Bein útsending: Flugvallakostir á suðvesturhorni landsins kynntir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2019 15:00 Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri. Vísir/Vilhelm Skýrsla um flugvallakosti á suðvesturhorni landsins verður kynnt á blaðamannafundi í dag klukkan 16:10 í dag. Kynningin verður haldin í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu í fundarsalnum Sölvhólsvör á jarðhæð. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður stýrihóps sem skipaður var í fyrra um verkefnið, mun kynna skýrslu hópsins og afhenda hana Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Skýrslan verður birt á vef ráðuneytisins að fundi loknum. Verkefni stýrihópsins var að skoða nánar hugmyndir um nýjan alþjóðaflugvöll í Hvassahrauni og skoða staðsetningu innanlandsflugvallar á höfuðborgarsvæðinu. Er óhætt að segja að ekki sé um fyrstu skýrsluna að ræða þar sem framtíð flugs á suðvesturhorninu er til umfjöllunar. Vísir mun sýna beint frá fundinum og verður streymi aðgengilegt hér að neðan rétt áður en fundur hefst. Skýrslan var kynnt í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fyrir um tíu dögum gær. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins þann 21. nóvember að meðal niðurstaðna væri að það tæki allt að 20 ár að byggja flugvöll í Hvassahrauni eftir að ákvörðun um slíkt lægi fyrir. Þá myndi kostnaður við flugvöll í Hvassahrauni sem bæði sinnti millilanda- og innanlandsflugi verða að minnsta kosti 300 milljarðar króna. Verðmiði á innanlandsflugvelli í Hvassahrauni yrði hins vegar um 40 milljarðar. Starfshópnum mun ekki þykja vænlegt að endurnýta Reykjavíkurflugvöll. Slíkt myndi kosta 15-20 milljarða en lengja þyrfti flugbrautir yfir Suðurgötu og út í Fossvoginn. Flutningur innanlandsflugs til Keflavíkur myndi samkvæmt skýrslunni kosta um 44 milljarða. Upphaflega stóð til að kynna skýrsluna þann 22. nóvember því var frestað vegna verkfalls á vefmiðlum samkvæmt því sem fram kom í Fréttablaðinu.Uppfært. Fundinum er lokið og er upptakan aðgengileg hér fyrir neðan ásamt fréttum af fundinum.Klippa: Skýrsla um flugvöll í Hvassahrauni Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ekki verið að binda endi á drauma Akureyringa um millilandaflugvöll Ekki er verið að binda enda á drauma Eyfirðinga um millilandaflugvöll á Akureyri með fyrirhugaðri uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar svo hann geti betur þjónað sem varaflugvöllur í millilandaflugvelli. 28. nóvember 2019 20:45 Stefna að því að flytja flugstarfsemi úr Vatnsmýri yfir í Hvassahraun Fullyrt er í samkomulaginu að samstarfsaðilarnir séu sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi út Vatnsmýrinni yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur að loknum rannsóknum. 28. nóvember 2019 17:50 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Skýrsla um flugvallakosti á suðvesturhorni landsins verður kynnt á blaðamannafundi í dag klukkan 16:10 í dag. Kynningin verður haldin í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu í fundarsalnum Sölvhólsvör á jarðhæð. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður stýrihóps sem skipaður var í fyrra um verkefnið, mun kynna skýrslu hópsins og afhenda hana Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Skýrslan verður birt á vef ráðuneytisins að fundi loknum. Verkefni stýrihópsins var að skoða nánar hugmyndir um nýjan alþjóðaflugvöll í Hvassahrauni og skoða staðsetningu innanlandsflugvallar á höfuðborgarsvæðinu. Er óhætt að segja að ekki sé um fyrstu skýrsluna að ræða þar sem framtíð flugs á suðvesturhorninu er til umfjöllunar. Vísir mun sýna beint frá fundinum og verður streymi aðgengilegt hér að neðan rétt áður en fundur hefst. Skýrslan var kynnt í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fyrir um tíu dögum gær. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins þann 21. nóvember að meðal niðurstaðna væri að það tæki allt að 20 ár að byggja flugvöll í Hvassahrauni eftir að ákvörðun um slíkt lægi fyrir. Þá myndi kostnaður við flugvöll í Hvassahrauni sem bæði sinnti millilanda- og innanlandsflugi verða að minnsta kosti 300 milljarðar króna. Verðmiði á innanlandsflugvelli í Hvassahrauni yrði hins vegar um 40 milljarðar. Starfshópnum mun ekki þykja vænlegt að endurnýta Reykjavíkurflugvöll. Slíkt myndi kosta 15-20 milljarða en lengja þyrfti flugbrautir yfir Suðurgötu og út í Fossvoginn. Flutningur innanlandsflugs til Keflavíkur myndi samkvæmt skýrslunni kosta um 44 milljarða. Upphaflega stóð til að kynna skýrsluna þann 22. nóvember því var frestað vegna verkfalls á vefmiðlum samkvæmt því sem fram kom í Fréttablaðinu.Uppfært. Fundinum er lokið og er upptakan aðgengileg hér fyrir neðan ásamt fréttum af fundinum.Klippa: Skýrsla um flugvöll í Hvassahrauni
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ekki verið að binda endi á drauma Akureyringa um millilandaflugvöll Ekki er verið að binda enda á drauma Eyfirðinga um millilandaflugvöll á Akureyri með fyrirhugaðri uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar svo hann geti betur þjónað sem varaflugvöllur í millilandaflugvelli. 28. nóvember 2019 20:45 Stefna að því að flytja flugstarfsemi úr Vatnsmýri yfir í Hvassahraun Fullyrt er í samkomulaginu að samstarfsaðilarnir séu sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi út Vatnsmýrinni yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur að loknum rannsóknum. 28. nóvember 2019 17:50 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Ekki verið að binda endi á drauma Akureyringa um millilandaflugvöll Ekki er verið að binda enda á drauma Eyfirðinga um millilandaflugvöll á Akureyri með fyrirhugaðri uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar svo hann geti betur þjónað sem varaflugvöllur í millilandaflugvelli. 28. nóvember 2019 20:45
Stefna að því að flytja flugstarfsemi úr Vatnsmýri yfir í Hvassahraun Fullyrt er í samkomulaginu að samstarfsaðilarnir séu sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi út Vatnsmýrinni yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur að loknum rannsóknum. 28. nóvember 2019 17:50