Umfjöllun og viðtöl: ÍR 36-29 Fjölnir | Fjórða tap Fjölnis í röð í deildinni Gabríel Sighvatsson skrifar 30. nóvember 2019 18:15 Sturla Ásgeirsson hefur spilað vel fyrir ÍR í vetur. vísir/ernir ÍR og Fjölnir mættust í Olís deild karla í Austurbergi í dag. Fjölnir var í næstneðsta sæti deildarinnar en ÍR á góðu róli rétt fyrir ofan miðja deild. ÍR-ingar byrjuðu leikinn af krafti og komu sér fljótt upp 4ja marka forystu. Eftir það var ekki aftur snúið. Fjölnismenn foru inn í hálfleik 7 mörkum undir og höfðu fengið 20 mörk á sig. Ekki skánaði útlitið í seinni hálfleik. Heimamenn héldu áfram að keyra hratt á Fjölni og þó þeir hafi náð nokkrum stoppum í seinni hálfleik þá náðu Fjölnismenn ekki að halda ÍR-ingum frá markinu af miklu viti og því fór sem fór.Af hverju vann ÍR?ÍR skoraði 36 mörk í dag sem mun nánast alltaf duga þér til að vinna leiki. Þeir voru að mæta liði í dag sem er í erfiðri stðu og kláruðu verkefnið sannfærandi. Eftir að þeir komust í forystu voru þeir aldrei nálægt því að láta hana af hendi og var sigurinn aldrei í hættu.Hvað gekk illa?Fjölnisvörnin réð ekkert við blússandi sóknarleik Breiðhyltinga. 20 mörk í fyrri hálfleik er alltof mikið og brekkan í hálfleik var of mikil. Í seinni hálfleik fengu þeir nokkur stopp en það entist ekki lengi og sóknin gat ekki haldið í við sókn heimamanna. ÍR-ingar voru líka kærulausir varnarlega en unnu bara með sóknarleikinn í staðinn.Hverjir stóðu upp úr?Kristján Orri var magnaður í dag. Þeir voru alltaf að finna hann annað hvort í horninu eða hraðaupphlaupum en hann skoraði 13 mörk og þau hefðu hæglega getað verið fleiri. Þrándur Gíslason var næstmarkahæstur hjá ÍR með 7 mörk. Breki Dagsson skoraði 8 mörk fyrir Fjölni en það dugði ekki í dag.Hvað gerist næst?ÍR á erfitt verkefni fyrir höndum þegar þeir taka á móti Selfoss í næstu umferð en geta farið upp fyrir þá með sigri. Fjölnismenn eru enn í fallsæti og eiga gífurlega mikilvægan leik gegn stigalausu HK liðið heima eftir viku.Bjarni: Hausinn þarf að vera í lagiBjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var frekar sáttur með leik sinna manna í dag þegar ÍR vann Fjölni 36-29. „Við erum búnir að vera að spila mjög vel upp á síðkastið og við unnum leikinn í dag, þannig að það var gott. Ég er ánægður með strákana og ánægður með leikinn.“ ÍR skoraði 39 mörk í dag. Sóknarleikurinn var virkilega góður en stundum virtist Bjarni hafa verið að pirra sig á varnarleiknum. „Þetta var bara fínn leikur af okkar hálfu, við dettum svolítið niður varnarlega og svolítið á hælunum. Við erum með gott forskot í hálfleik en þeir ógnuðu okkur aldrei í leiknum. Fín afgreiðsla.“ „Ég var ekkert pirraður, það sem maður er hræddur um í svona leik er að strákarnir eru með of lágt spennustig. Sérstaklega í seinni hálfleik og í byrjun leiks var ég svolítið að garga á þá. Það var aðallega bara til að keyra þá aðeins upp til að við myndum ekki detta niður, það var allt.“ Bjarni sagði að leikurinn hefði verið erfiður en var ánægður með hugarfarið hjá strákunum í dag. „Fólkið heima í stofunni, líður eins og það eigi bara að klára svona leiki en þetta reynir mikið á andlegu hliðina. Fjölnismenn eru með fullt af flottum strákum og þetta eru margir unglingalandsliðsmenn og aðrir sem hafa spilað í deildinni. Þú verður að standa þína plikt og spila góðan leik til að vinna. Hausinn þarf að vera í lagi og mér fannst það vera heilt yfir hjá okkur.“ Kristján Orri Jóhannsson var stórkostlegur í dag og skoraði 13 mörk, þeir voru mikið að leita til hans í dag. „Hann var að fá færi og sendingar og nýta vel, hann er frábær leikmaður, einn af mörgum hjá okkur.“Kári: 36 mörk er ekki gott veganesti „Varnarleikurinn var mjög slakur, sérstaklega í fyrri hálfleik.“ sagði Kári Garðarson, þjálfari Fjölnis, eftir vont tap gegn ÍR. Varnarleikurinn var ekki góður í leiknum í dag. „Við náum fáum stoppum og erum eftir þeim í báðum vörnum, 5-1 og 6-0. Við komum aðeins upp í seinni hálfleik og náðum kafla þar sem varnarleikurinn var skárri og nær því sem við eigum að okkur best.“ Kári gat ekki einungis kennt varnarleiknum um hvernig fór í dag en ÍR-ingar voru duglegir að keyra á þá og refsa fyrir mistök. „Það er ekki hægt að skrifa þetta bara á varnarleikinn, við fengum líka mikið af hraðaupphlaupum sem verður þess valdandi að við erum undir í hálfleik.“ „Þeir spila hraðan bolta og vilja keyra. Við vorum kannski að skila boltanum frá okkur á vondum stöðum, bæði í skotum og tæknifeilum, sem gefur þeim auðvelt færi á að keyra hratt á okkur og þeir náðu að refsa okkur.“ Þetta er 2. leikurinn í röð í deildinni sem Fjölnir fær meira en 35 mörk á sig og það er erfitt að vinna leiki þegar anstæðingurinn skorar svona mikið af mörkum. „Það gefur auga leið að 36 mörk á sig er ekki gott veganesti í að ætla að ná einhverju út úr leiknum og hvað þá á móti liði eins og ÍR sem býr yfir miklum gæðum, það er ljóst að við getum ekki farið inn í fleiri svona leiki.“ Næsti leikur hjá Fjölni er gríðarlega mikilvægur. „Við eigum leik á móti HK í næstu umferð sem er einn af stóru leikjunum hjá okkur. Við þurfum að ná góðri viku og undirbúa okkur vel fyrir HK-leikinn. Þeir koma að mörgu leyti, segi ekki stresslausir, en á öðrum stað að einhverju leyti. Það er næsta verkefni og við þurfum að gjöra svo vel að undirbúa okkur vel og klára þann leik af krafti.“Kristján Orri: Mikilvægt að klára tvo punkta „Það gekk vel í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við náðum að keyra mjög vel á þá og fannst þeir eiginlega ekki eiga breik.“ sagði Kristján Orri Jóhannsson, 13 marka maður ÍR, eftir leikinn í dag. „Svo kom smá hikst í seinni hálfleik sem er kannski eðlilegt þegar munurinn er svona mikill en heilt yfir gekk þetta vel.“ sagði Kristján Orri sem var að sjálfsögðu ánægður með sitt framlag í leiknum. „Já, annað væri frekja. Ég var heitur í dag og ánægður með það. Við erum alveg búnir að vera mjög góðir sóknarlega finnst mér, í eiginlega öllum leikjum. En þetta klárlega einn af þeim betri.“ Í síðustu tveimur leikjum náði ÍR í jafntefli en það var mikilvægt fyrir þá að klára verkefnið í dag. „Við virðum stigið sem við náðum í á móti Haukum og Aftureldingu, klárlega. En mjög mikilvægt að klára tvo punkta í dag.“ „Þetta krefst þess að mæta 100 prósent í svona leiki, því ef maður mætir ekki þá lendir maður í basli og þá verður stress. En á meðan við vinnum eftir okkar plani þá er þetta bara undir okkur komið. Mér fannst við sýna það í dag.“ Varnarleikurinn var partur af leiknum sem ÍR gat gert betur í dag og var Bjarni Fritzson þjálfari að impra svolítið á því við strákana. „Það er eðlilegt, hann vil líka bara halda okkur á tánum, það var kannski að leka inn eitthvað til að byrja með en það er allt í lagi.“ Olís-deild karla
ÍR og Fjölnir mættust í Olís deild karla í Austurbergi í dag. Fjölnir var í næstneðsta sæti deildarinnar en ÍR á góðu róli rétt fyrir ofan miðja deild. ÍR-ingar byrjuðu leikinn af krafti og komu sér fljótt upp 4ja marka forystu. Eftir það var ekki aftur snúið. Fjölnismenn foru inn í hálfleik 7 mörkum undir og höfðu fengið 20 mörk á sig. Ekki skánaði útlitið í seinni hálfleik. Heimamenn héldu áfram að keyra hratt á Fjölni og þó þeir hafi náð nokkrum stoppum í seinni hálfleik þá náðu Fjölnismenn ekki að halda ÍR-ingum frá markinu af miklu viti og því fór sem fór.Af hverju vann ÍR?ÍR skoraði 36 mörk í dag sem mun nánast alltaf duga þér til að vinna leiki. Þeir voru að mæta liði í dag sem er í erfiðri stðu og kláruðu verkefnið sannfærandi. Eftir að þeir komust í forystu voru þeir aldrei nálægt því að láta hana af hendi og var sigurinn aldrei í hættu.Hvað gekk illa?Fjölnisvörnin réð ekkert við blússandi sóknarleik Breiðhyltinga. 20 mörk í fyrri hálfleik er alltof mikið og brekkan í hálfleik var of mikil. Í seinni hálfleik fengu þeir nokkur stopp en það entist ekki lengi og sóknin gat ekki haldið í við sókn heimamanna. ÍR-ingar voru líka kærulausir varnarlega en unnu bara með sóknarleikinn í staðinn.Hverjir stóðu upp úr?Kristján Orri var magnaður í dag. Þeir voru alltaf að finna hann annað hvort í horninu eða hraðaupphlaupum en hann skoraði 13 mörk og þau hefðu hæglega getað verið fleiri. Þrándur Gíslason var næstmarkahæstur hjá ÍR með 7 mörk. Breki Dagsson skoraði 8 mörk fyrir Fjölni en það dugði ekki í dag.Hvað gerist næst?ÍR á erfitt verkefni fyrir höndum þegar þeir taka á móti Selfoss í næstu umferð en geta farið upp fyrir þá með sigri. Fjölnismenn eru enn í fallsæti og eiga gífurlega mikilvægan leik gegn stigalausu HK liðið heima eftir viku.Bjarni: Hausinn þarf að vera í lagiBjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var frekar sáttur með leik sinna manna í dag þegar ÍR vann Fjölni 36-29. „Við erum búnir að vera að spila mjög vel upp á síðkastið og við unnum leikinn í dag, þannig að það var gott. Ég er ánægður með strákana og ánægður með leikinn.“ ÍR skoraði 39 mörk í dag. Sóknarleikurinn var virkilega góður en stundum virtist Bjarni hafa verið að pirra sig á varnarleiknum. „Þetta var bara fínn leikur af okkar hálfu, við dettum svolítið niður varnarlega og svolítið á hælunum. Við erum með gott forskot í hálfleik en þeir ógnuðu okkur aldrei í leiknum. Fín afgreiðsla.“ „Ég var ekkert pirraður, það sem maður er hræddur um í svona leik er að strákarnir eru með of lágt spennustig. Sérstaklega í seinni hálfleik og í byrjun leiks var ég svolítið að garga á þá. Það var aðallega bara til að keyra þá aðeins upp til að við myndum ekki detta niður, það var allt.“ Bjarni sagði að leikurinn hefði verið erfiður en var ánægður með hugarfarið hjá strákunum í dag. „Fólkið heima í stofunni, líður eins og það eigi bara að klára svona leiki en þetta reynir mikið á andlegu hliðina. Fjölnismenn eru með fullt af flottum strákum og þetta eru margir unglingalandsliðsmenn og aðrir sem hafa spilað í deildinni. Þú verður að standa þína plikt og spila góðan leik til að vinna. Hausinn þarf að vera í lagi og mér fannst það vera heilt yfir hjá okkur.“ Kristján Orri Jóhannsson var stórkostlegur í dag og skoraði 13 mörk, þeir voru mikið að leita til hans í dag. „Hann var að fá færi og sendingar og nýta vel, hann er frábær leikmaður, einn af mörgum hjá okkur.“Kári: 36 mörk er ekki gott veganesti „Varnarleikurinn var mjög slakur, sérstaklega í fyrri hálfleik.“ sagði Kári Garðarson, þjálfari Fjölnis, eftir vont tap gegn ÍR. Varnarleikurinn var ekki góður í leiknum í dag. „Við náum fáum stoppum og erum eftir þeim í báðum vörnum, 5-1 og 6-0. Við komum aðeins upp í seinni hálfleik og náðum kafla þar sem varnarleikurinn var skárri og nær því sem við eigum að okkur best.“ Kári gat ekki einungis kennt varnarleiknum um hvernig fór í dag en ÍR-ingar voru duglegir að keyra á þá og refsa fyrir mistök. „Það er ekki hægt að skrifa þetta bara á varnarleikinn, við fengum líka mikið af hraðaupphlaupum sem verður þess valdandi að við erum undir í hálfleik.“ „Þeir spila hraðan bolta og vilja keyra. Við vorum kannski að skila boltanum frá okkur á vondum stöðum, bæði í skotum og tæknifeilum, sem gefur þeim auðvelt færi á að keyra hratt á okkur og þeir náðu að refsa okkur.“ Þetta er 2. leikurinn í röð í deildinni sem Fjölnir fær meira en 35 mörk á sig og það er erfitt að vinna leiki þegar anstæðingurinn skorar svona mikið af mörkum. „Það gefur auga leið að 36 mörk á sig er ekki gott veganesti í að ætla að ná einhverju út úr leiknum og hvað þá á móti liði eins og ÍR sem býr yfir miklum gæðum, það er ljóst að við getum ekki farið inn í fleiri svona leiki.“ Næsti leikur hjá Fjölni er gríðarlega mikilvægur. „Við eigum leik á móti HK í næstu umferð sem er einn af stóru leikjunum hjá okkur. Við þurfum að ná góðri viku og undirbúa okkur vel fyrir HK-leikinn. Þeir koma að mörgu leyti, segi ekki stresslausir, en á öðrum stað að einhverju leyti. Það er næsta verkefni og við þurfum að gjöra svo vel að undirbúa okkur vel og klára þann leik af krafti.“Kristján Orri: Mikilvægt að klára tvo punkta „Það gekk vel í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við náðum að keyra mjög vel á þá og fannst þeir eiginlega ekki eiga breik.“ sagði Kristján Orri Jóhannsson, 13 marka maður ÍR, eftir leikinn í dag. „Svo kom smá hikst í seinni hálfleik sem er kannski eðlilegt þegar munurinn er svona mikill en heilt yfir gekk þetta vel.“ sagði Kristján Orri sem var að sjálfsögðu ánægður með sitt framlag í leiknum. „Já, annað væri frekja. Ég var heitur í dag og ánægður með það. Við erum alveg búnir að vera mjög góðir sóknarlega finnst mér, í eiginlega öllum leikjum. En þetta klárlega einn af þeim betri.“ Í síðustu tveimur leikjum náði ÍR í jafntefli en það var mikilvægt fyrir þá að klára verkefnið í dag. „Við virðum stigið sem við náðum í á móti Haukum og Aftureldingu, klárlega. En mjög mikilvægt að klára tvo punkta í dag.“ „Þetta krefst þess að mæta 100 prósent í svona leiki, því ef maður mætir ekki þá lendir maður í basli og þá verður stress. En á meðan við vinnum eftir okkar plani þá er þetta bara undir okkur komið. Mér fannst við sýna það í dag.“ Varnarleikurinn var partur af leiknum sem ÍR gat gert betur í dag og var Bjarni Fritzson þjálfari að impra svolítið á því við strákana. „Það er eðlilegt, hann vil líka bara halda okkur á tánum, það var kannski að leka inn eitthvað til að byrja með en það er allt í lagi.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti