Staðfesti dóm vegna grófrar líkamsárásar og frelsissviptingar Eiður Þór Árnason skrifar 15. nóvember 2019 22:05 Leiðin upp í Fálkafell ofan Akureyrar er fáfarin og grýtt jeppaslóð. Fréttablaðið/Sveinn Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands Eystra yfir Akureyringi á fertugsaldri sem er gert að hafa ráðist fólskulega á mann og svipt hann frelsi við handrukkun. Í ágúst á síðasta ári var maðurinn dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á manninn þar sem hann var í heitum potti við heimili, dregið hann upp úr, snúið hann niður og slegið ítrekað. Brotin áttu sér stað í apríl árið 2016.Flutti brotaþolann á bílpalli Hinn ákærði áfrýjaði dómnum og gekkst ekki við öllum ákæruliðum fyrir Landsrétti. Fram kemur í dómi Landsréttar að það þótti sannað, meðal annars með framburði vitna, að maðurinn hafi beitt brotaþola barsmíðum og valdið honum áverkum eins og þeim sem var lýst í fyrri ákærulið.Sjá einnig:Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalliEinnig taldi dómurinn sannað með framburði vitna og gögnum um staðfestingar símtækja að hinn ákærði hefði síðar sama dag frelsissvift brotaþola og beitt frekara ofbeldi eins og því var lýst í seinni ákærulið. Var honum þá gert að hafa komið brotaþola fyrir á bílpalli og keyrt hann í átt að Fálkafelli þar sem hinn ákærði á að hafa beitt hann frekara ofbeldi í félagi við annan mann og síðan skilið brotaþolann eftir rænulausan. Landsréttur staðfesti þannig niðurstöðu héraðsdóms um ákvörðun refsingar hins ákærða, greiðslu miskabóta til brotaþola og sakarkostnað. Þá er honum einnig gert að greiða brotaþola málskostnað vegna áfrýjunarinnar og annan áfrýjunarkostnað.Skilinn eftir blóðlítill og rænulaus Í viðtali við Fréttablaðið stuttu eftir árásina lýsti þolandinn brotum mannsins með átakanlegum hætti. „Ég var bara í heitum potti á sólpalli á Akureyri þegar ég er laminn í hnakkann og svo er ég stunginn í tvígang og höndin á mér brotin.“ Maðurinn sagði að ráðist hafi verið á sig með barefli og eggvopni og hann fluttur meðvitundarlaus upp á Glerárdal ofan við Akureyri. Þar fannst hann með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. Var hann fluttur rænulítill á sjúkrahús. Akureyri Dómsmál Tengdar fréttir Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalli Maður á fertugsaldri fannst í Glerárdal eftir að hafa verið fluttur þangað nauðugur, með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. 26. apríl 2016 05:00 Dæmdur fyrir handrukkun Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í vikunni þrítugan Akureyring í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist fólskulega á mann og svipt frelsi í handrukkun sem fór fram í apríl árið 2016. 24. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands Eystra yfir Akureyringi á fertugsaldri sem er gert að hafa ráðist fólskulega á mann og svipt hann frelsi við handrukkun. Í ágúst á síðasta ári var maðurinn dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á manninn þar sem hann var í heitum potti við heimili, dregið hann upp úr, snúið hann niður og slegið ítrekað. Brotin áttu sér stað í apríl árið 2016.Flutti brotaþolann á bílpalli Hinn ákærði áfrýjaði dómnum og gekkst ekki við öllum ákæruliðum fyrir Landsrétti. Fram kemur í dómi Landsréttar að það þótti sannað, meðal annars með framburði vitna, að maðurinn hafi beitt brotaþola barsmíðum og valdið honum áverkum eins og þeim sem var lýst í fyrri ákærulið.Sjá einnig:Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalliEinnig taldi dómurinn sannað með framburði vitna og gögnum um staðfestingar símtækja að hinn ákærði hefði síðar sama dag frelsissvift brotaþola og beitt frekara ofbeldi eins og því var lýst í seinni ákærulið. Var honum þá gert að hafa komið brotaþola fyrir á bílpalli og keyrt hann í átt að Fálkafelli þar sem hinn ákærði á að hafa beitt hann frekara ofbeldi í félagi við annan mann og síðan skilið brotaþolann eftir rænulausan. Landsréttur staðfesti þannig niðurstöðu héraðsdóms um ákvörðun refsingar hins ákærða, greiðslu miskabóta til brotaþola og sakarkostnað. Þá er honum einnig gert að greiða brotaþola málskostnað vegna áfrýjunarinnar og annan áfrýjunarkostnað.Skilinn eftir blóðlítill og rænulaus Í viðtali við Fréttablaðið stuttu eftir árásina lýsti þolandinn brotum mannsins með átakanlegum hætti. „Ég var bara í heitum potti á sólpalli á Akureyri þegar ég er laminn í hnakkann og svo er ég stunginn í tvígang og höndin á mér brotin.“ Maðurinn sagði að ráðist hafi verið á sig með barefli og eggvopni og hann fluttur meðvitundarlaus upp á Glerárdal ofan við Akureyri. Þar fannst hann með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. Var hann fluttur rænulítill á sjúkrahús.
Akureyri Dómsmál Tengdar fréttir Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalli Maður á fertugsaldri fannst í Glerárdal eftir að hafa verið fluttur þangað nauðugur, með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. 26. apríl 2016 05:00 Dæmdur fyrir handrukkun Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í vikunni þrítugan Akureyring í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist fólskulega á mann og svipt frelsi í handrukkun sem fór fram í apríl árið 2016. 24. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalli Maður á fertugsaldri fannst í Glerárdal eftir að hafa verið fluttur þangað nauðugur, með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. 26. apríl 2016 05:00
Dæmdur fyrir handrukkun Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í vikunni þrítugan Akureyring í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist fólskulega á mann og svipt frelsi í handrukkun sem fór fram í apríl árið 2016. 24. ágúst 2018 06:00