarhlut í Sælind ehf. Þann 15. janúar 2017 gaf Guðmundur út veðskuldabréf að höfuðstól 50 milljónir króna til 30 ára með fimm prósent vöxtum, þinglýst á 2. veðrétt á fasteign í eigu hans og Lindu í Kópavogi. Kröfuhafi var Sælind ehf. Fyrsti gjalddagi átti að vera 15. mars 2017 og svo mánaðarlega eftir það. Afborganirnar voru aldrei greiddar.Guðmundur Gísli Geirdal hefur setið í bæjarstjórn frá árinu 2014.Mynd/KópavogsbærSælind ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta á síðasta ári og krafðist skiptastjóri þess að Guðmundur og Linda greiddu þrotabúinu 50 milljónir. Kröfunni var hafnað og höfðaði skiptastjóri því mál fyrir dómstólum. Byggði hann kröfu sína á því að þegar veðskuldabréfinu hafi verið aflýst hafi verið fyrirséð að félagið stefndi í þrot. Augljóst hafi verið að aflýsing veðskuldabréfsins hafi haft þann tilgang að koma eignum félagsins undan áður en félagið yrði gjaldþrota. Um gjafagerning hafi verið að ræða. Krafðist skiptastjóri þess að aflýsingunni yrði rift og að Guðmundur og Linda myndi greiða þrotabúinu 50 milljónir. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu í síðustu viku og féll dómur þrotabúinu í vil. Voru Guðmundur og Linda því dæmd til að greiða þrotabúinu milljónirnar 50, auk dráttarvaxta. Guðmundur Gísli er sem fyrr segir bæjarfulltrúi í Kópavogi og í samtali við RÚV segist hann ekki telja að málið hafi áhrif á hans störf í bæjarstjórn. Hann hyggist áfrýja málinu enda telji hann að þau hjónin hafi staðið rétt að málum í tengslum við veðskuldabréfið. Dómsmál Kópavogur Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Sjá meira
Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, þarf að greiða þrotabúi útgerðar sem var í hans eigu 50 milljónir auk dráttarvaxta. Dómur í málinu féll þann 21. nóvember en tekist var á um hvort aflýsing veðskuldabréfs á fasteign væri gjafagerningur eða ekki. RÚV greindi fyrst frá. Þrotabú Sælindar ehf. höfðaði mál á hendur Guðmundi og eiginkonu hans Lindu Jörundsdóttur. Áttu þau hvort sinn 50 prósent eignarhlut í Sælind ehf. Þann 15. janúar 2017 gaf Guðmundur út veðskuldabréf að höfuðstól 50 milljónir króna til 30 ára með fimm prósent vöxtum, þinglýst á 2. veðrétt á fasteign í eigu hans og Lindu í Kópavogi. Kröfuhafi var Sælind ehf. Fyrsti gjalddagi átti að vera 15. mars 2017 og svo mánaðarlega eftir það. Afborganirnar voru aldrei greiddar.Guðmundur Gísli Geirdal hefur setið í bæjarstjórn frá árinu 2014.Mynd/KópavogsbærSælind ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta á síðasta ári og krafðist skiptastjóri þess að Guðmundur og Linda greiddu þrotabúinu 50 milljónir. Kröfunni var hafnað og höfðaði skiptastjóri því mál fyrir dómstólum. Byggði hann kröfu sína á því að þegar veðskuldabréfinu hafi verið aflýst hafi verið fyrirséð að félagið stefndi í þrot. Augljóst hafi verið að aflýsing veðskuldabréfsins hafi haft þann tilgang að koma eignum félagsins undan áður en félagið yrði gjaldþrota. Um gjafagerning hafi verið að ræða. Krafðist skiptastjóri þess að aflýsingunni yrði rift og að Guðmundur og Linda myndi greiða þrotabúinu 50 milljónir. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu í síðustu viku og féll dómur þrotabúinu í vil. Voru Guðmundur og Linda því dæmd til að greiða þrotabúinu milljónirnar 50, auk dráttarvaxta. Guðmundur Gísli er sem fyrr segir bæjarfulltrúi í Kópavogi og í samtali við RÚV segist hann ekki telja að málið hafi áhrif á hans störf í bæjarstjórn. Hann hyggist áfrýja málinu enda telji hann að þau hjónin hafi staðið rétt að málum í tengslum við veðskuldabréfið.
Dómsmál Kópavogur Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Sjá meira