Fólki gert auðveldara að byggja við húsnæði sitt eða breyta því Heimir Már Pétursson skrifar 15. nóvember 2019 20:22 Fyrsta áfanga í nýju hverfaskipulagi hjá Reykjavíkurborg er lokið en það mun auðvelda fólki að gera breytingar á húsnæði sínu eða byggja við það. Með nýja skipulaginu verður hægt að bæta við fimmtán hundruð íbúðum í Árbæjarhverfi. Undanfarin ár hefur verið unnið að breytingum á skipulagsmálum borgarinnar sem felur í sér að horfið verði frá deiliskipulagi til hverfaskipulags. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar opnaði í dag kynning á verkefninu í húsakynnum borgarinnar við Borgartún. „Stærstu breytingarnar snúa að sjálfsögðu að íbúunum sjálfum. Við erum að einfalda ferlið gríðarlega. Eitthvað sem áður tók marga mánuði áður, einis og t.d. að sækja um kvist, stækkun á húsnæði eða bæta viðíbúð, sem gat tekið mjög langan tíma, tekur núörskamman tíma. Einfaldlega vegna þess að það er búið að gefa allar heimildirnar,“ segir Sigurborg Ósk. Fyrsta áfanganum, sem er hverfaskipulag Árbæjar, er lokið. Íbúar þar geta nú farið á nýjan vef, hverfaskipulag.is, og kynnt sér hvað þeim er heimilt að gera og sækja þar um leyfi. Markmiðið er að gera hverfin sjálfbærari og fjölga íbúðum í þeim. „Þarna íÁrbænum er þeim að fjölga um allt að fimmtán hundruð. Það skiptir sköpum þegar við viljum efla nærþjónustuna og bæta almenningssamgöngur,“ segir Sigurborg Ósk. Möguleikarnir séu misjafnir eftir tegund fasteigna. „Fjölbýlishús eins og þau við Hraunbæinn fá heimild til að bæta við sig hæð ofan á gegn því að það komi lyfta sem eykur þá aðgengi fyrir alla. Í öðrum húsum, stórum einbýlishúsum til dæmis, getur verið heimild til að innrétta íbúð inni í húsinu. Það eru líka heimildir til að breyta bílskúrum í íbúðir og svo til að byggja við önnur hús,“ segir formaðurinn. Ef hugmyndir fólks rúmast innan þessara heimilda er einfaldlega sótt um og leyfi liggur fyrir innan skamms tíma án þess að fara þurfi í grenndarkynningu. Hverfaskipulag fyrir önnur hverfi eiga að liggja fyrir á næstu þremur árum. „Næst á dagskrá er Breiðholtið. Það er ansi langt komið þannig að ætlunin er að auglýsa það í byrjun næsta árs. Síðan koma Hlíðar og Holt strax í kjölfarið. Svo unnið koll að kolli það er að segja Kjalarnesið, Grafarvogur, Laugardalur, Vesturbærinn og svo miðbærinn síðastur,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir. Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Fyrsta áfanga í nýju hverfaskipulagi hjá Reykjavíkurborg er lokið en það mun auðvelda fólki að gera breytingar á húsnæði sínu eða byggja við það. Með nýja skipulaginu verður hægt að bæta við fimmtán hundruð íbúðum í Árbæjarhverfi. Undanfarin ár hefur verið unnið að breytingum á skipulagsmálum borgarinnar sem felur í sér að horfið verði frá deiliskipulagi til hverfaskipulags. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar opnaði í dag kynning á verkefninu í húsakynnum borgarinnar við Borgartún. „Stærstu breytingarnar snúa að sjálfsögðu að íbúunum sjálfum. Við erum að einfalda ferlið gríðarlega. Eitthvað sem áður tók marga mánuði áður, einis og t.d. að sækja um kvist, stækkun á húsnæði eða bæta viðíbúð, sem gat tekið mjög langan tíma, tekur núörskamman tíma. Einfaldlega vegna þess að það er búið að gefa allar heimildirnar,“ segir Sigurborg Ósk. Fyrsta áfanganum, sem er hverfaskipulag Árbæjar, er lokið. Íbúar þar geta nú farið á nýjan vef, hverfaskipulag.is, og kynnt sér hvað þeim er heimilt að gera og sækja þar um leyfi. Markmiðið er að gera hverfin sjálfbærari og fjölga íbúðum í þeim. „Þarna íÁrbænum er þeim að fjölga um allt að fimmtán hundruð. Það skiptir sköpum þegar við viljum efla nærþjónustuna og bæta almenningssamgöngur,“ segir Sigurborg Ósk. Möguleikarnir séu misjafnir eftir tegund fasteigna. „Fjölbýlishús eins og þau við Hraunbæinn fá heimild til að bæta við sig hæð ofan á gegn því að það komi lyfta sem eykur þá aðgengi fyrir alla. Í öðrum húsum, stórum einbýlishúsum til dæmis, getur verið heimild til að innrétta íbúð inni í húsinu. Það eru líka heimildir til að breyta bílskúrum í íbúðir og svo til að byggja við önnur hús,“ segir formaðurinn. Ef hugmyndir fólks rúmast innan þessara heimilda er einfaldlega sótt um og leyfi liggur fyrir innan skamms tíma án þess að fara þurfi í grenndarkynningu. Hverfaskipulag fyrir önnur hverfi eiga að liggja fyrir á næstu þremur árum. „Næst á dagskrá er Breiðholtið. Það er ansi langt komið þannig að ætlunin er að auglýsa það í byrjun næsta árs. Síðan koma Hlíðar og Holt strax í kjölfarið. Svo unnið koll að kolli það er að segja Kjalarnesið, Grafarvogur, Laugardalur, Vesturbærinn og svo miðbærinn síðastur,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir.
Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira