Spurði Katrínu um ummæli Bjarna um Samherjaskjölin í The Guardian Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 15:32 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, nýtti tækifærið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag og innti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, eftir afstöðu hennar til ummæla sem höfð eru eftir Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra í breska blaðinu The Guardian um Samherjaskjölin. Í umræddri grein sem birtist á vef Guardian á föstudaginn er haft eftir Bjarna að spilltum stjórnvöldum í Namibíu sé hugsanlega um að kenna. „Veik ríkisstjórn, spillt ríkisstjórn í þessu landi. Sem virðist vera undirliggjandi vandamál sem við sjáum núna,“ er meðal annars haft eftir Bjarna í viðtalinu. „Ég óska eftir að heyra hver viðbrögð hæstvirts forsætisráðherra eru við þeim sjónarmiðum að meintar mútur séu fyrst og fremst Namibíumönnum sjálfum að kenna. Er hún sammála hæstvirtum fjármálaráðherra? Hefur forsætisráðherra ekki áhyggjur af því að ráðherrar ríkisstjórnarinnar birtist umheiminum með þessi viðhorf?“ spurði Logi. Katrín svaraði fyrirspurn Loga um ummæli Bjarna ekki beint, þrátt fyrir ítrekun Loga í síðari ræðu, heldur gaf svar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. „Sú sem hér stendur hefur talað eins skýrt og hægt er. Íslenskt atvinnulíf og íslensk fyrirtæki eigi að fylgja lögum, íslensk stjórnvöld muni ekki líða það ef fyrirtæki brjóta lög. Það fer í réttan farveg og það er ekkert umburðarlyndi af hálfu íslenskra stjórnvalda til lögbrota,“ sagði Katrín. „Að minni hálfu er það algjörlega ljóst, og ég tala fyrir hönd ríkisstjórnarinnar allrar í þessu máli, þá verða ekki liðinn lögbrot. Það verður farið yfir lagarammann,“ sagði Katrín. Logi var heldur óhress með þessi svör, eða öllu heldur skort á svörum, og gekk að sæti forsætisráðherra í þingsal og lýsti óánægju sinni með að hún hafi ekki svarað fyrirspurninni um ummæli Bjarna í erlendum miðlum. Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, nýtti tækifærið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag og innti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, eftir afstöðu hennar til ummæla sem höfð eru eftir Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra í breska blaðinu The Guardian um Samherjaskjölin. Í umræddri grein sem birtist á vef Guardian á föstudaginn er haft eftir Bjarna að spilltum stjórnvöldum í Namibíu sé hugsanlega um að kenna. „Veik ríkisstjórn, spillt ríkisstjórn í þessu landi. Sem virðist vera undirliggjandi vandamál sem við sjáum núna,“ er meðal annars haft eftir Bjarna í viðtalinu. „Ég óska eftir að heyra hver viðbrögð hæstvirts forsætisráðherra eru við þeim sjónarmiðum að meintar mútur séu fyrst og fremst Namibíumönnum sjálfum að kenna. Er hún sammála hæstvirtum fjármálaráðherra? Hefur forsætisráðherra ekki áhyggjur af því að ráðherrar ríkisstjórnarinnar birtist umheiminum með þessi viðhorf?“ spurði Logi. Katrín svaraði fyrirspurn Loga um ummæli Bjarna ekki beint, þrátt fyrir ítrekun Loga í síðari ræðu, heldur gaf svar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. „Sú sem hér stendur hefur talað eins skýrt og hægt er. Íslenskt atvinnulíf og íslensk fyrirtæki eigi að fylgja lögum, íslensk stjórnvöld muni ekki líða það ef fyrirtæki brjóta lög. Það fer í réttan farveg og það er ekkert umburðarlyndi af hálfu íslenskra stjórnvalda til lögbrota,“ sagði Katrín. „Að minni hálfu er það algjörlega ljóst, og ég tala fyrir hönd ríkisstjórnarinnar allrar í þessu máli, þá verða ekki liðinn lögbrot. Það verður farið yfir lagarammann,“ sagði Katrín. Logi var heldur óhress með þessi svör, eða öllu heldur skort á svörum, og gekk að sæti forsætisráðherra í þingsal og lýsti óánægju sinni með að hún hafi ekki svarað fyrirspurninni um ummæli Bjarna í erlendum miðlum.
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira