Allir í gegn nema Íslendingar Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 11. nóvember 2019 09:30 Íslenskt vegabréf. Vísir/ÓskarÓ Tyrkir eru greinilega ekki búnir að gleyma Burstamálinu fræga frá því í júní og þeir pössuðu sig á því að enginn Íslendingur labbaði í gegnum vegabréfaeftirlitið við komuna til Antalya. Undirritaður var í samfloti með tveimur íslenskum landsliðsmönnunum við komuna til Antalya og þar brunuðu allir í gegn nema við Íslendingarnir. Fyrst skoðaði landamæravörðurinn einhvern ljósritaðan lista á blaði sem mig grunar að hafi verið listi með leikmönnum íslenska landsliðsins. Þegar hann fann ekki nafn íslenska blaðamannsins á þessum lista þá kom smá fát á hann eins og hann vissi hvað hann átti að gera. Hann kallaði því til kollega síns og fékk að vita að allir Íslendingar þyrftu að fara í gegnum sérstaka skoðun. Á sama tíma fóru allir frá öðrum löndum auðveldlega í gegnum vegabréfsáritunina og það liðu ekki margar mínútur þar til að þeir einu sem stóðu eftir vorum við Íslendingarnir sem voru nýlentir í Antalya. Eftir um hálftíma bið kom lögreglumaður fram með vegabréfin og við fengum að fara inn í landið. Það voru engir stælar og ekkert svo sem til að kvarta yfir nema að þetta reyndi allt á þolinmæðina. Samkvæmt heimildum úr íslenska hópnum þá gekk þetta nokkuð hratt fyrir sig hjá okkur miðað við hjá sumum í liðinu. Þeir lentu í því að bíða lengi eftir að fá grænt ljós hjá landamæravörðunum, biðu síðan lengi eftir töskunum og enduðu síðan á því að það var gerð mjög ítarleg leit í farangri þeirra. Það var búið að vara íslensku leikmennina við að þetta gæti orðið raunin og þetta verður örugglega reynsla þeirra leikmanna sem koma ekki til Antalya fyrr en í dag. Þegar Tyrkirnir komu til Íslands í júní þá ferðaðist liðið sem einn hópur og þar þurftu allir að fara í gegnum vegabréfaskoðun í Leifsstöð. Tyrkir voru mjög ósáttir með þetta og kenndu Knattspyrnusambandi Íslands um að það væri venjubundið landamæraeftirlit við komuna til Íslands. Vandamál þeirra núna er að íslenski hópurinn er að skila sér hægt og rólega yfir fjóra daga eða frá föstudegi til mánudags. Leikmenn voru margir að spila á laugardag og sunnudag og hópurinn er því að skiptast niður á mörg flug. Hefnd Tyrkja var því aðeins flóknari en bitnaði um leið á öllum Íslendingum á leiðinni til Antalya. Reglan sem var sett var að enginn Íslendingur færi auðveldlega í gegnum skoðun. EM 2020 í fótbolta Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Belginn með burstann biðst afsökunar í landsliðstreyju Tyrklands Belginn Corentin Siamang, sem var með uppþvottaburstann á lofti í Leifsstöð um síðustu helgi, hefur fengið nóg af áreiti frá Tyrkjum og steig fram í myndbandi í dag. 12. júní 2019 15:07 Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41 Reyna að stöðva sigurgöngu Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur í kvöld við Tyrkland í fjórðu umferð í undankeppni EM 2020 en leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum. 11. júní 2019 09:00 Mest lesið Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjóðheitur Dembélé kom PSG nær leik á móti Liverpool eða Barcelona Í beinni: Man. City - Real Madrid | Hvor risinn fellur? Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Ari Freyr og Ólafur Ingi sameinaðir á ný í U21-landsliðinu Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Sigurvegarinn í einvígi Real Madrid og City vinni Meistaradeildina Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Feyenoord rak eftirmann Arne Slot Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni „Fólk má alveg dæma mig“ Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Sjá meira
Tyrkir eru greinilega ekki búnir að gleyma Burstamálinu fræga frá því í júní og þeir pössuðu sig á því að enginn Íslendingur labbaði í gegnum vegabréfaeftirlitið við komuna til Antalya. Undirritaður var í samfloti með tveimur íslenskum landsliðsmönnunum við komuna til Antalya og þar brunuðu allir í gegn nema við Íslendingarnir. Fyrst skoðaði landamæravörðurinn einhvern ljósritaðan lista á blaði sem mig grunar að hafi verið listi með leikmönnum íslenska landsliðsins. Þegar hann fann ekki nafn íslenska blaðamannsins á þessum lista þá kom smá fát á hann eins og hann vissi hvað hann átti að gera. Hann kallaði því til kollega síns og fékk að vita að allir Íslendingar þyrftu að fara í gegnum sérstaka skoðun. Á sama tíma fóru allir frá öðrum löndum auðveldlega í gegnum vegabréfsáritunina og það liðu ekki margar mínútur þar til að þeir einu sem stóðu eftir vorum við Íslendingarnir sem voru nýlentir í Antalya. Eftir um hálftíma bið kom lögreglumaður fram með vegabréfin og við fengum að fara inn í landið. Það voru engir stælar og ekkert svo sem til að kvarta yfir nema að þetta reyndi allt á þolinmæðina. Samkvæmt heimildum úr íslenska hópnum þá gekk þetta nokkuð hratt fyrir sig hjá okkur miðað við hjá sumum í liðinu. Þeir lentu í því að bíða lengi eftir að fá grænt ljós hjá landamæravörðunum, biðu síðan lengi eftir töskunum og enduðu síðan á því að það var gerð mjög ítarleg leit í farangri þeirra. Það var búið að vara íslensku leikmennina við að þetta gæti orðið raunin og þetta verður örugglega reynsla þeirra leikmanna sem koma ekki til Antalya fyrr en í dag. Þegar Tyrkirnir komu til Íslands í júní þá ferðaðist liðið sem einn hópur og þar þurftu allir að fara í gegnum vegabréfaskoðun í Leifsstöð. Tyrkir voru mjög ósáttir með þetta og kenndu Knattspyrnusambandi Íslands um að það væri venjubundið landamæraeftirlit við komuna til Íslands. Vandamál þeirra núna er að íslenski hópurinn er að skila sér hægt og rólega yfir fjóra daga eða frá föstudegi til mánudags. Leikmenn voru margir að spila á laugardag og sunnudag og hópurinn er því að skiptast niður á mörg flug. Hefnd Tyrkja var því aðeins flóknari en bitnaði um leið á öllum Íslendingum á leiðinni til Antalya. Reglan sem var sett var að enginn Íslendingur færi auðveldlega í gegnum skoðun.
EM 2020 í fótbolta Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Belginn með burstann biðst afsökunar í landsliðstreyju Tyrklands Belginn Corentin Siamang, sem var með uppþvottaburstann á lofti í Leifsstöð um síðustu helgi, hefur fengið nóg af áreiti frá Tyrkjum og steig fram í myndbandi í dag. 12. júní 2019 15:07 Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41 Reyna að stöðva sigurgöngu Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur í kvöld við Tyrkland í fjórðu umferð í undankeppni EM 2020 en leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum. 11. júní 2019 09:00 Mest lesið Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjóðheitur Dembélé kom PSG nær leik á móti Liverpool eða Barcelona Í beinni: Man. City - Real Madrid | Hvor risinn fellur? Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Ari Freyr og Ólafur Ingi sameinaðir á ný í U21-landsliðinu Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Sigurvegarinn í einvígi Real Madrid og City vinni Meistaradeildina Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Feyenoord rak eftirmann Arne Slot Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni „Fólk má alveg dæma mig“ Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Sjá meira
Belginn með burstann biðst afsökunar í landsliðstreyju Tyrklands Belginn Corentin Siamang, sem var með uppþvottaburstann á lofti í Leifsstöð um síðustu helgi, hefur fengið nóg af áreiti frá Tyrkjum og steig fram í myndbandi í dag. 12. júní 2019 15:07
Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41
Reyna að stöðva sigurgöngu Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur í kvöld við Tyrkland í fjórðu umferð í undankeppni EM 2020 en leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum. 11. júní 2019 09:00