„Þeir ætluðu að ræna mér, stelpunni með kórónuna“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2019 20:40 Skæruliðar FMLN og Linda Pétursdóttir. Getty/Fbl/Stefán Linda Pétursdóttir, athafnakona og fyrrverandi ungfrú heimur, segir að skæruliðar í El Salvador hafi reynt að ræna henni á árum áður. Það hafi gerst þegar hún heimsótti landið í kjölfar þess að vinna Miss World keppnina. Þessu sagði Linda frá á Facebook í kvöld þar sem hún rifjaði upp hvernig líf hennar breyttist í kjölfar sigursins árið 1988. „Skyndilega var ég á sviði heimsins, á ferðalagi um hnöttinn meðal annars með sendiherrum, ráðherrum og forseta. Ég þurfti því að vera fljót að læra siðareglur og framkomu, það var allt töluvert ólíkt því sem 18 ára stúlka frá litlu fiskiþorpi á norð-austurströnd Íslands, hafði fram til þessa þurft að huga að,“ skrifar Linda. Hún segist enn fremur hafa ferðast til yfir 32 landa á einu ári. Þar hafi hún séð það besta og versta í fari mannfólksins.Hér má sjá svipmyndir frá kjörinu 1988.Minnisstæðasta ferð Lindu mun þó hafa verið þegar hún fór til El Salvador. Þar hafi borgarastyrjöld geysað og var Linda í hópi fólks sem var að fara með lyf til barna á munaðarleysingjaheimili sem nunnur ráku. Það hafi tekist og þar að auki hafi hópnum tekist að safna fé til styrktar heimilinu. „Að sjá og læra um líf þessara barna, kom við hjarta minn á þann hátt, að ég mun aldrei gleyma þeim.“ Linda segir það hafa verið sérstakt að upplifa borgarastyrjöld. Enginn vilji búa við að heyra skothríð allan sólarhringinn. Þá hafi hún heimsótt fjölskyldu í San Salvador og þar hafi hún séð áhrif stríðsins á þá sem upplifðu það. Heimilisfaðirinn hafi verið andlega örmagna. Degi eftir að hún fundaði með Alfredo Cristiani, þáverandi forseta El Salvador, vöktu lífverðir sem fylgdu henni um hvert fótmál Lindu upp með látum og höfðu skæruliðar gert tilraun til að ræna henni. „Þeir ætluðu að ræna mér, stelpunni með kórónuna, frá litla sjávarþorpinu á Íslandi. Í kjölfarið flúðum við landið í snatri og þessu var haldið utan fjölmiðla,“ skrifar Linda. El Salvador gekk í gegnum blóðuga borgarastyrjöld sem hófst árið 1980 og lauk henni ekki með fyrr en árið 1992. Talið er að um 75 þúsund manns hafi fallið í átökunum. Helstu deiluaðilar voru skæruliðarnir og kommúnistarnir í Farabundo Martí National Liberation Front, eða FMLN, og ríkisstjórn landsins. Sovétríkin og bandamenn þeirra í Nikaragúa og á Kúbu studdu skæruliðana og Bandaríkin ríkisstjórnina. El Salvador Íslendingar erlendis Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Linda Pétursdóttir, athafnakona og fyrrverandi ungfrú heimur, segir að skæruliðar í El Salvador hafi reynt að ræna henni á árum áður. Það hafi gerst þegar hún heimsótti landið í kjölfar þess að vinna Miss World keppnina. Þessu sagði Linda frá á Facebook í kvöld þar sem hún rifjaði upp hvernig líf hennar breyttist í kjölfar sigursins árið 1988. „Skyndilega var ég á sviði heimsins, á ferðalagi um hnöttinn meðal annars með sendiherrum, ráðherrum og forseta. Ég þurfti því að vera fljót að læra siðareglur og framkomu, það var allt töluvert ólíkt því sem 18 ára stúlka frá litlu fiskiþorpi á norð-austurströnd Íslands, hafði fram til þessa þurft að huga að,“ skrifar Linda. Hún segist enn fremur hafa ferðast til yfir 32 landa á einu ári. Þar hafi hún séð það besta og versta í fari mannfólksins.Hér má sjá svipmyndir frá kjörinu 1988.Minnisstæðasta ferð Lindu mun þó hafa verið þegar hún fór til El Salvador. Þar hafi borgarastyrjöld geysað og var Linda í hópi fólks sem var að fara með lyf til barna á munaðarleysingjaheimili sem nunnur ráku. Það hafi tekist og þar að auki hafi hópnum tekist að safna fé til styrktar heimilinu. „Að sjá og læra um líf þessara barna, kom við hjarta minn á þann hátt, að ég mun aldrei gleyma þeim.“ Linda segir það hafa verið sérstakt að upplifa borgarastyrjöld. Enginn vilji búa við að heyra skothríð allan sólarhringinn. Þá hafi hún heimsótt fjölskyldu í San Salvador og þar hafi hún séð áhrif stríðsins á þá sem upplifðu það. Heimilisfaðirinn hafi verið andlega örmagna. Degi eftir að hún fundaði með Alfredo Cristiani, þáverandi forseta El Salvador, vöktu lífverðir sem fylgdu henni um hvert fótmál Lindu upp með látum og höfðu skæruliðar gert tilraun til að ræna henni. „Þeir ætluðu að ræna mér, stelpunni með kórónuna, frá litla sjávarþorpinu á Íslandi. Í kjölfarið flúðum við landið í snatri og þessu var haldið utan fjölmiðla,“ skrifar Linda. El Salvador gekk í gegnum blóðuga borgarastyrjöld sem hófst árið 1980 og lauk henni ekki með fyrr en árið 1992. Talið er að um 75 þúsund manns hafi fallið í átökunum. Helstu deiluaðilar voru skæruliðarnir og kommúnistarnir í Farabundo Martí National Liberation Front, eða FMLN, og ríkisstjórn landsins. Sovétríkin og bandamenn þeirra í Nikaragúa og á Kúbu studdu skæruliðana og Bandaríkin ríkisstjórnina.
El Salvador Íslendingar erlendis Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira