Hamrén segir rétt að hafa beðið með að sækja Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 19:26 Erik Hamrén var sáttur með frammistöðu íslenksa landsliðsins gegn Tyrkjum í undankeppni EM 2020 í kvöld en að vonum vonsvikinn með niðurstöðuna. Ísland gerði 0-0 jafntefli við Tyrki, en þurfti að vinna til þess að eiga möguleika á að fara upp úr riðlinum. „Frammistaðan var góð og ég er stoltur af leikmönnunum. Við gerðum það sem við vildum gera,“ sagði Hamrén við Óskar Ófeig Jónsson úti í Tyrklandi í leikslok. „Þeir reyndu allt sem þeir gátu, við lokuðum vel á þá og vorum nálægt því að skora í lokin.“ „Það verður áhugavert að skoða upptöku af leiknum því mér fannst Jón Daði eiga að fá víti undir lokin en ég þarf að sjá þetta aftur.“ Hvað var það sem vantaði upp á að mati Hamrén, var það bara smá heppni? „Við vorum að spila við mjög gott lið, þeir hafa sýnt það alla undankeppnina. En þú þarft á heppni að halda.“ „Við áttum okkar tækifæri og með heppni hefðum við skorað. En við reyndum allt sem við gátum og þú getur ekki gert betur en það.“ Hamrén byrjaði með þrjá framherja í liðinu, þá Alfreð Finnbogason og Kolbein Sigþórsson frammi og Jón Daða Böðvarsson úti á kantinum. „Ég vildi hafa jafnvægi í liðinu og sækja þegar við vorum með boltann. Þess vegna var Jón Daði á kantinum, við reyndum að nota hlaupin hans en því miður þá komu meiðsli snemma í leiknum og þá þurftum við að breyta,“ sagði Hamrén en Alfreð fór meiddur af velli eftir rúmlega tuttugu mínútur. „Í lok leiksins þá gátum við ekki breytt of snemma því við opnuðum okkur og þeir fengu hálffæri. Ef þú gerir það of snemma þá getum við fengið skyndisókn á okkur. Það sást í lokin þegar þeir fengu hálffæri því við vorum með allt liðið uppi. Mér fannst við gera þetta rétt,“ sagði Erik Hamrén. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands eftir jafnteflið í Istanbúl: Miðverðirnir bestir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru bestu leikmenn Íslands í markalausa jafnteflinu gegn Tyrklandi. 14. nóvember 2019 19:05 Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Erik Hamrén var sáttur með frammistöðu íslenksa landsliðsins gegn Tyrkjum í undankeppni EM 2020 í kvöld en að vonum vonsvikinn með niðurstöðuna. Ísland gerði 0-0 jafntefli við Tyrki, en þurfti að vinna til þess að eiga möguleika á að fara upp úr riðlinum. „Frammistaðan var góð og ég er stoltur af leikmönnunum. Við gerðum það sem við vildum gera,“ sagði Hamrén við Óskar Ófeig Jónsson úti í Tyrklandi í leikslok. „Þeir reyndu allt sem þeir gátu, við lokuðum vel á þá og vorum nálægt því að skora í lokin.“ „Það verður áhugavert að skoða upptöku af leiknum því mér fannst Jón Daði eiga að fá víti undir lokin en ég þarf að sjá þetta aftur.“ Hvað var það sem vantaði upp á að mati Hamrén, var það bara smá heppni? „Við vorum að spila við mjög gott lið, þeir hafa sýnt það alla undankeppnina. En þú þarft á heppni að halda.“ „Við áttum okkar tækifæri og með heppni hefðum við skorað. En við reyndum allt sem við gátum og þú getur ekki gert betur en það.“ Hamrén byrjaði með þrjá framherja í liðinu, þá Alfreð Finnbogason og Kolbein Sigþórsson frammi og Jón Daða Böðvarsson úti á kantinum. „Ég vildi hafa jafnvægi í liðinu og sækja þegar við vorum með boltann. Þess vegna var Jón Daði á kantinum, við reyndum að nota hlaupin hans en því miður þá komu meiðsli snemma í leiknum og þá þurftum við að breyta,“ sagði Hamrén en Alfreð fór meiddur af velli eftir rúmlega tuttugu mínútur. „Í lok leiksins þá gátum við ekki breytt of snemma því við opnuðum okkur og þeir fengu hálffæri. Ef þú gerir það of snemma þá getum við fengið skyndisókn á okkur. Það sást í lokin þegar þeir fengu hálffæri því við vorum með allt liðið uppi. Mér fannst við gera þetta rétt,“ sagði Erik Hamrén.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands eftir jafnteflið í Istanbúl: Miðverðirnir bestir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru bestu leikmenn Íslands í markalausa jafnteflinu gegn Tyrklandi. 14. nóvember 2019 19:05 Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Einkunnir Íslands eftir jafnteflið í Istanbúl: Miðverðirnir bestir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru bestu leikmenn Íslands í markalausa jafnteflinu gegn Tyrklandi. 14. nóvember 2019 19:05
Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45