Kallaður „Helvítið“ og átti einu sinni heimsmet í hávaða Óskar Ófeigur Jónsson í Istanbul skrifar 14. nóvember 2019 10:00 Það verða til rosaleg læti á Türk Telekom leikvanginum. Getty/Ulrik Pedersen Íslensku landsliðsmennirnir hafa örugglega aldrei spilað áður við jafnmikla öfga aðstæður og þegar þeir mæta Tyrkjum í kvöld í leik upp á líf eða dauða í undankeppni EM 2020. Türk Telekom leikvangurinn eða Ali Sami Yen Spor Kompleksi er nefnilega enginn venjulegur heimavöllur. Því fá íslensku strákarnir að kynnast á eigin skinni og eigin hljóðhimnum á fimmtudagskvöldið. Þessi heimavöllur Galatasaray er ekki bara innan við tíu ára gamall og tekur yfir 52 þúsund manns í sæti. Hann hefur einnig átt sæti í heimsmetabók Guinness þótt að hann eigi ekki heimsmetið lengur. Í marsmánuði árið 2011, þegar leikvangurinn var glænýr, mældist hávaðinn á vellinum í 131.76 desíbelum sem tryggði sér með því sess í heimsmetabók Guinness því aldrei áður hafði mælst meiri hávaði á íþróttaleikvangi. Tvö bandarísk NFL-lið hafa síðar tekið metið af Tyrkjunum, fyrst féll það á CenturyLink Field, heimavelli Seattle Seahawks og svo á Arrowhead Stadium, heimavelli Kansas City Chiefs. Þessir bandarísku vellir hafa skipst á að bæta metið en Arrowhead á það núna eftir að hávaðinn á leik Kansas City Chief liðsins í september 2014 mældist 142.2 desíbel. Það er ekki síst vegna hávaðans sem Türk Telekom Stadium hefur verið kallaður „Helvítið" en það á líka rætur sínar að rekja til gamla heimavallar Galatasaray, sem var rifinn eftir að sá nýi var byggður. Gamli völlurinn Ali Sami Yen var við það hrynja undir það síðasta. Hljóðhimnurnar voru því ekki aðeins í hættu heldur einnig áhorfendur. Galatasaray ákvað því að selja dýrmætt landsvæði sem Ali Sami Yen stóð á og staðinn var nýr völlur byggður norðar í borginni. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
Íslensku landsliðsmennirnir hafa örugglega aldrei spilað áður við jafnmikla öfga aðstæður og þegar þeir mæta Tyrkjum í kvöld í leik upp á líf eða dauða í undankeppni EM 2020. Türk Telekom leikvangurinn eða Ali Sami Yen Spor Kompleksi er nefnilega enginn venjulegur heimavöllur. Því fá íslensku strákarnir að kynnast á eigin skinni og eigin hljóðhimnum á fimmtudagskvöldið. Þessi heimavöllur Galatasaray er ekki bara innan við tíu ára gamall og tekur yfir 52 þúsund manns í sæti. Hann hefur einnig átt sæti í heimsmetabók Guinness þótt að hann eigi ekki heimsmetið lengur. Í marsmánuði árið 2011, þegar leikvangurinn var glænýr, mældist hávaðinn á vellinum í 131.76 desíbelum sem tryggði sér með því sess í heimsmetabók Guinness því aldrei áður hafði mælst meiri hávaði á íþróttaleikvangi. Tvö bandarísk NFL-lið hafa síðar tekið metið af Tyrkjunum, fyrst féll það á CenturyLink Field, heimavelli Seattle Seahawks og svo á Arrowhead Stadium, heimavelli Kansas City Chiefs. Þessir bandarísku vellir hafa skipst á að bæta metið en Arrowhead á það núna eftir að hávaðinn á leik Kansas City Chief liðsins í september 2014 mældist 142.2 desíbel. Það er ekki síst vegna hávaðans sem Türk Telekom Stadium hefur verið kallaður „Helvítið" en það á líka rætur sínar að rekja til gamla heimavallar Galatasaray, sem var rifinn eftir að sá nýi var byggður. Gamli völlurinn Ali Sami Yen var við það hrynja undir það síðasta. Hljóðhimnurnar voru því ekki aðeins í hættu heldur einnig áhorfendur. Galatasaray ákvað því að selja dýrmætt landsvæði sem Ali Sami Yen stóð á og staðinn var nýr völlur byggður norðar í borginni.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira