Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar
Áætlað er að samdráttur í samfélaginu lækki tekjur ríkissjóðs um 12,4 milljarða á næsta ári. Að teknu tilliti til breytinga á gjöldum og tekjum leggur meirihluti fjárlaganefndar til að fjárlög næsta árs verði afgreidd með 9,7 milljarða króna halla.

Við skoðum þetta nánar í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö og ræðum við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, í beinni útsendingu.

Einnig verður fjallað um tillögu sem skóla- og frístundaráð samþykkti í dag, en hún felur meðal annars í sér lokun Kelduskóla Korpu, þrátt fyrir hörð mótmæli foreldra og nemenda. 

Við kynnum okkur líka nýja úttekt en samkvæmt henni eru verulegir annmarkar á kerfinu við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×