„Kerfislæg linkind gagnvart spillingu einkennir íslenskt stjórnarfar" Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 11:30 Smári McCarthy, þingmaður Pírata, var málhefjandi sérstakrar umræðu um spillingu á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Það er ljóst að þingmönnum er mikið niðri fyrir vegna meintra brota Samherja í Namibíu. Það var mikill hiti í umræðum í óundirbúnum fyrirspurnatíma í morgun og klukkan ellefu hóf Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sérstaka umræðu um spillingu. „Sú tíð er liðin að fólk geti skýlt sér á bak við furðu eða hneykslan þegar kemur að umræðu um spillingu á Íslandi. Hún er víðfem, vel skjalfest, og viðgengst því sem næst óáreitt. Kerfislæg linkind gagnvart spillingu einkennir íslenskt stjórnarfar,” sagði Smári við upphaf ræðu sinnar. Hann sagði uppljóstranir Kveiks og Stundarinnar um starfsemi Samherja í Namibíu og Angóla vera sláandi og að fyrir liggi sannanir um skipulagt arðrán á auðlindum annarrar þjóðar.Sjá einnig: Bein útsending frá Alþingi: Þingmenn ræða spillingu í skugga Samherjaskjalanna „Söfnun kvóta á hendur hinna fáu er afleiðing þess að pólitísk tengsl séu nýtt til að treysta það eignarhald, lágmarka greiðslur í sameiginlega sjóði og hámarka hagnað. Það eru mistök að horfa fram hjá uppsprettu og rót vandans,“ sagði Smári. Tilgangslaust væri af hálfu þingmanna að lýsa því aftur og aftur yfir hversu hrikaleg spillingarmál Samherja séu. „Við vitum það öll. Það sem fólk vill heyra frá okkur núna er hvað við ætlum að gera í málinu,“ sagði Smári.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist líta málið grafalvarlegum augum.Vísir/VilhelmKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var til andsvara en hún sagði málið þegar vera komið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. „ Það er mjög mikilvægt að þar verði vandað til verka, allar staðreyndir málsins verði dregnar fram og að sjálfsögðu munu stjórnvöld tryggja að þær stofnanir sem fara með rannsókn málsins hafi fullt svigrúm til að sinna henni af kostgæfni,” sagði Katrín. Þá sagðist hún ætla að leggja fram frumvarp á þessu þingi um varnir gegn hagsmunaárekstrum í stjórnarráðinu. Þá hafi Alþingi þegar samþykkt ýmis frumvörp hennar, til að mynda um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna og breytingar á upplýsingalögum. „Og mér skilst að í dag eigi að mæla fyrir frumvarp um vernd uppljóstrara,“ sagði Katrín og vísaði þar til frumvarps sem hún sjálf mun mæla fyrir síðar í dag. Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir „Ég óttast að Ísland sé að teiknast upp sem spillingarbæli“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skammaði Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag fyrir að kalla Ísland "spillingarbæli.“ Báðir hækkuðu þeir róminn verulega í ræðum sínum í pontu Alþingis og höfðu uppi frammíköll. 14. nóvember 2019 10:47 Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Það er ljóst að þingmönnum er mikið niðri fyrir vegna meintra brota Samherja í Namibíu. Það var mikill hiti í umræðum í óundirbúnum fyrirspurnatíma í morgun og klukkan ellefu hóf Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sérstaka umræðu um spillingu. „Sú tíð er liðin að fólk geti skýlt sér á bak við furðu eða hneykslan þegar kemur að umræðu um spillingu á Íslandi. Hún er víðfem, vel skjalfest, og viðgengst því sem næst óáreitt. Kerfislæg linkind gagnvart spillingu einkennir íslenskt stjórnarfar,” sagði Smári við upphaf ræðu sinnar. Hann sagði uppljóstranir Kveiks og Stundarinnar um starfsemi Samherja í Namibíu og Angóla vera sláandi og að fyrir liggi sannanir um skipulagt arðrán á auðlindum annarrar þjóðar.Sjá einnig: Bein útsending frá Alþingi: Þingmenn ræða spillingu í skugga Samherjaskjalanna „Söfnun kvóta á hendur hinna fáu er afleiðing þess að pólitísk tengsl séu nýtt til að treysta það eignarhald, lágmarka greiðslur í sameiginlega sjóði og hámarka hagnað. Það eru mistök að horfa fram hjá uppsprettu og rót vandans,“ sagði Smári. Tilgangslaust væri af hálfu þingmanna að lýsa því aftur og aftur yfir hversu hrikaleg spillingarmál Samherja séu. „Við vitum það öll. Það sem fólk vill heyra frá okkur núna er hvað við ætlum að gera í málinu,“ sagði Smári.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist líta málið grafalvarlegum augum.Vísir/VilhelmKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var til andsvara en hún sagði málið þegar vera komið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. „ Það er mjög mikilvægt að þar verði vandað til verka, allar staðreyndir málsins verði dregnar fram og að sjálfsögðu munu stjórnvöld tryggja að þær stofnanir sem fara með rannsókn málsins hafi fullt svigrúm til að sinna henni af kostgæfni,” sagði Katrín. Þá sagðist hún ætla að leggja fram frumvarp á þessu þingi um varnir gegn hagsmunaárekstrum í stjórnarráðinu. Þá hafi Alþingi þegar samþykkt ýmis frumvörp hennar, til að mynda um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna og breytingar á upplýsingalögum. „Og mér skilst að í dag eigi að mæla fyrir frumvarp um vernd uppljóstrara,“ sagði Katrín og vísaði þar til frumvarps sem hún sjálf mun mæla fyrir síðar í dag.
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir „Ég óttast að Ísland sé að teiknast upp sem spillingarbæli“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skammaði Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag fyrir að kalla Ísland "spillingarbæli.“ Báðir hækkuðu þeir róminn verulega í ræðum sínum í pontu Alþingis og höfðu uppi frammíköll. 14. nóvember 2019 10:47 Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
„Ég óttast að Ísland sé að teiknast upp sem spillingarbæli“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skammaði Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag fyrir að kalla Ísland "spillingarbæli.“ Báðir hækkuðu þeir róminn verulega í ræðum sínum í pontu Alþingis og höfðu uppi frammíköll. 14. nóvember 2019 10:47
Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08