Þungatakmarkanir á Ölfusárbrú með tilkomu nýrrar brúar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. nóvember 2019 19:15 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra segir að þungatakmarkanir verði settar á Ölfusárbrú á Selfossi um leið og ný brú yfir Ölfusá verður tekin í notkun. Ný sex milljarða króna brú yfir Ölfusá verður tilbúin 2024 en gjaldtaka verður á brúnni. Núverandi brú yfir Ölfusá var tekin í notkun 22. Desember 1945 og er hún því að verða 74 ár gömul. Brúin er 84 metra löng á milli stöpla. Mikið álag er á brúnni enda fara mörg þúsund bíla yfir brúnna á hverjum degi, bílar af öllum stærðum og gerðum. Brúin er farin að slitna og láta á sjá. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála hefur áhyggjur af brúnni. „Við munum bara sjá á næstu árum vaxandi umferð og jafnvel líka vaxandi umferð þungaflutninga þannig að ég held að það sé mjög mikilvægt að þegar ný brú kemur, sem að við erum með hugmyndir um að koma fyrr á dagskrá með því að fara aðra fjármögnunarleið, þá verði samhliða settar takmarkanir um þungaflutninga yfir gömlu brúnna,“ segir Sigurður Ingi og bætir við. „Hún þolir alveg þá umferð sem hún er með og við þurfum ekkert að óttast það en við munum sjá á næstu árum aukningu á umferð yfir brúnna. Ég held að það sé skynsamlegt þegar að ný brú er komin að setja þá takmarkanir um þungaflutninga á brúnni.“Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgönumála.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sigurður Ingi segir að nú styttist óðum í að framkvæmdir geti hafist við byggingu nýrrar Ölfusárbrúar, sem verður stagbrú með sextíu metra háum turni. Brúin mun fara yfir efri Laugardælaeyju út í Ölfusá fram hjá Selfossi. Stefnt er á að bjóða brúnna út 2021 og að hún yrði tilbúin þremur árum síðar, eða 2024. Gjaldtaka verður yfir brúnna en hún mun kosta um sex milljarða króna. En erum við að tala um 200 krónur, 500 krónur eða 1.000 krónur, sem það mun kosta að aka yfir brúna? „Ég þori ekki að segja til um upphæðina en ég býst við að hún verði frekar í lægri kantinum af því, sem nefnt er hér,“ segir samgönguráðherra. Nýja brúin yfir Ölfusá verður stagbrú með sextíu metra háum turni. Alþingi Árborg Samgöngur Ný Ölfusárbrú Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra segir að þungatakmarkanir verði settar á Ölfusárbrú á Selfossi um leið og ný brú yfir Ölfusá verður tekin í notkun. Ný sex milljarða króna brú yfir Ölfusá verður tilbúin 2024 en gjaldtaka verður á brúnni. Núverandi brú yfir Ölfusá var tekin í notkun 22. Desember 1945 og er hún því að verða 74 ár gömul. Brúin er 84 metra löng á milli stöpla. Mikið álag er á brúnni enda fara mörg þúsund bíla yfir brúnna á hverjum degi, bílar af öllum stærðum og gerðum. Brúin er farin að slitna og láta á sjá. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála hefur áhyggjur af brúnni. „Við munum bara sjá á næstu árum vaxandi umferð og jafnvel líka vaxandi umferð þungaflutninga þannig að ég held að það sé mjög mikilvægt að þegar ný brú kemur, sem að við erum með hugmyndir um að koma fyrr á dagskrá með því að fara aðra fjármögnunarleið, þá verði samhliða settar takmarkanir um þungaflutninga yfir gömlu brúnna,“ segir Sigurður Ingi og bætir við. „Hún þolir alveg þá umferð sem hún er með og við þurfum ekkert að óttast það en við munum sjá á næstu árum aukningu á umferð yfir brúnna. Ég held að það sé skynsamlegt þegar að ný brú er komin að setja þá takmarkanir um þungaflutninga á brúnni.“Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgönumála.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sigurður Ingi segir að nú styttist óðum í að framkvæmdir geti hafist við byggingu nýrrar Ölfusárbrúar, sem verður stagbrú með sextíu metra háum turni. Brúin mun fara yfir efri Laugardælaeyju út í Ölfusá fram hjá Selfossi. Stefnt er á að bjóða brúnna út 2021 og að hún yrði tilbúin þremur árum síðar, eða 2024. Gjaldtaka verður yfir brúnna en hún mun kosta um sex milljarða króna. En erum við að tala um 200 krónur, 500 krónur eða 1.000 krónur, sem það mun kosta að aka yfir brúna? „Ég þori ekki að segja til um upphæðina en ég býst við að hún verði frekar í lægri kantinum af því, sem nefnt er hér,“ segir samgönguráðherra. Nýja brúin yfir Ölfusá verður stagbrú með sextíu metra háum turni.
Alþingi Árborg Samgöngur Ný Ölfusárbrú Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira