Minningarathöfn við Kögunarhól við Suðurlandsveg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. nóvember 2019 12:00 Athöfnin fer fram klukkan 14:00 í dag við Kögunarhól. Björgunarsveitir í Árnessýslu, lögreglan á Suðurlandi, Brunavarnir Árnessýslu og sjúkraflutningar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafa boðað til minningarstundar um fórnarlömb umferðarslysa klukkan tvö á eftir. Athöfnin fer fram við krossana við Kögunarhól á milli Hveragerðis og Selfoss. Við Kögunarhól eru fjölmargir krossar til að minnast þeirra sem hafa látist í umferðarslysum í gegnum árin á Suðurlandsveginum. Kveikt verður á kerti við krossana á eftir um leið og viðbragðsaðilar í Árnessýslu ætla að koma saman og standa fyrir minningarathöfn fórnarlamba umferðarslysa. „Þarna er verið að vekja athygli á þremur hlutum. Í fyrsta lagi að minnast þeirra sem hafa slasast eða látist í umferðarslysum, í öðru lagi að vekja okkur til umhugsunar um það að við þurfum að fara varlega í umferðinni og í þriðja lagi að þakka þeim sem eru að sinna þessum sorglegu atburðum dags daglega, sem eru þessir aðilar sem verða þarna á staðnum“, segir Gísli Páll Pálsson, gjaldkeri Hjálparsveitar Skáta í Hveragerði og talsmaður athafnarinnar. Gísli Páll Pálsson, sem er talsmaður athafnarinar við Kögunarhól og björgunarsveitarmaður í Hveragerði.Magnús HlylnurGísli Páll segir að dagskráin verði stutt og einföld, það verði flutt tvö ávörp og kveikt á kerti, fyrst og fremst sé um táknræna athöfn á ræða. Gísli Páll segir að athöfnin við Kögunarhól sé á stað þar sem einn hættulegasti umferðarkafli á Íslandi er, þar að segja á milli Hveragerðis og Selfoss. „Það hafa reyndar orðið verulegar endurbætur á þessum kafla á þessu ári en við viljum ýta á eftir því að fá allan veginn frá Hveragerði á Selfoss þannig að það verði aðskildar akreinar“. Gísli Páll segir að viðbragðsaðilar í Árnessýslu óttist stórt rútuslys í Árnessýslu. „Við erum vissulega undirbúin fyrir það að það verði stórt rútuslys sem ég held því miður að sé bara tímaspursmál hvenær verði. Þá veitir okkur ekkert af öllum þeim björgum, sem við höfum á Suðurlandi, bæði sjúkraflutningar, lögreglu, slökkvilið og björgunarsveitir. Það er eitthvað sem við æfum reglulega, viðbrögð við svona stóru slysi ef það verður“, segir Gísli Páll. Gísli Páll segir að allir séu velkomnir á eftir á athöfnina við Kögunarhól. „Já, það eru allir velkomnir. Við fengum leyfi hjá bóndanum á Kjarri að leggja á túnið sem er þarna rétt austan við, það er frosið, þannig að þar er stæði fyrir tugi eða hundruð bíla. Bara að fara varlega, það er aðalatriðið, við viljum ekki að neinn slasist við að koma til okkar eða fara frá okkur“. Umferðaröryggi Ölfus Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Björgunarsveitir í Árnessýslu, lögreglan á Suðurlandi, Brunavarnir Árnessýslu og sjúkraflutningar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafa boðað til minningarstundar um fórnarlömb umferðarslysa klukkan tvö á eftir. Athöfnin fer fram við krossana við Kögunarhól á milli Hveragerðis og Selfoss. Við Kögunarhól eru fjölmargir krossar til að minnast þeirra sem hafa látist í umferðarslysum í gegnum árin á Suðurlandsveginum. Kveikt verður á kerti við krossana á eftir um leið og viðbragðsaðilar í Árnessýslu ætla að koma saman og standa fyrir minningarathöfn fórnarlamba umferðarslysa. „Þarna er verið að vekja athygli á þremur hlutum. Í fyrsta lagi að minnast þeirra sem hafa slasast eða látist í umferðarslysum, í öðru lagi að vekja okkur til umhugsunar um það að við þurfum að fara varlega í umferðinni og í þriðja lagi að þakka þeim sem eru að sinna þessum sorglegu atburðum dags daglega, sem eru þessir aðilar sem verða þarna á staðnum“, segir Gísli Páll Pálsson, gjaldkeri Hjálparsveitar Skáta í Hveragerði og talsmaður athafnarinnar. Gísli Páll Pálsson, sem er talsmaður athafnarinar við Kögunarhól og björgunarsveitarmaður í Hveragerði.Magnús HlylnurGísli Páll segir að dagskráin verði stutt og einföld, það verði flutt tvö ávörp og kveikt á kerti, fyrst og fremst sé um táknræna athöfn á ræða. Gísli Páll segir að athöfnin við Kögunarhól sé á stað þar sem einn hættulegasti umferðarkafli á Íslandi er, þar að segja á milli Hveragerðis og Selfoss. „Það hafa reyndar orðið verulegar endurbætur á þessum kafla á þessu ári en við viljum ýta á eftir því að fá allan veginn frá Hveragerði á Selfoss þannig að það verði aðskildar akreinar“. Gísli Páll segir að viðbragðsaðilar í Árnessýslu óttist stórt rútuslys í Árnessýslu. „Við erum vissulega undirbúin fyrir það að það verði stórt rútuslys sem ég held því miður að sé bara tímaspursmál hvenær verði. Þá veitir okkur ekkert af öllum þeim björgum, sem við höfum á Suðurlandi, bæði sjúkraflutningar, lögreglu, slökkvilið og björgunarsveitir. Það er eitthvað sem við æfum reglulega, viðbrögð við svona stóru slysi ef það verður“, segir Gísli Páll. Gísli Páll segir að allir séu velkomnir á eftir á athöfnina við Kögunarhól. „Já, það eru allir velkomnir. Við fengum leyfi hjá bóndanum á Kjarri að leggja á túnið sem er þarna rétt austan við, það er frosið, þannig að þar er stæði fyrir tugi eða hundruð bíla. Bara að fara varlega, það er aðalatriðið, við viljum ekki að neinn slasist við að koma til okkar eða fara frá okkur“.
Umferðaröryggi Ölfus Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira