Stjórn SÍBS gáttuð á því sem hefur farið fram á Reykjalundi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 22:00 Sveinn Guðmundsson er formaður stjórnar SÍBS. Vísir Sveinn Guðmundsson, formaður stjórnar SÍBS, segir að stjórn félagsins hafi lagt það til á þingi SÍBS fyrir rúmu ári síðan að stjórnskipunarlögum yrði breytt og að sérstök stjórn yrði skipuð sem færi með mál Reykjalundar. Stjórn SÍBS hafi aldrei hlutast til um innra starf á Reykjalundi frá fyrstu tíð. „Nú skulum við hafa það alveg á hreinu að í 75 ár hefur stjórn SÍBS, aldrei, ekki í einu tilviki, komið inn í daglegan rekstur eða haft faglega yfirsýn á staðnum. Það hefur verið í höndunum á fagfólki sem við höfum treyst 100% allan tímann,“ sagði Sveinn í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Það eina sem stjórn SÍBS hefur gert allan tímann, það er bara að fara yfir fjármál og passað upp á að þau séu í lagi. Síðan ef fjármuni vantar þá mokum við þeim inn frá okkur úr happdrættum og fleiru inn á staðinn og leitum að fjármunum ef vantar meira. Við höfum aldrei nokkurn tímann tekið fjármuni þaðan út.“Sjá einnig: Aðskilja á Reykjalund og SIBSSveinn segir mikilvægt að því sé haldið til haga að stjórn SÍBS hafi ekki hafið deilur í Reykjalundi. Þær hafi staðið yfir í margar vikur án þess að stjórn SÍBS haft hugmynd um það sem hafi verið í gangi þar innanhúss. Hann segir að framkvæmdarstjórn Reykjalundar, það er fyrrverandi forstjóri, fyrrverandi framkvæmdarstjóri lækninga auk framkvæmdarstjóra hjúkrunar og rekstrarsvið, hafi sett sér skipurit þann 26. júní síðastliðinn án aðkomu stjórnar SÍBS. „Við komum ekkert að undirbúningi þess,“ segir Sveinn. Þá hafi læknaráð sent framkvæmdarstjórn bréf í júlíbyrjun þar sem skipuritinu hafi verið mótmælt, auk ýmissa annarra atriða án þess að stjórn félagsins hafi haft um það hugmynd. Auk þess hafi faghópar mótmælt skipuritin í júlí án þess að stjórninni hafi borist það til eyrna. „Í lok ágúst erum við beðin um að samþykkja þetta skipurit og við spyrjum þá þeirrar einföldu spurningar: „eru allir sáttir við þetta?“ segir Sveinn. „Við fengum þau svör að allir væru sáttir við þetta en það er náttúrulega ekki rétt. Þetta hefur raðast saman með skjölum og gögnum sem við höfum undir höndum í dag.“ Síðar hafi það komið í ljós að fráfarandi forstjóri hafi verið búinn að auglýsa stöðu framkvæmdarstjóra lækninga sem Magnús Ólafsson gegndi. Búið hafi verið að auglýsa stöðu hans lausa af fráfarandi forstjóra. „Við höfðum enga hugmynd um það hvað tæki svo við en við áttum fund með Magnúsi til þess að átta okkur á stöðunni því að annar aðili átti þá að taka við stöðunni þegar að þessu kom.“ Þá hafi nýr framkvæmdarstjóri lækninga átt að taka við aðeins viku eftir fundinn en Magnús hugðist ekki hætta í sínu starfi fyrr en á næsta ári en ekki í nóvember, eins og hafði verið haft ranglega eftir honum.Sjá einnig: Framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi segir uppSveinn segir það misskilning að SÍBS hafi rukkað Reykjalund ákveðna fjárhæð eins og hafði komið fram í bókhaldi félagsins. „Sú fjárhæð sem sagt er að við séum að rukka þá er ekki rétt. Þetta var bara sett á vitlausan stað, fyrir fimm árum, ein tala og hún átti að leiðréttast inn í bókhaldið. Þetta er svo mikið ranghermi að segja að við séum að rukka einhverja peninga. Peningar koma frá okkur til þeirra og hafa alltaf gert,“ segir Sveinn. Hann segir stjórnina vera jafn gáttaða á málum og almenning en hún hafi mikla trú á því að ný starfsstjórn muni koma málum í góðan farveg. „Við spyrjum okkur margra spurninga í dag af því að við erum jafn gáttuð á öllu eins og kannski þjóðin á öllu sem er í gangi þarna upp frá en ég hef bara mikla trú á því að þessi nýja starfsstjórn fari núna yfir öll mál og skoði allt.“ „Ég er ósáttur við það hvernig gagnrýnin hefur beinst að stjórn SÍBS eins og við höfum verið gerendur í einhverju, því að þetta mál var búið að vera í gerjun í marga mánuði. Okkur var aldrei tilkynnt eitt né neitt. Ekki fyrr en allt var komið í kalda kol, þá er farið að hringja í okkur og skrifa bréf frá læknaráði upp á Reykjalundi,“ segir Sveinn.Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Vilja að framkvæmdastjórn Reykjalundar víki og skipuð verði starfsstjórn Sjúkratryggingar Íslands og Landlæknir ætla á næstunni að meta hvort Reykjalundur geti uppfyllt núverandi þjónustusamning. Yfirlæknir taugasviðs Reykjalundar segir að það verði ómöglegt þegar allar uppsagnir lækna hafa tekið gildi. 1. nóvember 2019 19:00 Ný starfsstjórn tekin við á Reykjalundi Sérstök þriggja manna starfsstjórn Reykjalundar sem sett hefur verið á fót fyrir tilstilli heilbrigðisráðherra var kynnt fyrir starfsfólkinu þar í morgun og er tekin til starfa. 12. nóvember 2019 09:50 Herdís hættir sem forstjóri Reykjalundar Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Reykjalundar hefur sagt upp störfum. 8. nóvember 2019 17:45 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Sveinn Guðmundsson, formaður stjórnar SÍBS, segir að stjórn félagsins hafi lagt það til á þingi SÍBS fyrir rúmu ári síðan að stjórnskipunarlögum yrði breytt og að sérstök stjórn yrði skipuð sem færi með mál Reykjalundar. Stjórn SÍBS hafi aldrei hlutast til um innra starf á Reykjalundi frá fyrstu tíð. „Nú skulum við hafa það alveg á hreinu að í 75 ár hefur stjórn SÍBS, aldrei, ekki í einu tilviki, komið inn í daglegan rekstur eða haft faglega yfirsýn á staðnum. Það hefur verið í höndunum á fagfólki sem við höfum treyst 100% allan tímann,“ sagði Sveinn í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Það eina sem stjórn SÍBS hefur gert allan tímann, það er bara að fara yfir fjármál og passað upp á að þau séu í lagi. Síðan ef fjármuni vantar þá mokum við þeim inn frá okkur úr happdrættum og fleiru inn á staðinn og leitum að fjármunum ef vantar meira. Við höfum aldrei nokkurn tímann tekið fjármuni þaðan út.“Sjá einnig: Aðskilja á Reykjalund og SIBSSveinn segir mikilvægt að því sé haldið til haga að stjórn SÍBS hafi ekki hafið deilur í Reykjalundi. Þær hafi staðið yfir í margar vikur án þess að stjórn SÍBS haft hugmynd um það sem hafi verið í gangi þar innanhúss. Hann segir að framkvæmdarstjórn Reykjalundar, það er fyrrverandi forstjóri, fyrrverandi framkvæmdarstjóri lækninga auk framkvæmdarstjóra hjúkrunar og rekstrarsvið, hafi sett sér skipurit þann 26. júní síðastliðinn án aðkomu stjórnar SÍBS. „Við komum ekkert að undirbúningi þess,“ segir Sveinn. Þá hafi læknaráð sent framkvæmdarstjórn bréf í júlíbyrjun þar sem skipuritinu hafi verið mótmælt, auk ýmissa annarra atriða án þess að stjórn félagsins hafi haft um það hugmynd. Auk þess hafi faghópar mótmælt skipuritin í júlí án þess að stjórninni hafi borist það til eyrna. „Í lok ágúst erum við beðin um að samþykkja þetta skipurit og við spyrjum þá þeirrar einföldu spurningar: „eru allir sáttir við þetta?“ segir Sveinn. „Við fengum þau svör að allir væru sáttir við þetta en það er náttúrulega ekki rétt. Þetta hefur raðast saman með skjölum og gögnum sem við höfum undir höndum í dag.“ Síðar hafi það komið í ljós að fráfarandi forstjóri hafi verið búinn að auglýsa stöðu framkvæmdarstjóra lækninga sem Magnús Ólafsson gegndi. Búið hafi verið að auglýsa stöðu hans lausa af fráfarandi forstjóra. „Við höfðum enga hugmynd um það hvað tæki svo við en við áttum fund með Magnúsi til þess að átta okkur á stöðunni því að annar aðili átti þá að taka við stöðunni þegar að þessu kom.“ Þá hafi nýr framkvæmdarstjóri lækninga átt að taka við aðeins viku eftir fundinn en Magnús hugðist ekki hætta í sínu starfi fyrr en á næsta ári en ekki í nóvember, eins og hafði verið haft ranglega eftir honum.Sjá einnig: Framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi segir uppSveinn segir það misskilning að SÍBS hafi rukkað Reykjalund ákveðna fjárhæð eins og hafði komið fram í bókhaldi félagsins. „Sú fjárhæð sem sagt er að við séum að rukka þá er ekki rétt. Þetta var bara sett á vitlausan stað, fyrir fimm árum, ein tala og hún átti að leiðréttast inn í bókhaldið. Þetta er svo mikið ranghermi að segja að við séum að rukka einhverja peninga. Peningar koma frá okkur til þeirra og hafa alltaf gert,“ segir Sveinn. Hann segir stjórnina vera jafn gáttaða á málum og almenning en hún hafi mikla trú á því að ný starfsstjórn muni koma málum í góðan farveg. „Við spyrjum okkur margra spurninga í dag af því að við erum jafn gáttuð á öllu eins og kannski þjóðin á öllu sem er í gangi þarna upp frá en ég hef bara mikla trú á því að þessi nýja starfsstjórn fari núna yfir öll mál og skoði allt.“ „Ég er ósáttur við það hvernig gagnrýnin hefur beinst að stjórn SÍBS eins og við höfum verið gerendur í einhverju, því að þetta mál var búið að vera í gerjun í marga mánuði. Okkur var aldrei tilkynnt eitt né neitt. Ekki fyrr en allt var komið í kalda kol, þá er farið að hringja í okkur og skrifa bréf frá læknaráði upp á Reykjalundi,“ segir Sveinn.Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan
Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Vilja að framkvæmdastjórn Reykjalundar víki og skipuð verði starfsstjórn Sjúkratryggingar Íslands og Landlæknir ætla á næstunni að meta hvort Reykjalundur geti uppfyllt núverandi þjónustusamning. Yfirlæknir taugasviðs Reykjalundar segir að það verði ómöglegt þegar allar uppsagnir lækna hafa tekið gildi. 1. nóvember 2019 19:00 Ný starfsstjórn tekin við á Reykjalundi Sérstök þriggja manna starfsstjórn Reykjalundar sem sett hefur verið á fót fyrir tilstilli heilbrigðisráðherra var kynnt fyrir starfsfólkinu þar í morgun og er tekin til starfa. 12. nóvember 2019 09:50 Herdís hættir sem forstjóri Reykjalundar Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Reykjalundar hefur sagt upp störfum. 8. nóvember 2019 17:45 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Vilja að framkvæmdastjórn Reykjalundar víki og skipuð verði starfsstjórn Sjúkratryggingar Íslands og Landlæknir ætla á næstunni að meta hvort Reykjalundur geti uppfyllt núverandi þjónustusamning. Yfirlæknir taugasviðs Reykjalundar segir að það verði ómöglegt þegar allar uppsagnir lækna hafa tekið gildi. 1. nóvember 2019 19:00
Ný starfsstjórn tekin við á Reykjalundi Sérstök þriggja manna starfsstjórn Reykjalundar sem sett hefur verið á fót fyrir tilstilli heilbrigðisráðherra var kynnt fyrir starfsfólkinu þar í morgun og er tekin til starfa. 12. nóvember 2019 09:50
Herdís hættir sem forstjóri Reykjalundar Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Reykjalundar hefur sagt upp störfum. 8. nóvember 2019 17:45