Lækkar laun sjúkraflutningamanna vegna rekstrarvanda Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. nóvember 2019 14:18 Díana Óskarsdóttir er forstjóri HSU. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir það miður að sjúkraflutningamenn líti á það sem hótun samþykki þeir ekki skerðingu launa þeirra.Vísir greindi frá því í morgun að Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefði ákveðið að nýta sér ákvæði í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og breyta vinnufyrirkomulagi sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sem snýr að yfirvinnu. Með ákvörðuninni þurfa sjúkraflutningamenn á svæðinu að taka á sig verulega launalækkun. Díana segir í skriflegu svari til fréttastofu að sjúkraflutningamenn hafi fengið greidda yfirvinnu sem nemi tuttugu mínútum í upphafi og lok hverrar vaktar og kallaður er samvistartími. Hún segir fyrirkomulagið ekki tíðkast meðal annarra starfsmanna stofnunarinnar. Díana segir jafnframt að samkvæmt kjarasamningum eigi samvistarstund að rúmast innan vinnutíma. Það eigi að vera innan verkahrings varðstjóra og yfirmanna að tryggja að upplýsingar fari á milli vakta. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur fyrirkomulagið um yfirvinnutímanna verið lengi við lýði á meðal sjúkraflutningamanna. Díana segir það ekki hafa verið samþykkt af hálfu framkvæmdastjórnar og samningar þess eðlis ekki verið gerðir. Hún áréttar að framkvæmdastjórn hafi átt fund með fulltrúum starfsmanna sem og fulltrúa frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Aðspurð um hvort frekari hagræðingar séu fyrirhugaðar hjá stofnuninni eða hvort framkvæmdastjórn eða forstjóri muni lækka laun sín til hagræðingar segist Díana ekki geta rætt einstaka samninga. Hún segir að varðandi reksturinn þurfi stöðugt að leita leiða til hagræðingar og á saman tíma auka þjónustu við sjúklinga, sem séu alltaf í forgangi. Rekstrarstaða Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sé þung, því sé eðlilegt að grípa í taumana. Díana segir að ákvörðunin sé liður í því. Árborg Sjúkraflutningar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hóta sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi taki þeir ekki á sig launalækkun Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur ákveðið að nýta sér ákvæði í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og breyta vinnufyrirkomulagi sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sem snýr að yfirvinnu og skerða þannig kjör þeirra. 28. nóvember 2019 09:15 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir það miður að sjúkraflutningamenn líti á það sem hótun samþykki þeir ekki skerðingu launa þeirra.Vísir greindi frá því í morgun að Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefði ákveðið að nýta sér ákvæði í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og breyta vinnufyrirkomulagi sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sem snýr að yfirvinnu. Með ákvörðuninni þurfa sjúkraflutningamenn á svæðinu að taka á sig verulega launalækkun. Díana segir í skriflegu svari til fréttastofu að sjúkraflutningamenn hafi fengið greidda yfirvinnu sem nemi tuttugu mínútum í upphafi og lok hverrar vaktar og kallaður er samvistartími. Hún segir fyrirkomulagið ekki tíðkast meðal annarra starfsmanna stofnunarinnar. Díana segir jafnframt að samkvæmt kjarasamningum eigi samvistarstund að rúmast innan vinnutíma. Það eigi að vera innan verkahrings varðstjóra og yfirmanna að tryggja að upplýsingar fari á milli vakta. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur fyrirkomulagið um yfirvinnutímanna verið lengi við lýði á meðal sjúkraflutningamanna. Díana segir það ekki hafa verið samþykkt af hálfu framkvæmdastjórnar og samningar þess eðlis ekki verið gerðir. Hún áréttar að framkvæmdastjórn hafi átt fund með fulltrúum starfsmanna sem og fulltrúa frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Aðspurð um hvort frekari hagræðingar séu fyrirhugaðar hjá stofnuninni eða hvort framkvæmdastjórn eða forstjóri muni lækka laun sín til hagræðingar segist Díana ekki geta rætt einstaka samninga. Hún segir að varðandi reksturinn þurfi stöðugt að leita leiða til hagræðingar og á saman tíma auka þjónustu við sjúklinga, sem séu alltaf í forgangi. Rekstrarstaða Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sé þung, því sé eðlilegt að grípa í taumana. Díana segir að ákvörðunin sé liður í því.
Árborg Sjúkraflutningar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hóta sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi taki þeir ekki á sig launalækkun Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur ákveðið að nýta sér ákvæði í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og breyta vinnufyrirkomulagi sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sem snýr að yfirvinnu og skerða þannig kjör þeirra. 28. nóvember 2019 09:15 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Hóta sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi taki þeir ekki á sig launalækkun Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur ákveðið að nýta sér ákvæði í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og breyta vinnufyrirkomulagi sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sem snýr að yfirvinnu og skerða þannig kjör þeirra. 28. nóvember 2019 09:15