Spöruðu 20 prósent eftir útboð á þvagleggjum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. nóvember 2019 08:00 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm Hjálpartækjamiðstöðin mun taka til skoðunar hvort ástæða sé til að kalla sérstaklega eftir sjónarmiðum notenda með beinum hætti í framtíðinni,“ segir í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmannsins Ásmundar Friðrikssonar varðandi þvagleggi. Málefni þvagleggjanotenda voru í sviðsljósinu í kjölfar viðtals Fréttablaðsins við Sigurð Halldór Jesson á Selfossi sem notar þvaglegg en hefur ekki fengið þá tegund sem honum hentar best síðan í fyrra eftir útboð hjá Sjúkratryggingum Íslands. Sagðist hann nú þurfa að nota mun óþægilegri þvagleggi og að það skerti lífsgæði hans. „Þeir koma bara af fjöllum að það sé einhver að kvarta,“ sagði Sigurður í Fréttablaðinu 3. október síðastliðinn. Í yfirlýsingu í desember í fyrra sögðu Landspítalinn og Sjúkratryggingar Íslands að ekki hefði borist gilt tilboð í umrædda leggi. Þar með væri ekki heimilt að kaupa þá. Tólf dögum eftir áðurnefnda umfjöllun Fréttablaðsins lagði Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, fram fyrirspurn á Alþingi í nokkrum liðum. Spurði þingmaðurinn meðal annars um það hversu margir hefðu leyfi fyrir notkun þvagleggja og hversu margir hafi notað leggi af nýjustu gerð áður en þeir voru teknir af lista Sjúkratrygginga Íslands. Heilbrigðisráðherra segir í svari sínu að Hjálpartækjamiðstöð hafi samþykkt að niðurgreiða einnota þvagleggi fyrir 481 einstakling. „Þar sem ekki kemur fram í seinni hluta spurningarinnar hvaða tegundar og seljanda vísað er til er ekki mögulegt að svara þeim hluta spurningarinnar,“ segir síðan. Ásmundur spurði líka hvort notendur hefðu verið hafðir með í ráðum er ákveðið var hvaða úrval af þvagleggjum þyrfti að vera í boði. Í svari ráðherrans segir að sérhæft fagfólk á göngudeild þvagfæra á Landspítala hafi veitt ráðgjöf í útboðinu. „Telja forsvarsmenn hjálpartækjamiðstöðvar að þar sem viðkomandi fagfólk þekkir mjög vel vanda notenda þvagleggja sé þetta góð leið til að velja í samræmi við þarfir og væntingar þeirra,“ segir í svarinu. Sem fyrr segir kveður ráðherrann nú til skoðunar hvort kalla eigi beint eftir sjónarmiðum notenda í framtíðinni. Þingmaðurinn spyr sérstaklega að því hversu mikið hafi sparast með því að bjóða ekki lengur upp á þvagleggi af nýjustu gerð. Ráðherrann segir útgjöld vegna þvagleggja hafa lækkað um 20 prósent frá fyrri samningum. Samkvæmt upplýsingum frá hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga ráðist lækkunin af breytingum á vöruúrvali, magni, gengi, innkaupalandi og tilboðsverðum. „Aftur er minnt á að í núgildandi samningum standa notendum til boða nýjustu gerðir af þvagleggjum frá nokkrum framleiðendum.“ Þegar rætt var við Sigurð í október hafði hann stofnað Facebook-síðu fyrir þvagleggjanotendur. Þá voru níu í hópnum en í dag eru þeir ríflega sexfalt fleiri eða 56. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þingmaður spyr ráðherra um umdeilda þvagleggi Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, lagði í fyrradag fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um þvagleggi frá Sjúkratryggingum Íslands. 17. október 2019 07:45 Fólk flykkist í þvagleggjahóp Sigurðar Meðlimafjöldi Facebook-hópsins fyrir notendur þvagleggja sem Sigurður stofnaði um málefnið meira en tvöfaldaðist eftir birtingu fréttarinnar í gær. 4. október 2019 06:30 Segir undanþáguleið hjálpartækja torfæra Sigurður Halldór Jesson sem notar þvagleggi segir það þyrnum stráða leið að ætla sér að fá undanþágu hjá Sjúkratryggingum Íslands fyrir slík hjálpartæki eins og forstjóri stofnunarinnar sagði vera í boði fyrir þá sem þess óska. 5. október 2019 07:25 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Hjálpartækjamiðstöðin mun taka til skoðunar hvort ástæða sé til að kalla sérstaklega eftir sjónarmiðum notenda með beinum hætti í framtíðinni,“ segir í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmannsins Ásmundar Friðrikssonar varðandi þvagleggi. Málefni þvagleggjanotenda voru í sviðsljósinu í kjölfar viðtals Fréttablaðsins við Sigurð Halldór Jesson á Selfossi sem notar þvaglegg en hefur ekki fengið þá tegund sem honum hentar best síðan í fyrra eftir útboð hjá Sjúkratryggingum Íslands. Sagðist hann nú þurfa að nota mun óþægilegri þvagleggi og að það skerti lífsgæði hans. „Þeir koma bara af fjöllum að það sé einhver að kvarta,“ sagði Sigurður í Fréttablaðinu 3. október síðastliðinn. Í yfirlýsingu í desember í fyrra sögðu Landspítalinn og Sjúkratryggingar Íslands að ekki hefði borist gilt tilboð í umrædda leggi. Þar með væri ekki heimilt að kaupa þá. Tólf dögum eftir áðurnefnda umfjöllun Fréttablaðsins lagði Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, fram fyrirspurn á Alþingi í nokkrum liðum. Spurði þingmaðurinn meðal annars um það hversu margir hefðu leyfi fyrir notkun þvagleggja og hversu margir hafi notað leggi af nýjustu gerð áður en þeir voru teknir af lista Sjúkratrygginga Íslands. Heilbrigðisráðherra segir í svari sínu að Hjálpartækjamiðstöð hafi samþykkt að niðurgreiða einnota þvagleggi fyrir 481 einstakling. „Þar sem ekki kemur fram í seinni hluta spurningarinnar hvaða tegundar og seljanda vísað er til er ekki mögulegt að svara þeim hluta spurningarinnar,“ segir síðan. Ásmundur spurði líka hvort notendur hefðu verið hafðir með í ráðum er ákveðið var hvaða úrval af þvagleggjum þyrfti að vera í boði. Í svari ráðherrans segir að sérhæft fagfólk á göngudeild þvagfæra á Landspítala hafi veitt ráðgjöf í útboðinu. „Telja forsvarsmenn hjálpartækjamiðstöðvar að þar sem viðkomandi fagfólk þekkir mjög vel vanda notenda þvagleggja sé þetta góð leið til að velja í samræmi við þarfir og væntingar þeirra,“ segir í svarinu. Sem fyrr segir kveður ráðherrann nú til skoðunar hvort kalla eigi beint eftir sjónarmiðum notenda í framtíðinni. Þingmaðurinn spyr sérstaklega að því hversu mikið hafi sparast með því að bjóða ekki lengur upp á þvagleggi af nýjustu gerð. Ráðherrann segir útgjöld vegna þvagleggja hafa lækkað um 20 prósent frá fyrri samningum. Samkvæmt upplýsingum frá hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga ráðist lækkunin af breytingum á vöruúrvali, magni, gengi, innkaupalandi og tilboðsverðum. „Aftur er minnt á að í núgildandi samningum standa notendum til boða nýjustu gerðir af þvagleggjum frá nokkrum framleiðendum.“ Þegar rætt var við Sigurð í október hafði hann stofnað Facebook-síðu fyrir þvagleggjanotendur. Þá voru níu í hópnum en í dag eru þeir ríflega sexfalt fleiri eða 56.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þingmaður spyr ráðherra um umdeilda þvagleggi Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, lagði í fyrradag fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um þvagleggi frá Sjúkratryggingum Íslands. 17. október 2019 07:45 Fólk flykkist í þvagleggjahóp Sigurðar Meðlimafjöldi Facebook-hópsins fyrir notendur þvagleggja sem Sigurður stofnaði um málefnið meira en tvöfaldaðist eftir birtingu fréttarinnar í gær. 4. október 2019 06:30 Segir undanþáguleið hjálpartækja torfæra Sigurður Halldór Jesson sem notar þvagleggi segir það þyrnum stráða leið að ætla sér að fá undanþágu hjá Sjúkratryggingum Íslands fyrir slík hjálpartæki eins og forstjóri stofnunarinnar sagði vera í boði fyrir þá sem þess óska. 5. október 2019 07:25 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Þingmaður spyr ráðherra um umdeilda þvagleggi Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, lagði í fyrradag fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um þvagleggi frá Sjúkratryggingum Íslands. 17. október 2019 07:45
Fólk flykkist í þvagleggjahóp Sigurðar Meðlimafjöldi Facebook-hópsins fyrir notendur þvagleggja sem Sigurður stofnaði um málefnið meira en tvöfaldaðist eftir birtingu fréttarinnar í gær. 4. október 2019 06:30
Segir undanþáguleið hjálpartækja torfæra Sigurður Halldór Jesson sem notar þvagleggi segir það þyrnum stráða leið að ætla sér að fá undanþágu hjá Sjúkratryggingum Íslands fyrir slík hjálpartæki eins og forstjóri stofnunarinnar sagði vera í boði fyrir þá sem þess óska. 5. október 2019 07:25