Allir björguðust úr íbúðarhúsinu sem brann á Akureyri Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. nóvember 2019 11:15 Húsið sem brann á Akureyri í dag er ónýtt. Allir íbúar komust út. Vísir/Tryggvi Páll Tryggvason Slökkvistarfi er að mestu lokið á Norðurgötu á Akureyri en mikill eldur kom upp í íbúðarhúsi á sjötta tímanum í nótt. Í húsinu eru þrjár íbúðir og náðu íbúar tveggja þeirra að koma sér út. Um tíma var talið að íbúi hafi hugsanlega verið í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp en lögregla hefur nú náð tali af öllum íbúum hússins. Óskað hefur verið eftir aðstoð áfallateymis Rauða kross Íslands fyrir íbúana. Búið er að ráða niðurlögum eldsins en slökkvilið er enn að störfum á vettvangi samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Er slökkvistarfi lýkur mun lögreglan taka við vettvangnum. Óskað hefur verið eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu til þess að sjá um tæknirannsókn á vettvangi. Eldsupptök eru enn óljós og er rannsókn málsins á frumstigi. Mynd/Karen Ósk BirgisdóttirKlukkan 05:14 í nótt fengu lögregla og slökkvilið á Akureyri tilkynninguna um eldinn í íbúðarhúsinu við Norðurgötu. Strax var ljóst að um mikinn eld var að ræða en húsið er gamalt timburhús klætt með bárujárni og var það í ljósum logum. Húsið er gjörónýtt. Mikill reykur var á svæðinu og voru íbúar beðnir að loka gluggum og halda sig fjarri vettvanginum. Karen Ósk Birgisdóttir, íbúi í næsta húsi við húsið sem brann, segir í samtali við fréttastofu að slökkviliðið hafi unnið mikið þrekvirki í morgunn. „Við vöknum og lokum öllum gluggum og þá er húsið að brenna,“ segir Karen Ósk. Slökkvilið var þá komið á staðinn og byrjað að reyna að ráða niðurlögum eldsins. Meðfylgjandi myndband tók Karen Ósk að störfum slökkviliðsins á vettvangi. „Það er sunnanátt og húsið okkar er norðan við okkur þannig að vindurinn blés í hina áttina. Ef að það hefði verið norðanátt þá hefðum við þurft að fara út.“ Karen Ósk segir að eldurinn hafi verið mikill og reykurinn þykkur á svæðinu. „Slökkviliðið á náttúrulega bara hrós skilið og eru búnir að standa sig rosalega vel.Mynd/ Karen Ósk BirgisdóttirEins og Vigfús Bjarkason, varðstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag þurfti að rífa þakið af húsinu til þess að ná að tökum á eldinum. Slökkvilið var á störfum í nokkrar klukkustundir og um tíma var ekki vitað hvort að það hefði náð að bjarga öllum út í tæka tíð, þar sem ekki náðist samband við alla íbúa hússins. Íbúðin var mannlaus þegar eldurinn kom upp samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar. Myndbandið hér að neðan tók fréttamaður okkar á vettvangi fyrr í dag. Akureyri Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Eldsvoði á Eyrinni á Akureyri Íbúar eru beðnir að loka gluggum á meðan þetta varir. 17. nóvember 2019 08:01 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Slökkvistarfi er að mestu lokið á Norðurgötu á Akureyri en mikill eldur kom upp í íbúðarhúsi á sjötta tímanum í nótt. Í húsinu eru þrjár íbúðir og náðu íbúar tveggja þeirra að koma sér út. Um tíma var talið að íbúi hafi hugsanlega verið í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp en lögregla hefur nú náð tali af öllum íbúum hússins. Óskað hefur verið eftir aðstoð áfallateymis Rauða kross Íslands fyrir íbúana. Búið er að ráða niðurlögum eldsins en slökkvilið er enn að störfum á vettvangi samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Er slökkvistarfi lýkur mun lögreglan taka við vettvangnum. Óskað hefur verið eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu til þess að sjá um tæknirannsókn á vettvangi. Eldsupptök eru enn óljós og er rannsókn málsins á frumstigi. Mynd/Karen Ósk BirgisdóttirKlukkan 05:14 í nótt fengu lögregla og slökkvilið á Akureyri tilkynninguna um eldinn í íbúðarhúsinu við Norðurgötu. Strax var ljóst að um mikinn eld var að ræða en húsið er gamalt timburhús klætt með bárujárni og var það í ljósum logum. Húsið er gjörónýtt. Mikill reykur var á svæðinu og voru íbúar beðnir að loka gluggum og halda sig fjarri vettvanginum. Karen Ósk Birgisdóttir, íbúi í næsta húsi við húsið sem brann, segir í samtali við fréttastofu að slökkviliðið hafi unnið mikið þrekvirki í morgunn. „Við vöknum og lokum öllum gluggum og þá er húsið að brenna,“ segir Karen Ósk. Slökkvilið var þá komið á staðinn og byrjað að reyna að ráða niðurlögum eldsins. Meðfylgjandi myndband tók Karen Ósk að störfum slökkviliðsins á vettvangi. „Það er sunnanátt og húsið okkar er norðan við okkur þannig að vindurinn blés í hina áttina. Ef að það hefði verið norðanátt þá hefðum við þurft að fara út.“ Karen Ósk segir að eldurinn hafi verið mikill og reykurinn þykkur á svæðinu. „Slökkviliðið á náttúrulega bara hrós skilið og eru búnir að standa sig rosalega vel.Mynd/ Karen Ósk BirgisdóttirEins og Vigfús Bjarkason, varðstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag þurfti að rífa þakið af húsinu til þess að ná að tökum á eldinum. Slökkvilið var á störfum í nokkrar klukkustundir og um tíma var ekki vitað hvort að það hefði náð að bjarga öllum út í tæka tíð, þar sem ekki náðist samband við alla íbúa hússins. Íbúðin var mannlaus þegar eldurinn kom upp samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar. Myndbandið hér að neðan tók fréttamaður okkar á vettvangi fyrr í dag.
Akureyri Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Eldsvoði á Eyrinni á Akureyri Íbúar eru beðnir að loka gluggum á meðan þetta varir. 17. nóvember 2019 08:01 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Eldsvoði á Eyrinni á Akureyri Íbúar eru beðnir að loka gluggum á meðan þetta varir. 17. nóvember 2019 08:01
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent