Ísland kemur illa út Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 12. nóvember 2019 07:30 Kolbeinn flytur erindi á málþinginu á morgun. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Hlutfall þeirra sem sinna umönnun aðstandenda sinna er hærra hér á landi en í öðrum löndum Evrópu. Félagsfræðingur segir ástæðuna margþætta. „Ísland kom ekki vel út í skýrslunni og við erum sem sagt með hæsta hlutfall aðstandenda í umönnun í Evrópu,“ segir Kolbeinn H. Stefánsson félagsfræðingur. Hann er einn þeirra sem flytja erindi á málþingi sem haldið er af Félagsráðgjafafélagi Íslands og Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands á Grand Hóteli á morgun frá 3.30-10.30. Málþingið ber heitið Umönnunarábyrgð aðstandenda: Hlutverk án handrits og er ástæðan nýútkomin skýrsla Eurostat, tölfræðistofnunar Evrópusambandsins, um umönnun. Fréttablaðið greindi frá niðurstöðum skýrslunnar í síðasta mánuði en niðurstöður hennar sýna að hlutfall þeirra sem sinna umönnun óvinnufærra fjölskyldumeðlima sé mun hærra hér á landi en í öðrum löndum Evrópu. „Ef við horfum bara á umönnun veikra, aldraðra og fatlaðra skyldmenna þá er hlutfallið af fólki á vinnualdri sem er með slíka byrði mun hærra á Íslandi en í öðrum Evrópulöndum,“ segir Kolbeinn. „Ef við lítum á Norðurlöndin þá erum við með þrisvar sinnum hærra hlutfall en Finnland sem er næst á eftir okkur. Við erum með tæp tíu prósent og Finnar með um 3,3 prósent,“ bætir hann við. Á málþinginu mun Kolbeinn flytja erindi þar sem hann fer yfir umönnunarbyrði Íslendinga samanborið við önnur lönd Evrópu og samspil vinnu og einkalífs þegar kemur að umönnun. Hann segir umönnun á Íslandi ekki hafa verið mikið rannsakaða en þrátt fyrir það séu ákveðnar hugmyndir um það hvers vegna Ísland skorar eins hátt í skýrslunni og raun ber vitni. „Ísland er lítið og tiltölulega þéttriðið samfélag. Tengsl kynslóða eru mikil og mikill meirihluti landsins býr á suðvesturhorninu svo fjarlægðir eru ekki stórt vandamál. En í mörgum Evrópulöndum getur verið að fólk búi fjarri ættingjum og geti bara lítið gert,“ segir Kolbeinn. „Svo er það hitt sem skiptir máli og það er sú umönnunarþjónusta sem veitt er. Þessi niðurstaða gæti bent til þess að ónógt framboð sé af nægilega góðum umönnunarúrræðum á viðráðanlegum kjörum,“ segir hann. Kolbeinn bendir einnig á að sterk fjölskyldutengsl Íslendinga og sú menning sem hér ríkir geti haft áhrif. „Ég get ekki útilokað það að þetta sé sterkt í menningunni hjá okkur líka, ég held að þetta spili svolítið saman og það getur verið erfitt að átta sig á því hvort kemur á undan. Hvort það sé sterk menning fyrir þessu og þess vegna höfum við ekki þróað þessi úrræði nægilega vel eða hvort menningin hafi mótast svona af því að úrræðin voru ófullnægjandi,“ segir Kolbeinn að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Sjá meira
Hlutfall þeirra sem sinna umönnun aðstandenda sinna er hærra hér á landi en í öðrum löndum Evrópu. Félagsfræðingur segir ástæðuna margþætta. „Ísland kom ekki vel út í skýrslunni og við erum sem sagt með hæsta hlutfall aðstandenda í umönnun í Evrópu,“ segir Kolbeinn H. Stefánsson félagsfræðingur. Hann er einn þeirra sem flytja erindi á málþingi sem haldið er af Félagsráðgjafafélagi Íslands og Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands á Grand Hóteli á morgun frá 3.30-10.30. Málþingið ber heitið Umönnunarábyrgð aðstandenda: Hlutverk án handrits og er ástæðan nýútkomin skýrsla Eurostat, tölfræðistofnunar Evrópusambandsins, um umönnun. Fréttablaðið greindi frá niðurstöðum skýrslunnar í síðasta mánuði en niðurstöður hennar sýna að hlutfall þeirra sem sinna umönnun óvinnufærra fjölskyldumeðlima sé mun hærra hér á landi en í öðrum löndum Evrópu. „Ef við horfum bara á umönnun veikra, aldraðra og fatlaðra skyldmenna þá er hlutfallið af fólki á vinnualdri sem er með slíka byrði mun hærra á Íslandi en í öðrum Evrópulöndum,“ segir Kolbeinn. „Ef við lítum á Norðurlöndin þá erum við með þrisvar sinnum hærra hlutfall en Finnland sem er næst á eftir okkur. Við erum með tæp tíu prósent og Finnar með um 3,3 prósent,“ bætir hann við. Á málþinginu mun Kolbeinn flytja erindi þar sem hann fer yfir umönnunarbyrði Íslendinga samanborið við önnur lönd Evrópu og samspil vinnu og einkalífs þegar kemur að umönnun. Hann segir umönnun á Íslandi ekki hafa verið mikið rannsakaða en þrátt fyrir það séu ákveðnar hugmyndir um það hvers vegna Ísland skorar eins hátt í skýrslunni og raun ber vitni. „Ísland er lítið og tiltölulega þéttriðið samfélag. Tengsl kynslóða eru mikil og mikill meirihluti landsins býr á suðvesturhorninu svo fjarlægðir eru ekki stórt vandamál. En í mörgum Evrópulöndum getur verið að fólk búi fjarri ættingjum og geti bara lítið gert,“ segir Kolbeinn. „Svo er það hitt sem skiptir máli og það er sú umönnunarþjónusta sem veitt er. Þessi niðurstaða gæti bent til þess að ónógt framboð sé af nægilega góðum umönnunarúrræðum á viðráðanlegum kjörum,“ segir hann. Kolbeinn bendir einnig á að sterk fjölskyldutengsl Íslendinga og sú menning sem hér ríkir geti haft áhrif. „Ég get ekki útilokað það að þetta sé sterkt í menningunni hjá okkur líka, ég held að þetta spili svolítið saman og það getur verið erfitt að átta sig á því hvort kemur á undan. Hvort það sé sterk menning fyrir þessu og þess vegna höfum við ekki þróað þessi úrræði nægilega vel eða hvort menningin hafi mótast svona af því að úrræðin voru ófullnægjandi,“ segir Kolbeinn að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Sjá meira