Spöruðu 20 prósent eftir útboð á þvagleggjum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. nóvember 2019 08:00 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm Hjálpartækjamiðstöðin mun taka til skoðunar hvort ástæða sé til að kalla sérstaklega eftir sjónarmiðum notenda með beinum hætti í framtíðinni,“ segir í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmannsins Ásmundar Friðrikssonar varðandi þvagleggi. Málefni þvagleggjanotenda voru í sviðsljósinu í kjölfar viðtals Fréttablaðsins við Sigurð Halldór Jesson á Selfossi sem notar þvaglegg en hefur ekki fengið þá tegund sem honum hentar best síðan í fyrra eftir útboð hjá Sjúkratryggingum Íslands. Sagðist hann nú þurfa að nota mun óþægilegri þvagleggi og að það skerti lífsgæði hans. „Þeir koma bara af fjöllum að það sé einhver að kvarta,“ sagði Sigurður í Fréttablaðinu 3. október síðastliðinn. Í yfirlýsingu í desember í fyrra sögðu Landspítalinn og Sjúkratryggingar Íslands að ekki hefði borist gilt tilboð í umrædda leggi. Þar með væri ekki heimilt að kaupa þá. Tólf dögum eftir áðurnefnda umfjöllun Fréttablaðsins lagði Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, fram fyrirspurn á Alþingi í nokkrum liðum. Spurði þingmaðurinn meðal annars um það hversu margir hefðu leyfi fyrir notkun þvagleggja og hversu margir hafi notað leggi af nýjustu gerð áður en þeir voru teknir af lista Sjúkratrygginga Íslands. Heilbrigðisráðherra segir í svari sínu að Hjálpartækjamiðstöð hafi samþykkt að niðurgreiða einnota þvagleggi fyrir 481 einstakling. „Þar sem ekki kemur fram í seinni hluta spurningarinnar hvaða tegundar og seljanda vísað er til er ekki mögulegt að svara þeim hluta spurningarinnar,“ segir síðan. Ásmundur spurði líka hvort notendur hefðu verið hafðir með í ráðum er ákveðið var hvaða úrval af þvagleggjum þyrfti að vera í boði. Í svari ráðherrans segir að sérhæft fagfólk á göngudeild þvagfæra á Landspítala hafi veitt ráðgjöf í útboðinu. „Telja forsvarsmenn hjálpartækjamiðstöðvar að þar sem viðkomandi fagfólk þekkir mjög vel vanda notenda þvagleggja sé þetta góð leið til að velja í samræmi við þarfir og væntingar þeirra,“ segir í svarinu. Sem fyrr segir kveður ráðherrann nú til skoðunar hvort kalla eigi beint eftir sjónarmiðum notenda í framtíðinni. Þingmaðurinn spyr sérstaklega að því hversu mikið hafi sparast með því að bjóða ekki lengur upp á þvagleggi af nýjustu gerð. Ráðherrann segir útgjöld vegna þvagleggja hafa lækkað um 20 prósent frá fyrri samningum. Samkvæmt upplýsingum frá hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga ráðist lækkunin af breytingum á vöruúrvali, magni, gengi, innkaupalandi og tilboðsverðum. „Aftur er minnt á að í núgildandi samningum standa notendum til boða nýjustu gerðir af þvagleggjum frá nokkrum framleiðendum.“ Þegar rætt var við Sigurð í október hafði hann stofnað Facebook-síðu fyrir þvagleggjanotendur. Þá voru níu í hópnum en í dag eru þeir ríflega sexfalt fleiri eða 56. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þingmaður spyr ráðherra um umdeilda þvagleggi Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, lagði í fyrradag fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um þvagleggi frá Sjúkratryggingum Íslands. 17. október 2019 07:45 Fólk flykkist í þvagleggjahóp Sigurðar Meðlimafjöldi Facebook-hópsins fyrir notendur þvagleggja sem Sigurður stofnaði um málefnið meira en tvöfaldaðist eftir birtingu fréttarinnar í gær. 4. október 2019 06:30 Segir undanþáguleið hjálpartækja torfæra Sigurður Halldór Jesson sem notar þvagleggi segir það þyrnum stráða leið að ætla sér að fá undanþágu hjá Sjúkratryggingum Íslands fyrir slík hjálpartæki eins og forstjóri stofnunarinnar sagði vera í boði fyrir þá sem þess óska. 5. október 2019 07:25 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Hjálpartækjamiðstöðin mun taka til skoðunar hvort ástæða sé til að kalla sérstaklega eftir sjónarmiðum notenda með beinum hætti í framtíðinni,“ segir í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmannsins Ásmundar Friðrikssonar varðandi þvagleggi. Málefni þvagleggjanotenda voru í sviðsljósinu í kjölfar viðtals Fréttablaðsins við Sigurð Halldór Jesson á Selfossi sem notar þvaglegg en hefur ekki fengið þá tegund sem honum hentar best síðan í fyrra eftir útboð hjá Sjúkratryggingum Íslands. Sagðist hann nú þurfa að nota mun óþægilegri þvagleggi og að það skerti lífsgæði hans. „Þeir koma bara af fjöllum að það sé einhver að kvarta,“ sagði Sigurður í Fréttablaðinu 3. október síðastliðinn. Í yfirlýsingu í desember í fyrra sögðu Landspítalinn og Sjúkratryggingar Íslands að ekki hefði borist gilt tilboð í umrædda leggi. Þar með væri ekki heimilt að kaupa þá. Tólf dögum eftir áðurnefnda umfjöllun Fréttablaðsins lagði Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, fram fyrirspurn á Alþingi í nokkrum liðum. Spurði þingmaðurinn meðal annars um það hversu margir hefðu leyfi fyrir notkun þvagleggja og hversu margir hafi notað leggi af nýjustu gerð áður en þeir voru teknir af lista Sjúkratrygginga Íslands. Heilbrigðisráðherra segir í svari sínu að Hjálpartækjamiðstöð hafi samþykkt að niðurgreiða einnota þvagleggi fyrir 481 einstakling. „Þar sem ekki kemur fram í seinni hluta spurningarinnar hvaða tegundar og seljanda vísað er til er ekki mögulegt að svara þeim hluta spurningarinnar,“ segir síðan. Ásmundur spurði líka hvort notendur hefðu verið hafðir með í ráðum er ákveðið var hvaða úrval af þvagleggjum þyrfti að vera í boði. Í svari ráðherrans segir að sérhæft fagfólk á göngudeild þvagfæra á Landspítala hafi veitt ráðgjöf í útboðinu. „Telja forsvarsmenn hjálpartækjamiðstöðvar að þar sem viðkomandi fagfólk þekkir mjög vel vanda notenda þvagleggja sé þetta góð leið til að velja í samræmi við þarfir og væntingar þeirra,“ segir í svarinu. Sem fyrr segir kveður ráðherrann nú til skoðunar hvort kalla eigi beint eftir sjónarmiðum notenda í framtíðinni. Þingmaðurinn spyr sérstaklega að því hversu mikið hafi sparast með því að bjóða ekki lengur upp á þvagleggi af nýjustu gerð. Ráðherrann segir útgjöld vegna þvagleggja hafa lækkað um 20 prósent frá fyrri samningum. Samkvæmt upplýsingum frá hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga ráðist lækkunin af breytingum á vöruúrvali, magni, gengi, innkaupalandi og tilboðsverðum. „Aftur er minnt á að í núgildandi samningum standa notendum til boða nýjustu gerðir af þvagleggjum frá nokkrum framleiðendum.“ Þegar rætt var við Sigurð í október hafði hann stofnað Facebook-síðu fyrir þvagleggjanotendur. Þá voru níu í hópnum en í dag eru þeir ríflega sexfalt fleiri eða 56.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þingmaður spyr ráðherra um umdeilda þvagleggi Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, lagði í fyrradag fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um þvagleggi frá Sjúkratryggingum Íslands. 17. október 2019 07:45 Fólk flykkist í þvagleggjahóp Sigurðar Meðlimafjöldi Facebook-hópsins fyrir notendur þvagleggja sem Sigurður stofnaði um málefnið meira en tvöfaldaðist eftir birtingu fréttarinnar í gær. 4. október 2019 06:30 Segir undanþáguleið hjálpartækja torfæra Sigurður Halldór Jesson sem notar þvagleggi segir það þyrnum stráða leið að ætla sér að fá undanþágu hjá Sjúkratryggingum Íslands fyrir slík hjálpartæki eins og forstjóri stofnunarinnar sagði vera í boði fyrir þá sem þess óska. 5. október 2019 07:25 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Þingmaður spyr ráðherra um umdeilda þvagleggi Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, lagði í fyrradag fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um þvagleggi frá Sjúkratryggingum Íslands. 17. október 2019 07:45
Fólk flykkist í þvagleggjahóp Sigurðar Meðlimafjöldi Facebook-hópsins fyrir notendur þvagleggja sem Sigurður stofnaði um málefnið meira en tvöfaldaðist eftir birtingu fréttarinnar í gær. 4. október 2019 06:30
Segir undanþáguleið hjálpartækja torfæra Sigurður Halldór Jesson sem notar þvagleggi segir það þyrnum stráða leið að ætla sér að fá undanþágu hjá Sjúkratryggingum Íslands fyrir slík hjálpartæki eins og forstjóri stofnunarinnar sagði vera í boði fyrir þá sem þess óska. 5. október 2019 07:25
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent