Herjólfur fái 100 milljónir Jón Þórisson skrifar 12. nóvember 2019 06:15 Frá fyrstu siglingu Nýja Herjólfs. Vísir/Magnús Hlynur Fjölmargar breytingartillögur við frumvarp til fjárlaga voru lagðar fram í gær. Önnur umræða um fjárlög er á dagskrá Alþingis í dag. Fyrsta umræða fór fram tólfta og þrettánda september síðastliðinn og gekk frumvarpið til fjárlaganefndar í framhaldinu. Í tillögum meirihluta fjárlaganefndar er meðal annars fallið frá áformum um 2,5 milljarða skattlagningu á ferðaþjónustu. Þá er ekki gert ráð fyrir urðunarskatti að sinni meðan unnið er að útfærslu innheimtunnar. Aðrar tekjur lækka um fjóra milljarða og vegur þar þyngst 2,1 milljarðs lækkun veiðigjalda, en þau miðast við rekstrarafkomu útgerðarinnar árið 2018. Til lækkunar vegur mest endurmat á framkvæmdaáætlun nýs Landspítala og lagt til að framlag lækki um 3,5 milljarða. Meðal einstakra liða er lagt til 100 milljóna framlag til að halda gamla Herjólfi haffærum. Þá er lagt til að lagðar verði fram 350 milljónir til viðbótar til eflingar stafrænni þjónustu. Þjóðkirkjunni er ætluð viðbót sem nemur 246 milljónum króna á næsta ári. Þá er framlag til umhverfismála hækkað um 137 milljónir. Framlag til löggæslu er í tillögunni hækkað um 81,4 milljónir á næsta ári.Skammsýni og brostin loforð „Fjárlagafrumvarpið einkennist af skammsýni og brostnum loforðum,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd, og telur umræðuna í þinginu á morgun hljóta að litast af því. „Framhaldsskólar fá niðurskurð, háskólarnir standa í stað, öryrkjar og aldraðir eru enn eitt árið skildir eftir, kvikmyndagerðin og rannsóknarsjóðir fá högg, umhverfismálin fá eingöngu tvö prósent af fjárlögum, Landspítalinn er látinn ganga í gegnum aðhaldsaðgerðir á sama tíma og veiðileyfagjöldin lækka,“ segir Ágúst Ólafur og lætur þess getið að Samfylkingin muni kynna sínar breytingartillögur og hugmyndir á blaðamannafundi fyrir hádegi í dag.Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.VÍSIR/VILHELMÁgiskun enn eitt árið „Afgreiðsla fjárlaga er enn eitt árið ágiskun um fjárheimildir. Vinna fjárlaganefndar þangað til ríkisstjórnin kemur með breytingatillögur er tiltölulega gagnslaus og umsagnaraðilar geta ekki gert athugasemdir við þær breytingar,“ segir Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í fjárlaganefnd. Björn telur óþarft fyrir fjárlaganefnd að hittast fyrr en eftir að breytingartillögur ríkisstjórnarinnar við eigið frumvarp koma fram í nóvember hvert ár. Sjálfur segist Björn munu dvelja við „gríðarlega vandræðalegt“ viðbótarsamkomulag ríkisstjórnarinnar vegna kirkjujarðasamkomulagsins í umræðunum í dag. „Mörg atriði í þeim samningi ganga beinlínis gegn lögum um opinber fjármál og spyrja verður stórra spurninga um hvernig það getur gerst.“ Aukinn agi með auknum fyrirsjáanleika Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, er upptekinn af stóru myndinni og samhengi fjármálastefnu og fjárlagafrumvarps. „Mér finnst mikilvægast að sjá að fjármálastefnan er í raun hönnuð til þess að veita viðspyrnu í hagkerfinu og það reyndist farsælt að breyta stefnunni og teikna inn óvissusvigrúm. Þannig er hægt að mæta hjaðnandi hagvexti og gefa eftir afkomu ríkissjóðs og það er það sem við erum að sjá raungerast núna,“ segir Willum. Hann er líka með hugann við ferlið sem lög um opinber fjármál mæla fyrir um þar sem stóra myndin er dregin upp í ríkisfjármálaáætlun að vori og leggur línurnar. „Þannig að frávikin eru ekki mikil og umfang breytinga milli umræðna orðið minna en áður var. Það eru helst breytingar sem tengjast hagspánni.“ Willum segir aukinn aga fylgja auknum fyrirsjáanleika. „Jákvæð birtingarmynd þessa, vil ég meina, er að peningamálastefna og fjármálastefna vinna nú í takt og í samhengi við kjarasamninga og vinnumarkað.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Fjölmargar breytingartillögur við frumvarp til fjárlaga voru lagðar fram í gær. Önnur umræða um fjárlög er á dagskrá Alþingis í dag. Fyrsta umræða fór fram tólfta og þrettánda september síðastliðinn og gekk frumvarpið til fjárlaganefndar í framhaldinu. Í tillögum meirihluta fjárlaganefndar er meðal annars fallið frá áformum um 2,5 milljarða skattlagningu á ferðaþjónustu. Þá er ekki gert ráð fyrir urðunarskatti að sinni meðan unnið er að útfærslu innheimtunnar. Aðrar tekjur lækka um fjóra milljarða og vegur þar þyngst 2,1 milljarðs lækkun veiðigjalda, en þau miðast við rekstrarafkomu útgerðarinnar árið 2018. Til lækkunar vegur mest endurmat á framkvæmdaáætlun nýs Landspítala og lagt til að framlag lækki um 3,5 milljarða. Meðal einstakra liða er lagt til 100 milljóna framlag til að halda gamla Herjólfi haffærum. Þá er lagt til að lagðar verði fram 350 milljónir til viðbótar til eflingar stafrænni þjónustu. Þjóðkirkjunni er ætluð viðbót sem nemur 246 milljónum króna á næsta ári. Þá er framlag til umhverfismála hækkað um 137 milljónir. Framlag til löggæslu er í tillögunni hækkað um 81,4 milljónir á næsta ári.Skammsýni og brostin loforð „Fjárlagafrumvarpið einkennist af skammsýni og brostnum loforðum,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd, og telur umræðuna í þinginu á morgun hljóta að litast af því. „Framhaldsskólar fá niðurskurð, háskólarnir standa í stað, öryrkjar og aldraðir eru enn eitt árið skildir eftir, kvikmyndagerðin og rannsóknarsjóðir fá högg, umhverfismálin fá eingöngu tvö prósent af fjárlögum, Landspítalinn er látinn ganga í gegnum aðhaldsaðgerðir á sama tíma og veiðileyfagjöldin lækka,“ segir Ágúst Ólafur og lætur þess getið að Samfylkingin muni kynna sínar breytingartillögur og hugmyndir á blaðamannafundi fyrir hádegi í dag.Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.VÍSIR/VILHELMÁgiskun enn eitt árið „Afgreiðsla fjárlaga er enn eitt árið ágiskun um fjárheimildir. Vinna fjárlaganefndar þangað til ríkisstjórnin kemur með breytingatillögur er tiltölulega gagnslaus og umsagnaraðilar geta ekki gert athugasemdir við þær breytingar,“ segir Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í fjárlaganefnd. Björn telur óþarft fyrir fjárlaganefnd að hittast fyrr en eftir að breytingartillögur ríkisstjórnarinnar við eigið frumvarp koma fram í nóvember hvert ár. Sjálfur segist Björn munu dvelja við „gríðarlega vandræðalegt“ viðbótarsamkomulag ríkisstjórnarinnar vegna kirkjujarðasamkomulagsins í umræðunum í dag. „Mörg atriði í þeim samningi ganga beinlínis gegn lögum um opinber fjármál og spyrja verður stórra spurninga um hvernig það getur gerst.“ Aukinn agi með auknum fyrirsjáanleika Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, er upptekinn af stóru myndinni og samhengi fjármálastefnu og fjárlagafrumvarps. „Mér finnst mikilvægast að sjá að fjármálastefnan er í raun hönnuð til þess að veita viðspyrnu í hagkerfinu og það reyndist farsælt að breyta stefnunni og teikna inn óvissusvigrúm. Þannig er hægt að mæta hjaðnandi hagvexti og gefa eftir afkomu ríkissjóðs og það er það sem við erum að sjá raungerast núna,“ segir Willum. Hann er líka með hugann við ferlið sem lög um opinber fjármál mæla fyrir um þar sem stóra myndin er dregin upp í ríkisfjármálaáætlun að vori og leggur línurnar. „Þannig að frávikin eru ekki mikil og umfang breytinga milli umræðna orðið minna en áður var. Það eru helst breytingar sem tengjast hagspánni.“ Willum segir aukinn aga fylgja auknum fyrirsjáanleika. „Jákvæð birtingarmynd þessa, vil ég meina, er að peningamálastefna og fjármálastefna vinna nú í takt og í samhengi við kjarasamninga og vinnumarkað.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira