Engin viðbragðsáætlun til staðar hér á landi ef flutningsleiðir lokast Eiður Þór Árnason skrifar 10. nóvember 2019 15:45 Ísland er mjög háð innflutningi á nauðsynjavörum. Vísir/vilhelm Ekki hefur verið gerð sérstök viðbragðsáætlun sem tekur á því ef flutningsleiðir að landinu lokast skyndilega eða teppast. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Miðflokksins. Í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur segir að undirbúningur landsins undir slíkar aðstæður hafi síðast verið skoðaður í tengslum við viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu. Sú viðbragðsáætlun var gefin út árið 2008.Matvælabirgðir taldar vera litlar „Við gerð þeirrar áætlunar var horft til þess að öll atvinnustarfsemi og flutningar yrðu í algjöru lágmarki vegna manneklu. Þar var einnig gert ráð fyrir því að allir flutningar til og frá landinu myndu stöðvast um tíma. Í viðbragðsáætluninni er gert ráð fyrir því að forgangsraða þurfi dreifingu nauðsynja,“ segir í svari ráðherrans. Aðspurð um það hvernig birgðaáætlunum yrði háttað við slíkar aðstæður kemur fram að við fyrrnefnda athugun árið 2008 hafi komið í ljós að matvælabirgðir hér á landi væru almennt frekar litlar þar sem tíðar skipakomur geri það að verkum að ekki þurfi að liggja með stóran lager. Á hinn boginn var talið að hægt væri að sjá þjóðinni fyrir mat með innanlandsframleiðslu.Stjórnvöld myndu reyna að gera ráðstafanir Í svari ráðherra kemur einnig fram að eldsneytisbirgðir hér á landi fari alla jafna eftir því hvenær síðasta sending kom. Það geti verið allt frá því að vera þriggja mánaða birgðir niður í magn sem myndi nægja landinu í tvær vikur. Tekið er fram í svarinu að ef til slíks ástands kæmi myndi almennt skipulag almannavarna vera virkjað. Samhæfingar- og stjórnstöð almannavarna myndi þá samhæfa og stýra aðgerðum allra sem kæmu að málum. Ef einhver fyrirvari væri á því að flutningsleiðir til landsins myndu skerðast yrðu jafnframt gerðar ráðstafanir til að tryggja nægar birgðir. Slík sviðsmynd er þó sögð nokkuð ólíkleg. Almannavarnir Alþingi Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Ekki hefur verið gerð sérstök viðbragðsáætlun sem tekur á því ef flutningsleiðir að landinu lokast skyndilega eða teppast. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Miðflokksins. Í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur segir að undirbúningur landsins undir slíkar aðstæður hafi síðast verið skoðaður í tengslum við viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu. Sú viðbragðsáætlun var gefin út árið 2008.Matvælabirgðir taldar vera litlar „Við gerð þeirrar áætlunar var horft til þess að öll atvinnustarfsemi og flutningar yrðu í algjöru lágmarki vegna manneklu. Þar var einnig gert ráð fyrir því að allir flutningar til og frá landinu myndu stöðvast um tíma. Í viðbragðsáætluninni er gert ráð fyrir því að forgangsraða þurfi dreifingu nauðsynja,“ segir í svari ráðherrans. Aðspurð um það hvernig birgðaáætlunum yrði háttað við slíkar aðstæður kemur fram að við fyrrnefnda athugun árið 2008 hafi komið í ljós að matvælabirgðir hér á landi væru almennt frekar litlar þar sem tíðar skipakomur geri það að verkum að ekki þurfi að liggja með stóran lager. Á hinn boginn var talið að hægt væri að sjá þjóðinni fyrir mat með innanlandsframleiðslu.Stjórnvöld myndu reyna að gera ráðstafanir Í svari ráðherra kemur einnig fram að eldsneytisbirgðir hér á landi fari alla jafna eftir því hvenær síðasta sending kom. Það geti verið allt frá því að vera þriggja mánaða birgðir niður í magn sem myndi nægja landinu í tvær vikur. Tekið er fram í svarinu að ef til slíks ástands kæmi myndi almennt skipulag almannavarna vera virkjað. Samhæfingar- og stjórnstöð almannavarna myndi þá samhæfa og stýra aðgerðum allra sem kæmu að málum. Ef einhver fyrirvari væri á því að flutningsleiðir til landsins myndu skerðast yrðu jafnframt gerðar ráðstafanir til að tryggja nægar birgðir. Slík sviðsmynd er þó sögð nokkuð ólíkleg.
Almannavarnir Alþingi Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði