Vísa deilu sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands til gerðardóms Sylvía Hall skrifar 13. nóvember 2019 20:16 Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar sögðu sig frá rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands fyrir helgi. Vísir/Vilhelm Félag sjúkraþjálfara og Sjúkratryggingar Íslands hafa náð samkomulagi um að vísa deilumáli um gildistíma rammasamnings þeirra til gerðardóms. Rammasamningur sjúkraþjálfara við Sjúkratryggingar rann út þann 31. janúar síðastliðinn. Gerðardómur mun því úrskurða um lagalega óvissu um gildistíma rammasamningsins. Á meðan meðferð málsins fyrir dómi stendur mun Félag sjúkraþjálfara starfa eftir samningnum og verða sjúkraþjálfarar því aftur bundnir að samningnum frá og með morgundeginum með eðlilegum rafrænum samskiptum við Sjúkratryggingar Íslands. Fyrir helgi sögðu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar sig frá samningnum þar sem þeim þótti ekki ákjósanlegt að starfa eftir útrunnum samningi. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, tilkynnti Félag sjúkraþjálfara í kjölfarið til samkeppniseftirlitsins vegna gruns um brot á reglum samkeppnislaga um ólögmætt verðsamráð. Sögðu þau félagsmönnum hafa borist gjaldskrá sem þeir áttu að starfa eftir.Sjá einnig: „Okkur hefði þótt frábært að fá að taka þátt í samtalinu“ Í viðtali við fréttastofu í gær vísaði Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, þessum ásökunum á bug og sagði áherslu hafa verið lagða á að hver og einn sjúkraþjálfari myndi setja sína gjaldskrá. Hún sagði ásakanir forstjórans alvarlegar og ekki vera á rökum reistar. Í fréttatilkynningu er haft eftir Unni að mikilvægt sé fyrir sjúkraþjálfara að Sjúkratryggingar hafi fallist á það að hefja viðræður um innkaupaaðferðir og leiðir til þess að koma á samningum um þjónustu sjúkraþjálfara. Hún gagnrýndi þá stefnu að láta sjúkraþjálfara keppast um sjúklinga líkt og um útboð á malbiksframkvæmdum væri að ræða. „Í stað þess að það sé gerður heildstæður rammasamningur við sjúkraþjálfara um þá þjónustu sem við veitum þá er ætlast til þess að fólk keppi um sjúklingana; keppi um þá eins og útboð á malbiksframkvæmdum þar sem eina breytan sem lögð er til grundvallar er hversu lágt verð geturðu boðið,“ sagði Unnur í samtali við fréttastofu í gær. Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Formaður Félags sjúkraþjálfara: „Þetta eru alvarlegar ávirðingar sem á okkur eru bornar“ Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, hafnar ásökunum forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. 12. nóvember 2019 12:19 Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi sjúkraþjálfara. 7. nóvember 2019 11:40 Alvarlegir annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. 11. nóvember 2019 13:42 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Félag sjúkraþjálfara og Sjúkratryggingar Íslands hafa náð samkomulagi um að vísa deilumáli um gildistíma rammasamnings þeirra til gerðardóms. Rammasamningur sjúkraþjálfara við Sjúkratryggingar rann út þann 31. janúar síðastliðinn. Gerðardómur mun því úrskurða um lagalega óvissu um gildistíma rammasamningsins. Á meðan meðferð málsins fyrir dómi stendur mun Félag sjúkraþjálfara starfa eftir samningnum og verða sjúkraþjálfarar því aftur bundnir að samningnum frá og með morgundeginum með eðlilegum rafrænum samskiptum við Sjúkratryggingar Íslands. Fyrir helgi sögðu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar sig frá samningnum þar sem þeim þótti ekki ákjósanlegt að starfa eftir útrunnum samningi. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, tilkynnti Félag sjúkraþjálfara í kjölfarið til samkeppniseftirlitsins vegna gruns um brot á reglum samkeppnislaga um ólögmætt verðsamráð. Sögðu þau félagsmönnum hafa borist gjaldskrá sem þeir áttu að starfa eftir.Sjá einnig: „Okkur hefði þótt frábært að fá að taka þátt í samtalinu“ Í viðtali við fréttastofu í gær vísaði Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, þessum ásökunum á bug og sagði áherslu hafa verið lagða á að hver og einn sjúkraþjálfari myndi setja sína gjaldskrá. Hún sagði ásakanir forstjórans alvarlegar og ekki vera á rökum reistar. Í fréttatilkynningu er haft eftir Unni að mikilvægt sé fyrir sjúkraþjálfara að Sjúkratryggingar hafi fallist á það að hefja viðræður um innkaupaaðferðir og leiðir til þess að koma á samningum um þjónustu sjúkraþjálfara. Hún gagnrýndi þá stefnu að láta sjúkraþjálfara keppast um sjúklinga líkt og um útboð á malbiksframkvæmdum væri að ræða. „Í stað þess að það sé gerður heildstæður rammasamningur við sjúkraþjálfara um þá þjónustu sem við veitum þá er ætlast til þess að fólk keppi um sjúklingana; keppi um þá eins og útboð á malbiksframkvæmdum þar sem eina breytan sem lögð er til grundvallar er hversu lágt verð geturðu boðið,“ sagði Unnur í samtali við fréttastofu í gær.
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Formaður Félags sjúkraþjálfara: „Þetta eru alvarlegar ávirðingar sem á okkur eru bornar“ Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, hafnar ásökunum forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. 12. nóvember 2019 12:19 Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi sjúkraþjálfara. 7. nóvember 2019 11:40 Alvarlegir annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. 11. nóvember 2019 13:42 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Formaður Félags sjúkraþjálfara: „Þetta eru alvarlegar ávirðingar sem á okkur eru bornar“ Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, hafnar ásökunum forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. 12. nóvember 2019 12:19
Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi sjúkraþjálfara. 7. nóvember 2019 11:40
Alvarlegir annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. 11. nóvember 2019 13:42